mánudagur, 28. mars 2011

Okurverð á Dóru fiskabúrum í Dýraríkinu

Ég fór í Dýraríkið um helgina og varð frekar hissa þegar ég sá Dóru fiskabúr á uppsprengdu verði miðað við hvað er hægt að kaupa þetta á t.d á Amazon.com
Í kjölfarið bloggaði ég um það, en það er hægt að lesa bloggið hér http://www.barbietec.com/subpage2.php?BloggID=3353

En þeir eru að selja:

4 gallon Dóru búr á 19.653 kr. sem kostar 53$ á Amazon
2 gallon Dóru búr á 15.095 kr. sem kostar 24$ á Amazon

Ef við reiknum gróflega gengið (x116) þá erum við að tala um
19.653 kr. - 6.148 kr. = 13.505 kr. mismun!
15.095 kr. - 2.784 kr. = 12.3011 kr. mismun!

Kær kveðja,
Sigrún Þöll

12 ummæli:

  1. Og finnst þér þetta í alvörunni vera mikill verðmunur? Við búum ekki erlendis!!! Og að bera saman litla verslun og stærstu netverslun í heiminum, án þess að taka í reikninginn tolla, flutningsgjöld og svo álagningu verslunarinnar er algjörlega út í hött.

    Ef þú myndir versla þessa vöru á netinu, þá kostar það væntanlega einhverja þúsundkalla að láta senda svona vöru. Og svo þarftu að borga tollinn. Þannig að þú nærð væntanlega að spara einhverja nokkra þúsundkalla - sem hefðu farið í að reyna að halda eðlilegum rekstri upp á landinu, sem veitir fólki atvinnu.

    Ætlar fólk á þessari síðu einhverntímann að fatta hvað felst í að reka verslun hér á landi þessa dagana? Þó að hlutirnir séu dýrir hérna heima, þá er það ansi oft vegna þess umhverfis sem reynt er að reka fyrirtækin í, en ekki vegna þess að það sé verið að "okra" svona svakalega. Þetta er ekki meint neitt sérstaklega persónulega á hana Sigrúnu, heldur á fólk yfir höfuð. Ef okur er í alvörunni okur: um að gera að benda á það. En allir þessir póstar þar sem verið er að kvarta yfir "þetta kostar svona mikið úti en meira hérna heima" eru að verða svoldið mikið þreyttir.

    SvaraEyða
  2. Sammála nafnlausum hér að ofan.

    SvaraEyða
  3. Ekki er ég alveg sammála þeim hér að ofan. Íslenskir verslunareigendur þurfa bara einfaldlega að standa sig betur í samkeppninni og slá af álagningunni. Hins vegar verður samanburðurinn við erlendar risaverslanir alltaf erfiður:) Ég man eftir því í gamla daga þá var framlegðin reiknuð þannig: innkaupsverð með gjöldum sinnum 7 þannig að vara keypt inn á 1000 kall varð að 7000 kalli í búðinni. Veit ekki hvort þetta er svona í dag. Bottom lineið er þetta í dag, að buddan ræður:)

    SvaraEyða
  4. Verslunareigendur verða (því miður eða ekki) að bregðast við þessari samkeppni á netinu sama hvort þeim líkar það eða ekki. Ég tel þetta vera framtíðina, þ.e.a.s að fólk beri saman verð á heimsvísu, ekki landsvísu.

    Það kallar á breytta starfshætti, nú þarf bara hver að verða fyrstur að finna út hvað virkar og bjóða bestu kjörin svo verslunin haldist heima, því það er þannig að fólk er farið að panta frekar sjálft að utan til að spara þúsundkallana en að versla í heimabyggð, því eins og hér er ritað að ofan þá er það buddan sem ræður.

