mánudagur, 4. október 2010

Vesen með Byko

Mig langar að segja frá viðskiptum mínum við Byko. Fyrirtæki mitt hefur verið í
viðskiptum við BYKO í mörg ár. Ég keypti fyrirtækið af öðrum sem virðast hafa
verið líka í viðskiptum við BYKO.
Núna nýlega fór skuld mín hjá BYKO í innheimtu til lögfræðings. Þar sem ég gat
ekki greitt.
Og núna nýlega hafði fyrri eigandi míns fyrirtækis samband. Hann hafði skrifað
uppá ábyrgð í upphafi viðskipta sinna við BYKO.
Nú var þessi ábyrgð allt í einu notuð! Samt samdi ég við BYKO sjálfur þegar ég
hóf viðskipti og skrifa upp á mína ábygð. Þar fyrir utan þekkja allir hjá BYKO
mig og vita allt um mitt fyrirtæki og vita líka að ég á fyrirtækið en sá sem
átti það kemur ekki nálagt því.
Þarna fór BYKO yfir mörkin!! Vissulega greiði ég þessa ábyrgð! Svo aðrir lendi
ekki í að þurfa að greiða. En mitt fyrirtæki kemur aldrei til með að versla þarna
aftur.
Ég vil minna fólk á að ganga úr skugga um að það taki öll frumrit af pappírum
sem það hefur skrifað upp. Þessi maður hafði hringt í BYKO og beðið um að þeir
yrðu sendir til sín en hafði svo gleymt þessu.
Óskar nafnleyndar

1 ummæli:

  1. Skoðaðu þetta betur áður en að þú gerir e-h, ég þekki manneskju sem að lenti í kolólöglegri innheimtu hjá Byko, sjálf er ég löglærð og náði að fá þetta fellt niður fyrir þann einstakling, en það mál gekk svo á skjön við lög að það hálfa væri meira en nóg en kannski ekki tilefni til að fara reifa það allt hér.
    Byrjaðu á að biðja lögmann fyrirtækisins um að gefa þér skriflegan lagagrundvöll fyrir því að hann sé ábyrgur fyrir skuldunum.
    Ég gerði þetta sjálf, auðvitað fékk ég engin svör enda engin lagagrundvöllur fyrir þessari innheimtu og skuldin var felld niður, þeir að sjálfsögðu játuðu það aldrei berum orðum að þeir hefðu innheimt ólöglega, heldur sögðu að þeir ætluðu ekkert að innheimta þetta þar sem að hún væri nú námsmaður og blablabla ....... En síðan hvenær sýna fyrirtæki eins og Byko miskun ???? Auðvitað var þetta bara það að þeir voru með ólöglega kröfu í höndunum.

    Vonandi sérðu þetta komment, og lætur ekki blekkjast.

    SvaraEyða