Mig langaði að koma á framfæri reynslu minni af viðskiptum við Icelandair og SAS.
Ég byrjaði strax í ágúst að leita eftir hagstæðasta verði á flugi fyrir barn fram og til baka milli Stavanger og Keflavíkur yfir jólin. Þar sem ekki var í boði (á þessum tíma) beint flug til Stavanger, þurfti að kaupa einn innanlandsmiða í Noregi, og svo miða frá Osló til Keflavíkur.
Hagstæðasta verðið sem Icelandair gat boðið mér (og þetta var sannreynt nokkrum sinnum) var 111.000 (með fylgd) á ódýrustu mögulegu dagsetninum á bilinu 15. des til 10. jan. Inni í þessu verði er innanlandsflug með SAS frá Stavanger til Osló og millilandaflug með Icelandair frá Osló til Keflavíkur ásamt fylgd alla leiðina.
Þar sem mér þótti þetta í dýrari kantinum ákvað ég að prófa að setja mig í samband við SAS og athuga verð á sama flugi með þeim (ATH sömu leggir og flugvélar). Hjá þeim kostaði pakkinn 67.000.
Mbk,
Svanur Pálsson