fimmtudagur, 26. ágúst 2010

Okur-kartöflur hjá Fiskikónginum

Fór í Fiskikónginn á Sogavegi og keypti frábæran fisk, mikið úrval, góður fiskur og nýr, en í dýrari kantinum. Gott og vel, keypti samt fisk, en svo datt mér í hug að kippa með kartöflum, gullauga, 1 kg í poka. Þegar afgreiðslumaðurinn sagði : "500 kr" þá datt alveg yfir mig. Ég skilaði þeim strax. Ég hafði heyrt auglýstar kartöflur í Bónus eða Krónunni á 149.- kr og fór í Bónus. Það passaði.
M

5 ummæli:

  1. Það er ekki hægt að bera saman verð í lágvöruverslun og lítilli fiskbúð, innkaupsverðið hjá þeim er miklu dýrara. Þó svo að ég efist ekkert um að þeir gætu haft þetta örlítið ódýrara!

    SvaraEyða
  2. Mér myndi ekki detta í hug að stíga inní þessa búð, ekki eftir þær sögur sem maður hefur heyrt um eigandann.

    SvaraEyða
  3. Mig myndi ekki mér myndi.

    SvaraEyða
  4. mér sýnist þetta vera skrifað í byrjun ágúst þegar nýjar íslenskar kartöflur eru nýkomnar á markað og eru rándýrar. Var Bónus kannski að bjóða uppá kartöflur (ódýrar frá Rúmeníu) á meðan Fiskikóngurinn var að bjóða uppá nýjar íslenskar!!

    SvaraEyða