fimmtudagur, 31. maí 2012

Laukur: 500% dýrari í neti en í lausu


Í Krónuni er kílóverð á 3 stk af venjulegum lauk í neti ekki uppgefið, hvorki í verðskanna, sem birti bara stykkjaverð, né á kassa (hélt reyndar að það væri skylda að gefa upp, hvar er Neytendastofa?). Verðið reyndist vel yfir 500 kr/kg (249 kr fyrir 3 lauka sem voru rúm 400 grömm). Laukur í lausu kostar ca. 80 kr/kg (þegar hann fæst). Hér munar BARA rúmlega 500%... Í Bónus er reyndar oftast hægt að velja ódýrari laukinn lausan í kassa, bara að passa vel að tína draslið frá, en í Krónunni er svarið að ÞVÍ MIÐUR eigum við ekki ópakkaðan lauk. Ætli þetta sé pakkað á tunglinu?
Kv, Auður

7 ummæli:

 1. Taka úr netinu og setja í poka...

  SvaraEyða
 2. ...af því hátt vöruverð réttlætir þjófnað?

  SvaraEyða
 3. 1. Laukur á lausu og Laukur Pakkaður er ekki sama varan þrátt fyrir að það sé sama grænmetið.

  2. Stykkjaverð á vöru er fullkomlega löglegt. Tíðkast hefur verið að grænmeti og ávextir hafa ójafnajafna þyngd og því hefur altíð verið kílóverð. Ekki fyrir löngu var stykkjaverð á Ananas en nú er kílóverð.

  3. Ég skildi þig ekki alveg með að væri hægt að velja ódýrari laukinn lausan í kassa og týna draslið frá, áttu við "skorpuna" af lauknum... hverjum gætir ekki verið meira sama að borga 1-2-3-4-5 krónur aukalega.

  4. Í slíku tilfelli að hafi ekki verið til laukur er frekar að hafi gleymst að panta laukinn eða hann hefur þá EINFALDLEGA ekki verið til hjá innflytjanda en þeir hafa átt meira af pökkuðum lauk.

  5. Hættu nú að væla. Fólk hefur nóg um að velja að fara í Krónunna, Bónus, Hagkaup, Nóatún og Kost... eða bara í 10-11. Sjálfsögðu er þetta stór verðmunur, en þú ættir frekar að hafa áhyggjur af Steingrími og félögum með frekari skattahækkanir en 238kr. verðmun á lauk.

  SvaraEyða
 4. Nafnlau #3

  Það er greinilega fullt að gera hjá þée í tuð,nöldur og röfl deildinni

  SvaraEyða
 5. Mig langar bara að benda á að laukurinn í netinu er 1. flokks laukur en laukurinn sem verið er að selja okkur í lausu er oftast 3. flokks laukur eða uppsóp og rusl.

  SvaraEyða
 6. nafnlaus#3 - Þetta er allt 100% rétt sem þú ert að segja. Þetta er ekkert nöldur, heldur sannleikurinn.

  Laukur pakkaður er svo mikið betri heldur en lausa ruslið.. Trúið mér, ég vinn við það að fylla á grænmeti í lítilli verslun, grænmetið kemur frá Búr, sama og Krónan fær, laukur í lausu er fokking ógeð! pokinn er 25 kíló, ég hendi a.m.k. 10kg strax...alltaf!! ógeðslega mjúkir og myglaðir í gegn! 3.flokks sori!

  SvaraEyða
 7. laukurinn er ekki pakkaður á tunglinu.. ekki heldur í versluninni, hann er pakkaður í heimalandi..hollandi or some.


  ekki helduru að búðin pakkar þessu inní net?  oooog búðin má ekki opna laukana og selja þá þannig, þá fer birgðarstaðan í fokk.

  SvaraEyða