laugardagur, 22. janúar 2011

Siliconhosur fyrir Ford Transit

Mig vantaði síliconhosur fyrir tvo Ford Transit Connect bíla sem ég á.
Þessar hosur eru fyrir "intercoolerinn" og eru 2 stk í hvorum bíl.
Þannig að mig vantaði 4 hosur. Þetta eru ekki stórar hosur, lengd:
13-14cm og 5,1cm í þvermál:
http://cgi.ebay.co.uk/BLACK-2-51mm-ID-Silicone-BELLOW-HUMP-HOSE-Turbo-/270685361766?pt=UK_CarsParts_Vehicles_CarParts_SM&hash=item3f061ad666#ht_1996wt_905

Ég hringi í Brimborg og fæ upplýsingar um verð og þeir segja að
stykkið kosti tæpar 18.000- krónur. Sem sagt rúmar 70.000- krónur fyrir 4 stk.
Ég þakka bara fyrir upplýsingarnar og fer á Netið þegar heim er komið.
Eftir smá leit og eftir að hafa skoðað nokkur spjallborð þar sem
umræðuefnið er um Ford, þá finn ég þessar hosur (ekki original) heldur
frá framleiðanda sem heitir VIPER Performance. Mikið var mælt með þeim
á síðunum og meira að segja sagðar mun betri en þessar frá Ford. Ég slæ
til og kaupi þær á eBay UK og fékk þær sendar heim að dyrum nú í dag.
Heildarkostnaður með öllum gjöldum og VSK fyrir 4 stk... og haltu
þér: 26.400-ISK, s.s. stykkið til mín á um 6.600- kr.

Álagning bílaumboða og annara smásala hér á landi er að drepa alla
verslun í landinu. Ekki dettur mér í hug að versla varahluti í bílinn
minn framar hér á landi. Sest bara fyrir framan tölvuna og panta þetta
og bíð svo bara rólegur í sófanum eftir að pósturinn kemur með þetta
heim til mín.

Kveðja,
Arnar

3 ummæli:

  1. Kann vel að vera rétt en þetta er samt ekki sama varan. Annarsvegar eftirlíking og hinsvegar origínallinn.

    SvaraEyða
  2. Sæll Arnar.
    Við hjá Brimborg tökum svona mál sem berast til okkar og skoðum þau af kostgæfni.
    Það er ljóst að í þessu tilfelli að verið er að bera saman verð á sitt hvorri vörutegundinni, annars vegar original vöru frá Ford og hins vegar óoriginal vöru (eftirlíkingu).
    Varðandi álagningu á original vörunni þá er henni stillt í hóf hjá Brimborg en vert er að taka það fram að kostnaðarverðið á umræddum hosum frá Ford er hærra (fyrir utan flutning og gjöld) heldur en þú greiddir fyrir að fá óoriginal hosurnar sendar heim að dyrum. En eins og gefur að skilja geta vörur frá sitt hvorum framleiðandanum verið ólíkar hvað varðar gerð, efnisnotkun, gæði, endingu og slitþol.
    Hvort það borgi sig að fjárfesta í óoriginal vörum verður hver að meta fyrir sig. Við erum sífellt að leita leiða til að lækka verð og því höfum við verið að bjóða óoriginal vörur þar sem því hefur verið við komið.
    Sem dæmi um óoriginal vöru sem við höfum verið að flytja inn, til að geta boðið betra verð, má nefna ballanstangarstag að framan í sama bíl Transit Connect. Original kostar 7.505,-kr m/vsk en óoriginal kostar 3.377,-kr m/vsk. Báðar þessar vörur eru til á lager okkar í Brimborg og er viðskiptavinum boðið að velja á milli. Við val á þessum vörum hefur Brimborg lagt sig fram um að vanda val á birgjum til að fórna ekki gæðum fyrir verð.
    Vörur sem seldar eru af Brimborg eru með ábyrgð samkvæmt íslenskum neytendalögum en ekki er um það að ræða í þeim tilfellum sem vara er flutt inn í gegnum Ebay.

    Kv . Gunnar Axel, sölustjóri Ford Evrópu varahluta hjá Brimborg

    SvaraEyða
  3. Sæll, Gunnar Axel.

    Var ekkert að halda því fram að um sömu vöru væri að ræða.

    Varðandi original/ekki original vörur þá er það nú einu sinni þannig í þessu tilfelli að ending "original" vörunnar var um 41.000 km. Þetta finnst mér vera léleg ending (Veit svo sem ekkert um það hvort það teljist léleg ending eða ekki en finnst það nú samt). Á sama tíma voru báðir balancestangar endarnir (stagið sem þú einmitt nefnir) ónýtir og eins hjólalegur að framan. Finnst það einnig vera léleg ending............ og allt voru þetta original hlutir!!! Hjólalegur fara ekki í 40.000km nema þær séu framleiddar úr lélegu hráefni. Það eru nú öll gæðin sem þið verðleggjið út úr korti.

    Alla þessa varahluti kaupi ég að utan "óoriginal" og er mér sama hvort Ford láti einhvern framleiða þetta fyrir sig og kalli "original" eða ekki. FORD stimpillinn er enginn gæðastimpill. Varahlutakostnaður hér heima, allt keypt "original" frá FORD hefði orðið eitthvað um 65-70þ en ég kaupi þetta allt saman frá Bretlandi (N.B. sama landi og bíllinn er framleiddur í) en raunkostnaður minn var um 24þ í einn bíl.

    Einnig get ég tekið dæmi frá Toyota umboðinu þar sem að smursía í Auris Diesel átti að kosta 6700-kr en samskonar sía kostar 1800 í N1. Það er EKKI hægt að réttlæta svona verðlagningu.

    Þetta er bara þvæla um að original hlutir eru eitthvað betri en óoriginal.

    Með kveðju og von um að þið sjáið ykkur fært um að lækka varahlutaverð,


    Arnar

    SvaraEyða