mánudagur, 16. júlí 2012

Tal - loks komin samkeppni í 3G

Fyrir rúmlega tvemur árum síðan sendi ég bréf hingað á Okursíðuna og talaði um það að samkeppnin í 3G neti væri engin, sama verð allstaðar og það skipti í raun engu máli hvert maður færi í viðskipti því allstaðar fengi maður sama gagnamagn fyrir sama verð.

Ég var að fletta Fréttablaðinu í gær og rakst þá á ansi skemmtilega auglýsingu frá Tal. Já, það er komin samkeppni á 3G markaðinn loksins! En auglýsingin frá þeim hljómaði þannig að ef maður væri með gsm símann hjá þeim í áskrift gæti maður keypt sér 10 gb gagnamagn fyrir 500 kall.


Ég átti ekki orð til í eigu minni að sjá það að nú væri komin samkeppni.
Þegar ég sá þessa auglýsingu dref ég mig beint í Tal og flutti númerið yfir til þeirra frá Vodafone.
Ég er búinn að vera með pakka hjá Vodafone sem heitir Vodafone 250 og hef verið að borga á mánuði fyrir það 2980 kr á mánuði, okei mér fannst það nú svo sem ekkert svo hrikalegt og með fylgdi 100 mb gagnamagn. Ég nota það mikið 3G í símanum að það var svo fljótt að fara framyfir að ég var yfirleitt að borga á mánuði samtals 5000 kall, fyrsti 3þúsund kallinn fyrir mánaðargjaldið og svo hækkaði 3G notkunin það mikið að það varð auka 2þúsund kr í kostnað.

Hjá Tal var ég að fara í pakka sem heitir 6 vinir, hann er á 1.890 kr á mánuði. 1000 sms og 1000 mínútur og svo kemur rúsínan í pylsuendanum að ég þarf bara að bæta við 500 kalli við þetta verð á mánuði til þess að fá 10gb gagnamagn.

Svo eru það 3G netlyklarnir (pungarnir) sem var það sem ég var fyrst og fremst að tala um í bréfi sem ég sendi hingað á síðuna fyrir já rúmin tvemur árum síðan. Samkeppnin var ekki nein en núna er Tal að bjóða uppá áskriftarleið fyrir 3G netlyklanna og þar getur maður borgað á mánuði 2.495 kr. og fengið 30gb gagnamagn. Þessi 30gb hjá vodafone kosta hinsvegar 4990 kr. Þannig að Tal er 100% ódýrari en Vodafone.

Ég fagna þessu að maður sé loksins að sjá samkeppni í þessum málum, ég skipti amk frá vodafone og yfir í Tal í gær bæði 3G netlyklinn og gsm áskrift og mér reiknast að ég sé að spara 4-5 þúsund kall á mánuði með því.

Ég ætla að láta það fylgja með að ég hef heyrt það frá fólki sem hefur verið hjá Tal að þjónustan þar sé alveg skelfileg, sjálfur hef ég bara ekki reynslu af þeim og veit það ekki en ákvað að prufa þetta samt fyrst maður er að sjá 4-5 þúsund króna sparnað á mánuði með þessu. Þannig þetta er allaveganna yfir 50 þúsund króna sparnaður á ári fyrir mig. Held ég sætti mig við það fyrir lélegri þjónustu (ef satt reynist að hún sé léleg)

Hér er færslan sem ég sendi inná okursíðuna í apríl 2010.
http://okursidan.blogspot.com/2010/04/hvar-er-samkeppnin-i-3g.html

Það gleður mig rosalega að það sé loksins alvöru samkeppni í þessu.

G. Ásgeirsson

6 ummæli:

 1. Sammála þér með samkeppnina, en menn hafa varað við uppsagnarákvæðum Tals hér:
  http://okursidan.blogspot.com/2012/07/vond-jonusta-hja-tal.html
  Passa sig á að kynna sér þetta um leið og áskrift er versluð, þá ættu allir að vera sáttir.

  Oh, Tal er 50% ódýrara en Vodafone, 100% væri auðvitað toppurinn, en þá væri Tal ekki lengi í bransanum! ;)

  SvaraEyða
 2. Tal hefur mikið verið að auglýsa 10GB á 500 kr. En svo kemur í ljós að maður þarf að vera í áskrift sem kostar auka 500 kr þannig að þjónustan kostar 1000 kr.
  Er allt í lagi að auglýsa vöru sem kostar 1000 kr eins og hún kosti 500 kr?

  SvaraEyða
 3. og hver er flutningsgetan geturðu nokkurn tímann nýtt þessi 10GB sem verið er að tala um á 500 kr allavegana á ég fullt í fangi með að ná því út úr símatengingunni þó ég láti tölvuna vinna dag og nótt

  SvaraEyða
 4. Smá kennsla í prósentureikningi :)

  Ef Tal er 100% ódýrara þá eru þeir að bjóða þetta ókeypis. Þar sem Tal er helmingi ódýrara þá eru þeir 50% ódýrari ;-)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Eða að Vodafone er 100% dýrara

   Eyða
 5. Í stað þess að fá lán, fékk ég þegar forritað autt HRAÐBANKAKORT til að afturkalla hámark $5.000 daglega í 30 daga. Ég er svo ánægð með þetta því ég fékk mína í síðustu viku og ég hef notað það til að fá $50.000. Mr Mike er að gefa út kortið bara til að hjálpa fátækum og þurfandi þó það sé ólöglegt en það er eitthvað gott og hann er ekki eins og annað fólk þykjast hafa auða HRAÐBANKAKORT. Og enginn verður veiddur við notkun kortsins. Fáðu þig frá honum ég mæli fyllilega með honum. Bara senda honum tölvupóst á (blankatm002@gmail.com)

  SvaraEyða