þriðjudagur, 3. júlí 2012

Vond þjónusta hjá TAL


Aldrei versla við TAL! Ég sagði upp netþjónustu minni þann 6 júní en af því gerði það eftir mánaðarmót er ég rukkaður fyrir heilan mánuð.
Sem sagt 7000 kr fyrir 6 daga sem ég var ekki einu sinni tengdur. Ég bað þá um að gefa mér slaka á að borga heilan mánuð en það var ekki hægt að taka eina krónu af reikningum.
Þegar maður fær svona lélega þjónusta lætur maður aðra vita. Það er bara þannig!
Þórólfur

2 ummæli:

 1. Þetta er bara mjög eðilegt og ég sé ekkert að þessu, nokkuð augljóst að ef maður er að hætta með þjónustu þá þurfi að segja henni upp fyrir næsta tímabil :)

  Fyrst þú varst ekki tengdur þessa 6 fyrstu daga hefðirðu bara átt að segja upp fyrir mánaðarmótin. Amk ef ég þarf að segja upp minni netþjónustu sem reyndar er hjá vodafone þá kemur það ekki einusinni upp í hugann á mér annað en að ég þurfi að segja upp áður en næsta tímabil hefst.

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus #1
  Það er mjög fáránlegt af fyrirtæki sem veitir ekki betri þjónustu en þetta að rukka heilt mánaðargjald fyrir 6 daga.
  Það er bara mjög skítlegt af þeim! Þetta svar segir mér einungis að þú sért tengdur einhverjum sem vinnur hjá Tali.

  Ég er hjá Símanum, ég er nýbúinn að fá mér aukakort í ipadinn, ég þurfti einungis að greiða fyrir 3 daga þ.e 3 síðustu dagana í júní. Ég fæ kortið 27. júní. Ég var ekki rukkaður fyrir allan júní heldur 27.-30.júní.

  Mér finnst þetta lélegt af Tal.

  Tal er fyrirtæki sem enginn ætti að skipta við.

  SvaraEyða