þriðjudagur, 30. mars 2010

Vondu Heimsferðir

Málið er að í dag las ég grein á mbl.is um hversu vel gengur fyrir Bravo Tours í Danaveldi sem jú er í eigu Heimsferða og datt í hug að kanna verð á sumarferð fyrir okkur.
Við erum 5 manna fjölskylda; Hjón 3 börn 5 ára, 7 ára og 16 ára. Sú 16 ára flokkast sem barn í Danmörku en sem fullorðinn hér. Það er reyndar ekki aðal atriðið. Ég set inn upplýsingar (og sleppi þeirri 16 ára) á síðunni bravotours.dk
Ferð fyrir okkur 4 kostar DKK 16.200 með hálfu fæði á Hotel Las Palmas í 2 vikur með Bravo Tour það samsvarar ca. 388.800 ISK).
Nú set ég sömu forsendur inná heimsferdir.is (sleppi þeirri 16 ára). Þá fæ ég upp verðið ISK 728.000 eða ca. DKK 30.333 á sama hóteli og einnig flogið með Primera air.
Sko ef það er svona rosalega dýrt að reka Heimsferðir hér þá er ég viss um að Bravo Tour gæti alveg annast að taka við greiðslum og svo senda 2-3 flugvélar að pikka okkur Íslendinga upp. Afhverju er Heimsferðir svona vondir við okkur?
Ef þetta er ekki dæmi um okur þá veit ég ekki hvað þetta er!
MBK,
Kristinn Sigurþórsson

4 ummæli:

  1. Já þetta er ömurlegt! En verst finnst mér að íslensk börn skuli ferðast sem fullorðnir frá 12 ára aldri meðan þau eru börn með erlendum ferðaskrifstofum.
    En fólki hlýtur að finnast þetta vera í lagi því hér sér maður, eða heyrir, aldrei neinar umræður um þessa hluti.

    SvaraEyða
  2. Um tíma voru aðilar hér sem buðu ferðir á skandinaviskum verðum í gegnum ferðaskrifstofuna Apollo. Því miður virðist sem að íslenskir neytendur hafi ekki tekið því nógu vel og auk þess sem rógherferð var sett af stað gegn þeim. Þannig að því miður þurftu þeir að hætta. Spurning hvort að ekki sé tækifæri núna fyrir þessa aðila að prófa íslenska markaðinn aftur.

    SvaraEyða
  3. Primera Air er ekki lengur að fljúga frá Íslandi, það er leiguflug frá Icelandair. Hinsvegar er Primera Air að fljúga frá hinum norðurlöndunum, og því skýrir það hugsanlega verðmuninn að einhverju leyti.

    SvaraEyða
  4. En er það einhver afsökun? Er ekki nógu slæmt að ferðir hafi tvöfaldast í verði? Þetta þýðir að þær eru 4x dýrari en þær þyrftu að vera.
    Helmingur er gengismunurinn inn helmingurinn er okur á landann! Varla eru þeir að gefa ferðirnar í Danmörku

    SvaraEyða