    SvaraEyða
  5. Það er nú málið, Buddan ræður, og já mjög lííklegt að fólk leiti að bestu verðunum á netinu útum allan heim. Sem er samt eitthvað svo Rangt, fólki fynnst eins og það eigi að vera þjónusta hérlendis en er ekki tilbúið að borga fyrir hana. 1000 kr innkaup verða 7000 í búðinni, ég veit ekki í hvaða búð þetta var veruleikinn einhvern tíman.

    Veruleikinn sem ég bý við er að versla vöru inn frá innlendum byrgja sem kostar mig kr 5.000 án VSK inn á gólf. ég legg á X 2 og sel vöruna út á kr 10.000. Þetta væri í sjalfusér ágætis bisness ef ég þyrfti ekki að eiga neinn lager eða neitt í kringum þetta en nei ég þarf að eiga la´gmark 1 í stærð, oft fleiri liti líka, tökum sem dæmi peysu sem kostar þetta.
    3 litir fékk ég hana í,
    í í stærð bara alls 6 stk
    ,6 stk og 6 stk.
    Alls eru þetta þá orðnar 18 peysur. Alls kosta þessar peysur mig kr 90.000 fyrir Utan VSK sem er 25.5% með vsk kostar þetta mig þá kr 112.950.

    Veruleikinn er svooftast þannig að 1 liturinn hann kannski klárast svo e´g seldi peysurnar svörtu 6 stk allar á fullu verði 10.000 kall stk, alls sala uppá 60000 kr.af þessu situr 22.350 í ''HAGNAÐ'' en bíddu færðu ekki vsk endurgreiddan og jafnast það ekki út?? Neu neu það virkar ekki þannig allveg, svo a´ég eftir að borga söluskatt á þetta, síðan þarf ég að borga mér og starfsfólkinu mínu laun. Það gengur ekki að borga mikið minna en 1000 kr á tímann í dag og ég þarf að borga gjöld af hverjum starfsmanni og húsnæðinu líka...

    En ok svo sel ég annan litinn sem er gulur sel þær peysur allar á einhverju m dílum örirkja afsla´ttur,KEA kort eða klúbbakort, sum credid cort taka royalty fyrir hverja sölu svo ok ég sel hinar 6 þanni að heildarsalan fyrir þessar 6 peysur er þá 54.000 kr. Þannig að HAGNAÐURINN eftir þessar 6 peysur er kr 16.350
    En svo með þriðja litinn hann bara klikkaði SVakallega og enginn vill kaupa hann svo ég sit upp með þessar 6 peusur og þær kosta mig 37.650

    Þannig að þetta dæmi kemur hvernig út?
    mínus uppá 37650
    plús uppá 16350
    plús ippá 22350
    Þannig að verslunin mín hafði uppúr þessum 18 peysum kr 1.050

    SvaraEyða
  6. Og fyrst við erum að þessu þá skal ég halda aðeins áfram, ég versla þessar peysur af fyrirtæki sem er með réttin á innfluttningi á þessum vörum, ég veit allveg að ég get farið útí heim og fundið mér ódýari svona peysur í þessu merki, en ég gæti hvergi farið í Authentic heildsölu í Bretlandi eða Bandaríkjunum eða hvar sem er í heiminum, í fyrsta lagi hafa þeir ekki leifi til að selja útfyrir sitt land eða region, auk þess sem þeir græða ekkert á því og EF þeir myndu gera það þá muyndi þetta merki taka umboðsréttinn af því fyrirtæki, svo ég gæti farið í búðir úti og verslað, nýjustu vörurnar þar, samið um einhvern afslátt því ég myndi kaupa meira heldur en average customer ok... En Ef ég vel að gera það þá mun umboðs fyrirtækið hér á íslandi Loka á mig og mína verslun og ekki þjónusta mig neitt meira, svo að gera þetta svona myndi þíða að fara All inn og treysta á að ekkert lagist....
    En heildsalan sem ég versla af þetta merki þau eru um 15ö20 manns sem starfa hjá því fyrirtæki og hafa sýna atvinnu og lifibrauð af því, ég þekki eigandann ekkert persónulega þannig séð en hann er bara duglegur kall sem á örugglega smá pening enenga banka peninga eða neitt þannig, bara ágætlega stæður fyrirtækja eigandi sem er ekki með hlutfélaga kjaftæðiðog allt það ógeð á bakinu, heiðarlegur kall veit ég.
    ég veit nefnilega að þetta fyrirtæki þarf að versla í gegnum Svíþjóð. Og trúðu mér ef þeir gætu fengið verðlækkanir til landsins þá væri það komið í gang!!!

