þriðjudagur, 3. ágúst 2010

Bláa lónið - enn einu sinni!

Vildi bara benda á Bláa Lónið, enn og einu sinni. Verð á mann er komið upp í 28€ ef ég sá rétt, en í beinhörðum íslenskum rukka þeir 4600 krónur per fullorðinn. Varð fyrir því óláni að hafa lofað nokkrum sjálfboðaliðum sem voru í vinnu hjá mér að fara með þau í Bláa lónið, þar sem þetta voru allt útlendingar og fór ég með þau sex og auka bílstjóra. Fékk að vísu smá afslátt en borgaði engu að síður rúmlega 33 þúsund í lónið fyrir okkur átta.
Vil taka skýrt fram að ég sé ekki eftir peningunum í krakkana, þau áttu það vel skilið og rúmlega það, en mér blöskrar algerlega verðið. Þar fyrir utan var lónið kalt og allur sjarmi farinn af því í þessu annars steríla umhverfi. Stór volgur pottur með sandi í botninn og einstaka fötur á víð og dreif með gamla góða hvíta gumsinu. Fyrir 4600 krónur manninn. Í einu orði sagt: OKUR!
Þetta var blóðugt og mun ég aldrei bjóða útlendingum þarna framar og segja þeim að forðast þennan túristapitt.
Óskar nafnleyndar

8 ummæli:

  1. Þeir í leirböðunum á Mývatni eru lítið skárri, rukka 2500 á haus. Við fórum nú bara í sund í Reykjahlíð sem er ágætis sundlaug.

    SvaraEyða
  2. Hverjir eiga Bláa Lónið - Veit einhver ?

    SvaraEyða
  3. HS orka, Sparisjóður Keflavíkur og fjárfestingafélög sem tengjast stjórnendum Bláa Lónsins

    SvaraEyða
  4. Haukur Kristinsson3. ágúst 2010 kl. 11:37

    Ég er mikið í sambandi við útlendinga, sem heimsækja landið okkar.Segi þeim öllum að gleyma þessum leirböðum, allt of dýr og lítið spennandi. Hvalskoðun á Skjálfandaflóa, er hinsvegar "must". Þar verður enginn fyrir vonbrigðum.

    SvaraEyða
  5. Má ég benda á að ef maður gerist vinur bláa lónsins á facebook þá er alltaf 2 fyrir 1. Einnig má benda á að oft er afsláttarmiði í mogganum sem klipptur er út og meirihlutann af maí kostaði bara 1000 kall á mann en það var þá.. Nóg af tilboðum inná milli en dýrt er þetta annars venjulega og fer ætíð hækkandi.

    SvaraEyða
  6. Ég get ekki séð að maður geti orðið "vinur" Bláa Lónsins á Facebook. Hinsvegar eru þar 2-3 síður tengdar lóninu sem maður getur "like"-að.
    Leitarniðurstöður fyrir "Blue Lagoon" í People eru yfir 500.

    Kv, Gréta.

    SvaraEyða
  7. prófaðu blue lagoon ætti að koma þá :)

    SvaraEyða
  8. Fór ásamt systur minni í lónið sl. vor. Við vissum að það kostaði annan handlegginn að fara þar ofan í þannig að við prófuðum að hringja á undan okkur og spyrja hvort það væri einhver afsláttur fyrir okkur. Þá var mjög almennileg stúlka sem sagði að hún skyldi taka niður nöfnin okkar og við myndum fá 2 fyrir 1. Þegar við mættum stóðst það. Mér fannst það mjög góð þjónusta.

    SvaraEyða