miðvikudagur, 9. mars 2011

Er Gott kort gott kort?

Er með smávegis nöldur út af Góðu Korti. Gott Kort er vel auglýst á Kananum
FM 100,5 þá af Einari Ágústi. Ég ákvað að fá mér svona kort út af
tilboðunum. Ég fékk mér fyrirframgreitt kort. Ég legg inná það 5000 kall
og ætla að versla hlut sem kostar 3.990 krónur en sorry ekki heimild. Ég
hringi niður í Gott kort til að fá útskýringar. Þar stóð ekki á svörunum,
árgjaldið væri 7.900 krónur og væri dregið af fyrstu innborgun á kortið.
Einar Ágúst minnist hvergi á þetta, bara á tilboðin og sparnaðinn. Ég
sagði upp kortinu hið snarasta. Þetta þykir mér lélegt að minnast ekki á
árgjaldið í auglýsingunum. Hef einnig heyrt um fólk sem hefur ekki lagt
inn á þetta en hefur fengið svona kort og fengið reikning í netbankann
fyrir árgjaldinu.

Nafnlausi nöldrarinn

10 ummæli:

  1. Ég fékk símtal frá Mastercard og var boðið almennt kort á 100 kr. per mánuð, sú upphæð er einnig uppgefinn á heimasíðunni.

    Svo lagði ég inn á það smávegis pening til að hafa við höndina í veskinu, til öryggis ef það væri vesen á hinum kortinu og gerði ráð fyrir 100 króna rýrnun á upphaflegu upphæðinni í hverjum mánuði.

    En þegar ég kíkti á yfirlit af kortinu sem ég fékk sendann heim um daginn, þá var peningurinn horfinn og komin skuld á það. Þeir taka 299 í seðilgjald ofan á 100 kallinn sem þeir ginna fólk með.

    Margir hafa nöldrað yfir þessu gjaldi og ég skil það vel, en þegar það verður til þess að þú borgar fjórfalt meira á mánuði en þú lagðir upp með í upphafi, þá er full langt gengið.

    SvaraEyða
  2. Það er aldrei hægt að segja frá öllum smáatriðum í auglýsingum. Það er á ábyrgð neytandans.
    Er sjálfur með svona kort og þá var mér sagt frá öllum gjöldum hjá Mastercard.

    SvaraEyða
  3. Hvað er svona flókið að borga bara með peningum?
    Ég sjálfur hef ekki notað kort í mörg ár nema að ég hreinlega gleymi að fara í hraðbanka. Þá nota ég það en það er mjög sjaldan. Kort er kostnaður sem er óþarfur.

    SvaraEyða
  4. Fól er alltaf að hlaupa á eftir öllu sem það heldur að það græði á (sjá td æðið í kringum American Express fyrir ekki svo löngu síðan).

    SvaraEyða
  5. Það er svo satt að kort eru ónauðsynleg og hver haldiði að borgi fyrir kostnaðinn af þessu kortakerfi? Jú svarið er einfalt, við sjálf.

    Það er hægt að fara í hraðbanka og taka út peninga. Það er ókeypis. Það er líka ókeypis að fara í bankann og taka út launin sín. Vextir í dag eru hvort eð er neikvæðir í öllum bönkum, oftast 0,1 % á launareikningum.

    Hættum að nota kort, það gerir vörurnar sem við kaupum einfaldlega dýrari og allir tapa nema bankinn og kortafyrirtækin.

    SvaraEyða
  6. Ég sé mikið eftir þessu!!!

    kv

    Einar Ágúst

    SvaraEyða
  7. Hvaða rugl er í þér Einar Ágúst! Það ert ekki þú sem ert að bjóða fólki kortið þó þu´hafir verið röddin í auglýsingunni. Í guðanna bænum ekki taka þetta til þín. Það er ekki ein auglýsing í gangi í sjónvarpi útvarpi blöðum eða á strætóskiltum þar sem smáatriðin koma fram. Já þú fitnar af súkkulaði og já þú verður ekki falleg þó þú notir Christian Dior kremið endalaust. Þetta kallast auglýsingr. Neytandinn ber líka ábyrgð.

    Auðvitað er árgjald af kreditkortum. ég var mep kreditkort í mörg ár en er hætt því núna. Það er ÉG neytandinn sem ber ábyrgð á því að kynna mér skilmála. Það gildir ekki bara um kreditkort.

    Ég þekki ekki Gott kort en held að það sé alls ekki verra heldur en önnur kreditkort. Það eru svona gjöld á öllum kreditkortum og örugglega miklu fleiri. Vá ég borga 12 krónur fyrir hverja færslu á DEBETKORTINU mínu. Hvaða rugl er það. En svona er þetta.

    Einar þú getur ekki heldur borið ábyrrgð á því hvaða boðskapur er í textum sem þú ert beðin um að syngja a´böllum og svoleiðis. Þetta er ekki verra kort en einhver önnur kreditkort. Haltu áfram að standa þig. Ekki taka þetta inná þig. Rödd Toyota ber ekki ábyrgð á því ef bílarnir bila!!!!

    SvaraEyða
  8. Fyndið! Það var hringt í mig alveg nokkrum sinnum (svaraði ekki í fyrstu skiptin þarsem ég mátti ekki við því) og mér var kynnt þetta kort. Svo var mér kynntir allir kostirnir og fríðindin við þetta ...æææðislega kort.. og í lokin... ársgjaldið er 5000 kr. En ekkert er talað um startgjaldið. Þetta er rosalega blekkjandi!!!
    En þarsem ég hafði reynslu af svona kreditkorta,,tilboðum" þá afþakkaði ég fallega og lauk samtalinu.

    SvaraEyða
  9. Vá hvað ég er fegin að segja bara nei, búið að hringja ca 20 sinnum (og segja alltaf "haaa? en það stendur á blaðinu hjá mér að það sé bara búið að hringja einu sinni" meira svona 1 sinni í mánuði síðan í sumar) í mig og kærastann, og við segjum alltaf nei, enda bæði með fyrirframgreitt kreditkort í eigin banka með ekkert startgjald og ekkert árgjald ;)

    SvaraEyða
  10. Ég er með Gottkort og hef ekkert nema gott um það að segja. Mér var greint frá árgjaldinu sem mér finnst ekki vera hátt miðað við önnur kort. Svo var ég fljót að bæta það upp með því að nýta mér afslættina sem mér finnst mjög góðir.....

    SvaraEyða