föstudagur, 19. febrúar 2010

Mælir með Nón

Mig langaði að koma á framfæri hve rándýrt það er að prenta hjá Prentmeti á Selfossi.
Ég þurfti að láta prenta fyrir mig eintak af lokaritgerð og var hún 123 bls. 33 í lit og 90 í svarthvítu. Ég hafði samband við Prentmet á Selfossi (bý á Selfossi) og óskaði eftir verði. Mér var tjáð að hver svarthvít síða kostaði 15 kr. en það væri mun dýrara ef hún væri í lit þar sem hver síða kostaði þá 200 kr. Í stuttu máli sagt fékk ég vægt áfall því bara lituðu síðurnar hjá mér hefðu kostað mig 6600 kr. plús hitt sem væri 1350 kr. samtals 7950 kr. fyrir prentun á einu eintaki og hugsanlega auka kostnaður fyrir gormun og frágang (veit ekki hvað það átti að kosta).
Eftir þetta ákvað ég að hringja í Nón á Suðurlandsbraut þar sem ég hafði haft reynslu af prentun hjá þeim fyrir tveimur árum síðan og þá voru þeir mjög sanngjarnir í verði enda kom það á daginn er ég hafði samband þangað að hver svarthvít síða kostaði 10 kr. í prentun og lituð síða 35 kr. og síðan var mér tjáð að ég þyrfti að borga 1200 kr. í vinnugjald. Ég borgaði fyrir eintakið með öllu samtals 3255 kr. Það er því 4695 kr. ódýrara að prenta hjá Nón á Suðurlandsbraut heldur en hjá Prentmeti á Selfossi (hugsanlega vantar inn í þennan mun kostnað við frágang hjá Prentmeti). Ef Prentmet er ekki að okra þá veit ég ekki hvað. Mæli með því að fólk hringi á undan sér áður en það lætur prenta út t.d lokaritgerðir í háskólum eða öðru slíku og kanni verð.
Mæli með Nón, hröð og góð þjónusta sem ég fékk.
Dísa

Engin ummæli:

Skrifa ummæli