    En svona virkar þetta, nike eða adidas eða Apple eða hvað þessi stærstu merki heita þau divide þessu niður, það er noth america region,mexico region,china region,nordic region þar erum við stödd, þó svo a ðokkur fynnist við vera ógeðslega stór og mikil og mikilvæg og eigum að fá ógisslega ódýrt allt og ógisslega góða þjónustu og allt þá er veruleikinn bara þannig, NikeGlobal veit varla að við séum til, og er bara nokkuð skítsama hvort Á íslandi séu 170 manns sem vilja kaupa nike vörur fyrir þá hvort nike seljist á Íslandi þeim GÆTI ekki verið meira sama og ætla eitthvað að reyna væla verð lækkun á þá svo að við getum verið jafn ódýrir og Bandaríkin.... þessir gaurar bara hlæja að djókernum sem er að reyna fyrir íslands hönd að fá þessa lækkun á vöruverði, í allvöru þetta er bara svona í öllum merkjum

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus #5

    Orðið Verð" er ekki til í fleirtölu. Mætti halda að fólki hérna hefði aldrei lært málfræði í skóla.

    SvaraEyða
  8. http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=ver%C3%B0

    SvaraEyða
  9. Verð er bara víst til í fleirtölu, er reyndar ekki mikið notað, en samt til.

    Eintala Fleirtala
    án gr með gr án gr með gr
    Nf. verð verðið Nf. verð verðin
    Þf. verð verðið Þf. verð verðin
    Þgf. verði verðinu Þgf. verðum verðunum
    Ef. verðs verðsins Ef. verða verðanna

    heimild: http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=ver%C3%B0

    SvaraEyða
  10. Dýraríkið er bara því miður algjör okurbúlla.
    Löngu hættur að fara í þessa búð. Meira segja þó ég beri bara saman verðin í dýraríkinu og svo öðrum dýrabúðum hér á klakanum þá er dýraríkið bara með mun hærri verð.

    En mér finnst bara EKKERT að því að fólk beri saman verð á vöru hingað komni frá amazon/ebay og hvað hún kostar útí búð hér á íslandi. Þetta geri ég alltaf og kaupi oft eitthvað á netinu erlendis frá sem ég hefði annars keypt á klakanum ef það hefði verið á góðu verði.
    Hjá mér ræður buddan alltaf. Ef ég sé verðið mun hagstæðara á amzon t.d. þá versla ég þar frekar en við íslenska verslun. Það er kreppa og það stendur ekki hjálpræðisherinn á peysunni minni, ég er bara að reyna að spara.

    Kv. GÁ

    SvaraEyða
  11. GÁ já til hamingju þú styður ekki við Íslenska verslun og þjónustu og þar af leiðandi styður þú ekki atvinnulíf á landinu. Til hamingju. ég myndi mæla með því að þú flyttir úr landi með þig og þína þar sem þú skilar engu til þjóðfélagsins en og vilt mun frekar styðja við hagkerfi í öðrum löndum útí heimi, þar færi bara mun betur um þig :)

    SvaraEyða
  12. Hvernig væri ef dr. Gunni myndi banna þennan wannabe íslensku nasista sem "leiðréttir" á fullu en kann ekki íslensku?

    Verð ER til í fleirtölu.
    http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=ver%C3%B0

    SvaraEyða