miðvikudagur, 7. apríl 2010

Hvar er samkeppnin í 3G?

Nú er ég nýbúinn að kaupa mér MacBook Pro vél svo maður geti tekið skrifstofuna með sér í sumarbústaðinn og fleira. Ég er búinn að vera að kynna mér þessa 3G netlykla sem símafyrirtækin auglýsa mikið. Ég verð að segja að ég bara veit ekki hvar ég ætla að fá mér svona lykil. Mér finnst samkeppnin á þessum 3G netmarkaði ekki vera nein hjá þessum fyritækjum. Var að skoða Nova heimasíðuna og þar kostar þetta 1990 kr á mánuði og innifalið 5gb. Alveg sama sagan hjá Vodafone, sama verð og sama gagnamagn. Svo er Síminn að bjóða pakka sem t.d heita 3G netið 3 og 3G netið 4. Í pakka númer 3 hjá þeim bjóða þeir 3 gb niðurhal fyrir 1.590 og svo 7gb fyrir 3.090. Búinn að skoða heimasíður allra símafyrirtækjanna. Tal virðist ekki bjóða uppá svona netlykla.
En eitt finnst mér alveg mjög kjánalegt hjá öllum þessum fyrirtækjum, allstaðar er innanlands download talið með. Ef maður er að skoða íslenskar heimasíður t.d. með ljósmyndum á þá eyðir það innanlandsdownloadinu. Það vantar nauðsynlega að eitthvað af þessum fyrirtækjum ákveði að efla til meiri samkeppni. Greinilegt að það er enginn að reyna að vera ódýrari eða með neitt betra en annar. Ég man nú þegar erlent download kostaði alltaf heilan helling hérna í denn. Þá kom fyrirtækið Hive á markaðinn og fór að bjóða ókeypis erlent niðurhal. Og það fyrirtæki breytti að mínu mati allri samkeppninni og þjónustunni til hins betra því þá fóru hin að bjóða þetta líka eða létu fylgja með 70gb t.d.
Þannig ég spyr, hvar er samkeppnin í þessu 3G neti, allir að selja þetta á sama verði og bjóða það sama, ég hef ekki hugmynd um hvar ég ætla að kaupa þetta 3G net. Var að pæla í að kaupa það þar sem það væri ódýrast en þetta er á sama verði allstaðar (samráð?)
G. Ásgeirsson

4 ummæli:

  1. Það er gott að græða í góðra vina hópi.

    Ætli stærsti kúnnahópurinn sé ekki bara fyrirtæki og þau setji ekki eins strangar kröfur á niðurhal og hinn almenni notandi.

    Þeim dugar oftast að starfsmenn komist í vinnupóstinn og minniháttar download.

    Svo samkeppnin beinist líklega að öðrum hlutum. Ef mikið magn af almennum notendum fer að nota þessa þjónustu kæmi vonandi samkeppnin inn í þetta.

    Svo gæti auðvitað verið að greiða þurfi út X $ per GB í flutningi yfir 3G kerfi. Þekki auðvitað ekki hvernig 3G rukka fyrir að leyfa notkun þess í hinum stóra heimi. En þeim væri slétt sama hvort þetta væri .is eða ekki :)

    Væri hægt að bera þetta saman við verð og útfærslu á þjónustu í öðrum löndum til að komast að því.

    SvaraEyða
  2. held það sé nefnilega svínslega dýrt úti, er nýlega kominn frá spáni og ákvað að splæsa í spánskt frelsisnúmer. Verðaskráin hljóðaði uppá 0,36€ per KB, getur vel verið að það sé ódýrara ef maður tekur einhverjar áskriftarleiðir....

    SvaraEyða
  3. Á fákeppnismarkaði eins og ríkir á Íslandi er sama verðið hjá mismunandi aðilum ekki dæmi um verðsamráð nema í undantekningartilvikum. Þetta snýst meira um fylgni. Ef einn hækkar, hækka aðrir. Ef einn lækkar, lækka hinir.

    SvaraEyða
  4. Ég hef þurft að fá mér 3G netaðgang í Danmörku, Þýskalandi og Ungverjalandi og á öllum stöðum var allt download talið með (enda held ég að maður sé að greiða fyrir gagnaflutninginn og skiptir þá engu hvort það sé erlent eða innlent) og verðin í öllum tilvikum mun hærri en gerist hérlendis

    SvaraEyða