föstudagur, 26. febrúar 2010

Trocadero - fínn staður

Ég má til með að mæla með einum veitingastað. Það er pizzastaðurinn
Trocadero, Brekkuhúsum Grafarvogi. Þar getur þú fengið ýmis tilboð m.a 16
tommu pítsu með 2 áleggjum á 1.190 krónur og 12 tommu með 1/2 l af gosi á
890 krónur. Ég hef prófað að borða þarna tvisvar og verð ég að segja að í
bæði skiptin kom þetta mér skemmtilega á óvart. Staðurinn er í eigu hjóna
á efri árum. Þegar þú kemur inn þá finnur þú að þú ert strax velkominn.
Pítsurnar eru mun bragðmeiri en ruslið frá Dominos. Mæli með þessu.
TRT

19 ummæli:

  1. Þetta er nú frekar augljós auglýsing, ekki einu sinni reynt að dulbúa þetta sómasamlega. Eiginlega bara fyndið :)

    SvaraEyða
  2. Þú fyrirgefur herra nafnleysingi sem skrifar 26. febrúar 2010 kl. 21:12!
    Ég tengist staðnum ekki á nokkurn skapaðan hlut! Ég hef ekki hugmynd um hver á staðinn. Ég hef verslað þarna tvisvar og alltaf verið ánægður með matinn. Mér finnst þetta betri kostur en RIZZO eða Dominos.

    Af hverju má ég sem viðskiptavinur ekki mæla með ákveðnum stöðum án þess að það sé litið á það sem dulbúna auglýsingu?

    Svar óskast!

    SvaraEyða
  3. ég hef heyrt of leiðinlegar sögur af þessum hjónum til að versla við þau.

    SvaraEyða
  4. Ekkert mál að hafa ódýrt ef ekki er borgað það sem þarf að borga! Þessi staður var á Akranesi og þar er skuldaslóðin löng.

    SvaraEyða
  5. hjónin eru krútt!

    SvaraEyða
  6. Helvítis væll er þetta í fólki hér! Verðið er gott og brjálað að gera þarna. finar pizzur og ágætis fólk. Bíðið bara með að fletta í dómum þegar þið sem þið þekkið fara þar inn...

    SvaraEyða
  7. Til Hvers að borga það sem þarf að borga bara skipta um kennitölu ég geri það alltaf ég á verslun

    SvaraEyða
  8. Fór þarna um daginn.... 990 kr stór pizza

    Mjög svo djúsí pizzur...

    Mæli líka með Pizzan Hverafold... sick góðar líka

    SvaraEyða
  9. Trocadero er snilld... ódýrt og geggjað gott :)
    Mundi ekki fara annað en þangað eftir að hafa prufað og eigendurnir eru frábærir.. fékk smá "gallaða" pizzu um daginn og hann sagði við mig að ég ætti aðra inni hjá þeim...best að taka fram að ég hefði ekki einu sinni tekið eftir þessu nema útaf því að hann sagði mér frá gallanum. :)

    SvaraEyða
  10. Rizzo er mesta rusl sem ég veit um...og dýrt rusl....Trocadero er málið!!! Kv. Pepp & Svepp

    SvaraEyða
  11. Trocadero og Pizzan eru bæði bestu pítsurnar! Líka sátt með tilboðið á Trocadero núna, ein sótt pítsa á 990 kr :)
    Ég er samt að fara að fá mér pítsu frá Pizzan í kvöld þar sem þar eru lang bestu brauðstangirnar :D

    SvaraEyða
  12. Haha tók ekki eftir því hvað þetta var gamalt!

    SvaraEyða
  13. Þorsteinn Eggertsson20. ágúst 2011 kl. 11:52

    Ég ætla að borða þar á eftir. Líkar einstaklega vel við þessi góðu hjón.
    Annað mál; að velta sér uppúr einhverju skuldamáli frá 2009 og pósta hér er eins og að væla yfir einhverju bara til að væla yfir því. Flestir sem ráku fyrirtæki árið 2009 vita að það var eitt erfiðasta ár allra tíma. Þess utan kemur það manni ekkert við hver skuldar hverjum, bara að pizzur sem keyptar eru standi undir merki og séu þess virði. Annað á ekki erindi inn á þennan vef, hversu lengi sem hann verður uppi.

    SvaraEyða
  14. Vá ég á ekki orð yfir grillinu þarna, ég smakkaði fisk dagsins og ég get með engu móti hælt þessum stað nógu of mikið. Fiskurinn var svo ferskur að hann bráðnaði í munni og allt borðhald til fyrirmyndar. Ég á eftir að koma þarna aftur og aftur og aftur. Vá þvílíkt veitingarhús í úthverfi borgarinnar. Gleðileg jól allt starfsfólk á Trocadero og hlakka til að fagna nýju ári með ykkur

    SvaraEyða
  15. Ef þú ert að pæla í að fara á Trocadero þá er betri kostur fyrir þig að næla þér í frosnar pizzur í Bónus. Þetta eru verstu pizzur sem ég hef smakkað á ævinni. Þeir sem eru að peppa þennan stað upp eru annað hvort eitthvað brenglaðir eða eru að fá prósentu af hverri seldri pizzu. Mæli ekki með þessum stað.

    SvaraEyða
  16. Ég hef einu sinni sinni borðað þarna. Keypti mér 12 tommu en fékk óvart 16 tommu. ógeðslega góðar pizzur og góðar ostabrauðstangir. Er þessi staður enþá opinn???

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já hann er ennþá opinn

      p.s. Finnst þetta fáranlega góðar pizzur og virkilega ódýrt að kaupa þarna miðað við aðra staði

      Eyða