Sýnir færslur með efnisorðinu símareikningur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu símareikningur. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 3. júlí 2012

Vond þjónusta hjá TAL


Aldrei versla við TAL! Ég sagði upp netþjónustu minni þann 6 júní en af því gerði það eftir mánaðarmót er ég rukkaður fyrir heilan mánuð.
Sem sagt 7000 kr fyrir 6 daga sem ég var ekki einu sinni tengdur. Ég bað þá um að gefa mér slaka á að borga heilan mánuð en það var ekki hægt að taka eina krónu af reikningum.
Þegar maður fær svona lélega þjónusta lætur maður aðra vita. Það er bara þannig!
Þórólfur

mánudagur, 7. maí 2012

ViðskiptaVINUR Tals?

Málið er það að ég hef verið viðskiptavinur TALS í langan tíma. En svo gerist það að ég gat ekki greitt reikning frá þeim með eindaga 2. Apríl síðasliðinn. Og ég er ekki enn búin að greiða hann út af ástæðu sem ég ætla ekki að ræða um hér. En viti menn, hvað hefur gerst í dag, 3ja maí. Krafan á hendur mér hefur aukist til mikilla muna, úr kr. 8.516 í 13.782, á aðeins einum mánuði og einum degi til viðbótar. Er einhver að tala um að það sé engin mafía hér. Og hversvegna er þetta gert svona? Jú sett var á sínum tíma reglugerð af manni fólksins sem hafði mikinn jöfnuð í huga. Og samkvæmt þessari reglugerð, sem reyndar var breytt aðeins seinna (en bara pínupons), er uppskriftin af því að ég er að fá svona mikla óávöxtun á skuld mína, og Tal fer eftir henni nákvæmlega, no mercy. En það er hægt að gera aðeins betur en þetta því að ef ég geri skriflegan samning á morgun um greiðslu þá má bæta við 2.700 krónum (íslenskum) til viðbótar. Og þá yrði skuldin aðeins 16.482 en helmingurinn af því er 8.241 sem er aðeins minni en höfuðstóllinn. Ég hef verið viðskiptavinur Tals í allan þennan tíma en í dag var mér tjáð að ekki væri hægt að fella niður innheimtugjöld, ekkert svoleiðis, engin minnkun, engin miskun. En hver vill vera viðskiptavinur félags sem beytir viðskiptavinum sínum svona þvingunum að það er búið að nærri tvöfalda reikninginn á innan við tveimur mánuðum? Já mér er spurn. Og við erum ekki að tala um að ég hafi keypt eitthvað af þeim einu sinni, nei þetta hefur verið viðvarandi samband. Það sem verra er að ég þarf að vera í viðskiptum við þá út þennan mánuð að því að ég get ekki farið fyrr. En að vera vinur TALs er ekki lengur í myndinni. Og tel ég að það þurfi að endurskoða notkun orðsins „viðskiptavinur“ á viðskipti milli neytenda og margra fyrirtækja því að það er alltaf verið að taka okkur í F****** R********, þurrt. Og þetta var í boði Auðar. Kveðja, fyrrum vinur

föstudagur, 3. febrúar 2012

Vegna reikninga frá TAL fyrir óveitta þjónustu

Í talsverðan tíma hefur undirritaður átt í greiðsluvanda og það hefur gengið svo langt að ég gat ekki greitt símreikningana mína á tilsettum tíma. Nú hef ég komist að því afhverju ógreidd skuld mín við símfyrirtækið TAL hefur haldið áfram að vaxa óeðlilega þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir alla þjónustu nema innhringinar í heimasímann (þ.e., lokað hefur verið fyrir farsímann og nettenginguna, og úthringingar úr heimasímanum):

Mér hafa verið skuldfærðar að jafnaði um 8 þúsund kr. pr. mánuð fyrir þjónustu sem kostar skvt. verðskrá allra símfyrirtækja á landinu milli 12- og 15 hundruð krónur á mánuði, - þ. e. grunnþjónustugjald fyrir heimasíma án úthringinga.

Auðvitað get ég sjálfum mér um kennt að greiða reikningana ekki á tilsettum tíma, og það hefur sosum gerst áður, það get ég vel viðurkennt.

En ég er ekki vissum að það sé eðlilegt eða sjálfsagt að hægt sé að rukka mig um 8.000. - kr. að jafnaði á mánuði fyrir þá þjónustu eina að hægt sé að hringja í mig í heimasímann minn. Þessa reikninga get ég, samvisku minnar vegna, ekki greitt, vil ekki borga og mun aldrei borga.

En annað er enn alvarlegra: Svar þjónustustúlkunnar í litla básnum í Kringlunni í gær:

, - Þetta er svona hjá öllum símafyrirtækjunum.'

Ég hef ákveðið að kanna hvort það er rétt - og ef svo er, hlýtur að vera um verðsamráð að ræða. Fyrir það hafa fyrirtæki verið dæmd í háar sektir (sbr. olíuverðs- og grænmetisverðssamráð).

Ef það reynist rétt að öll símfyrirtæki landsins rukki fólk fyrir óveitta þjónustu, mun ég kæra það til Samkeppniseftirlitsins.

Halldór Carlsson
Undirritaður er atvinnulaus fjölmiðla- og sagnfræðingur og nemi við Háskóla Íslands.
Lifir á um 160 þúsund krónum á mánuði.