föstudagur, 26. febrúar 2010

Fyrning lyfja - Lyfjaver

Mig langar til að segja þér frá viðskiptaháttum Lyfjavers. Þau stæra sig af lágu vöruverði lyfja sem er oft rétt.
Það er samt ekki skrýtið að þau séu að halda vöruverði lágu þegar þau eru að ræna suma kúnna sína.

Þetta er saga mín :
Ég þarf að fá B-12 vítamín sprautur (Vibeden) á 2ja mánaða fresta. Almennt er þetta lyf gefið á 2ja-3ja mánaða fresti. Núna er ég ólétt og því liggur enn meira við að ég fái reglulega þessar sprautur.
Bruna ég því í ódýra apótekið, Lyfjaver, til að kaupa mér nýjan skammt.
Í hverri pakningu eru 5 "ambúlur" til að sprauta sig með. Hver sem er getur séð út að á 2ja mánaða fresti þá duga 5 ambúlur samtals í 10 mánuði.
Ég versla þessar 5 ambúlur í pakka og fer með til hjúkkunar til að láta sprauta mig. Hún bendir mér á að lyfið renni út í maí 2010 og þar sem ég kaupi lyfið í lok febrúar 2010 þá geti ég bara notað 2/5 ambúlunum.
Þetta þótti henni mjög skrýtið og mér líka. Bruna ég því aftur í apótekið og bendi þeim á þetta. Þau bera fyrir mig að þau megi alveg selja lyf með fyrningartíma sem er 3 mánuðir og því sé þetta í lagi. Þau segjast bara eiga þetta lyf með þessum fyrningartíma. Ég hringi því í heildsalan og spyr afhverju þetta sé og þá skilst mér að nýr fyrningartími (langt fram árið 2011) sé kominn fyrir einhverju síðan.
Til að gera langa sögu stutta þá neitar Lyfjaver að leyfa mér að skila þessu inn og fá nýtt í staðinn. Þau létu mig ekki vita þegar ég borgaði að fyrningartíminn væri svona stuttur og þau hafa bara verið með skæting við mig. Bæði Lyfja og Lyf og Heilsa segja mér að þau hafi leyft sínum kúnnum að skila inn lyfjum þegar svona stendur á.
Þetta lyf er frekar dýrt (ca. 6.000) og er ég því að borga núna rúmlega 3.000,- fyrir hverja sprautu í stað þess að borga rúmlega 1.000,-.
Ég á ekki til orð yfir þetta rán og óréttlæti og skil ekki hvernig apótekinu dettur í hug að selja fólki þetta undir þessum kringumstæðum.
Þetta er eins og að selja þunglyndissjúkling 30 töflur af einhverju lyfi en einungis sé hægt að nota 10 af þeim !
Með bestu kveðjum,
Hanna

10 ummæli:

  1. Ekki gott að heyra. Ég hef verslað mikið þarna undanfarið ár og alltaf fengið góða þjónustu, reyndar stundum mikið að gera og hæg afgreiðsla en gott verð og góð þjónusta. Keypti gallaða vöru þarna í janúar og fékk henni skipt út eins og skot. En miðað við sögu Hönnu hér að ofan er þjónustan ekki alltaf fullkomin.

    SvaraEyða
  2. Bý úti á landi, lyf sem mig vantaði ekki til og var boðið annað í staðinn hjá Lyfju, átti að kosta nærri 9 þ. Hringdi í Lyfjaver fékk rétta lyfið á aðeins kr. 3,800 m/heimsendingu og tók bara rúmlega nóttina að berast til mín. Frábær þjónusta.

    SvaraEyða
  3. Ekki gott að heyra. Vonandi les þetta bara einhver sem vantar þetta líka og getur deilt því með þér sem og kostnaðinum.

    En reyndar duga 5 ambúlur í átta mánuði ef þú notar þá fyrstu strax :)

    SvaraEyða
  4. Ég hef alltaf reynt að versla við Lyfjaver en sá svo í verðkönnun um daginn að Rimaapótek er ódýrara.

    SvaraEyða
  5. Ég hef nú ekki reynslu af Lyfjaveri, en ég versla alltaf við Reykjavíkur Apótek á Seljaveginum. Ódýrast m.v Lyfju og Lyf og Heilsu.

    SvaraEyða
  6. Prófaðu næst Rimaapótek eða Reykjavíkur Apótek. Það er Karl Wernersson, sem á Lyf og heilsu, Apótekarann og Sikpholtsapótek og þar verslar því enginn óvitlaus maður.

    SvaraEyða
  7. Nú afhverju má ekki versla við mig? Ég er bara strangheiðarlegur kapitalisti sem vill græða smá á lyfjum. Haldið að hinir apótekararnir séu að standa í þessu upp á flippið?
    kveðjur, Karl W

    SvaraEyða
  8. Strangheiðarlegt fólk vinnur hjá Lyf og heilsu eins og í Bónus, þetta fólk dregur fram lífið með kaupinu sínu eins og aðrir sem versla einungis í Rimaapóteki og Lyfjaveri.

    SvaraEyða
  9. Ég bendi bara öllum á að ath. fyrningatímann á svona lyfjum áður en borgað er. Lenti í hliðstærðri reynslu við að versla í Lyfjaveri fyrir 4 vikum.Þurfti að fá insulin fyrir dýrið mitt og það reyndist svo ekki vera til dýrainsulin á landinu svo það varð að fá mannainsulin í staðinn. D-læknirinn hafði samband við lyfjafræðinginn til að reikna út réttan skammt=mjög litlir skammtar í insulini ætlað mönnum. D-læknirinn var áður búinn að segja mér að það fengist þetta lyf í öðru apóteki með fyrningatíma til 2015 svo að þrátt fyrir að þetta væri dýrt gæti ég notað það. Ég bað hann að senda recept í lyfjaver -þar sem ég hélt að ég fengi besta verðið,sem gert var eftir að hafa talað við lyfjafræðinginn þar. Sendi son minn til að sækja lyfið rétt fyrir helgarlokun á laugardegi. Varð að nota lyfið um helgina. Sá strax að lyfið rennur út apríl 2012-get því ekki notaðð nema 2 af 5 lykkjum sem koma í pakkanum og kosta rúmar 15.000 kr.
    Ekki þjónusta til fyrirmyndar!

    SvaraEyða