mánudagur, 4. júní 2012

Sundlaugin í Kópavogi: Fullt verð í tvo potta!


Ég fór í sundlaug Kópavogs í gær (sunnud). Þar kostar sundferðin heilar 550 kr og
skipti það engu máli þótt verið væri að þrífa laugina og alla pottana nema
tvo. Þannig að ég sumsé greiddi 550 kr fyrir aðgang að tveimur pottum og
standbekkjum. Það var engin tilkynning um að þrif stæðu yfir!

Til samanburðar þá er ekki svo langt síðan að Laugardalslaugin var
endurgerð og þá var aðeins opið í tvo eða þrjá potta þar og þá var nú
einfaldlega ókeypis í sund.

Fannst ég bara verða að benda á þetta því mér var svo stórlega misboðið.
kv. Bára

1 ummæli:

  1. Það er riasstór tilkynning um þetta á standi um leið og þú kemur inn og það stendur á afgreiðsluborðinu að rennibrautirnar séu lokaðar.

    En svo má hinsvegar harðlega gagnrýna að farið sé í þessar lagfæringar á aðal sundtímabilinu þegar sól er hæst á lofti.

    SvaraEyða