miðvikudagur, 27. júní 2012

Dýrt Pepsi í Vestmannaeyjum


Við fórum í dag til Vestmannaeyja og komum við á veitingarstað sem heitir Café María. Við vorum með 4 börn og báðum um 2 ltr. flösku af gosi á borðið þar sem við töldum það vera hagstætt. Þegar við borguðum kostaði flaskan af 2ja ltr. Pepsi 1.200 kr. Þetta er svipað verð og hægt er að fá sex 2ja. ltr. flöskur á í Bónus. Ótrúleg verðlagning og ljóst er að við komum ekki oftar við þarna er við skreppum til Eyja.
 
kv. Jórunn Helena

9 ummæli:

 1. Vá, mætti halda að þið hefðuð keypt vínflösku. Svívirðileg álagning!

  SvaraEyða
 2. Heppin að vera ekki þarna í kringum þjóðhátíð. Þá fyrst kemur álagningin.

  SvaraEyða
 3. já svona hefur þetta alltaf verið
  en u þjóðhátið drottinn minn dýri, fór þangað síðustu þjóðhátíð að borða, pantaði eina samloku með skinku og osti, frönskum og gosi, 1 hamborgaratilboð og ein stakann hamborgara í heildina borgaði ég 9500 kr fyrir þetta 3.....

  SvaraEyða
 4. Víða bjóða matsölustaðir ekki upp á að kaupa gos í stórum flöskum til að geta selt úr dælu, ef pantað er heim frá sama stað fær maður stóra flösku.
  Lítur betur út fyrir sölustaðinn að selja í glösum...

  1200 kjell er of mikið !

  SvaraEyða
 5. Sögur herma að það gildi einnig annað verðlag í Eyjum þegar eru stór fótboltamót í gangi.............
  En 1200 kr fyrir tveggja lítra gosflöslu. Og mér sem fannst alveg nóg að borga 800 kr fyrir tveggja lítra gosflösku á pizzastað (man ekki nafnið á honum ) á Akureyri núna í júlí.

  SvaraEyða
 6. ertu að klaga?? bíður börnunum þínum áð drekka pepsi,sikursull í staðinn að gefa þeim hreint vatn með sítrónu.Vorkenni þér ekki og vona að þú þurfir ekki að borga fjár í tannlæknisviðgerðir.

  SvaraEyða
 7. Þau þurfa nú ekkert endilega að fara í tannlæknisviðgerð ef þau fá sér einu sinni pepsi..

  SvaraEyða
  Svör
  1. Vatn með sítrónu skemmir það ekki líka tennurnar ?

   Eyða
 8. Í stað þess að fá lán, fékk ég þegar forritað autt HRAÐBANKAKORT til að afturkalla hámark $5.000 daglega í 30 daga. Ég er svo ánægð með þetta því ég fékk mína í síðustu viku og ég hef notað það til að fá $50.000. Mr Mike er að gefa út kortið bara til að hjálpa fátækum og þurfandi þó það sé ólöglegt en það er eitthvað gott og hann er ekki eins og annað fólk þykjast hafa auða HRAÐBANKAKORT. Og enginn verður veiddur við notkun kortsins. Fáðu þig frá honum ég mæli fyllilega með honum. Bara senda honum tölvupóst á (blankatm002@gmail.com)

  SvaraEyða