miðvikudagur, 1. desember 2010

Ótrúleg verðhækkun á kaffi

Mig langaði að segja þér frá ótrúlegri verðhækkun á kaffi á kaffihúsum Súfistans. Ég hef heyrt af umræðu um yfirvofandi hækkun á kaffi og að kaffihúsin myndu þurfa að hækka kaffi sitt verulega vegna hækkana á heimsmarkaðsverði og bjóst því við einhverjum hækkunum. Ég er vön að kaupa mér latte og taka hann með mér og borga fyrir það 380 kr (var um 300 kallinn lengi vel) á meðan hinir sem drukku á staðnum og notuðu sætin og borðin og bollana á kaffihúsinu borguðu 430 kr. Nú hefur verðið á sama lattebollanum hækkað í 480 kr og sama verð er á kaffinu hvort þú takir með þér eða drekkir á staðnum. Hækkunin er 26% á einu bretti. Ég er fastgestur á Súfistanum en mér finnst rosalegt að borga næstum 500 kall fyrir kaffibolla, svo því verður líklega kippt út núna.
Kaffikarlinn

16 ummæli:

  1. Mér finnst þrennt í þessu.

    1. Fólk á að setjast niður og njóta kaffibollans
    2. Mér finnst að umhverfisskatt eigi að leggja á take away málin á öllum kaffistöðum eins og Kaffitár hefur gert til að hvetja fólk til að nota frekar ferðamál.
    3. Fólk á síðan bara að venja sig á gera kaffið heima og setja í ferðamál áður en lagt er í hann til vinnu eða þá að verða sér út um Aeropress græjuna sem gerir kaffilögun á vinnustað að leik einum.

    SvaraEyða
  2. Held það sé einmitt mjög mikilvægt eins og nafnlaus frá í gær bendir á, að við förum bara ekkert að heiman eða úr vinnunni.Við það hverfa auðvitað öll Kaffihús og allar verslanir og væntanlega barir líka. Þá má líka versla allt heima. Allt þetta leiðir auðvitað til þess að Nafnlaus þarf auðvitað ekkert að fara í neina vinnu og fær auðvitað sjálfþurftarbúskap aftur.
    Kaffiverð hefur hækkað um 20% í heiminum í haust þannig að þessi hækkun er að hluta til skiljanleg. Mæli hinsvegar miklu frekar með heima espressovél eða gömlu góðu uppáhellingunni heldur en þessu aeropress drulli ( sem er nú bara bistrokaffi ).

    SvaraEyða
  3. skil ekki hvað þetta kemur umhafas innlegginu við ...

    það er verið að ræða verðhækkun

    ekki hvað fólk á að gera ...

    SvaraEyða
  4. Persónulegra ef ég á að vera alveg hreinskilinn hef ég hvergi fengið betra kaffi en heima hjá mér á neinum stað að undanskyldu Kaffismiðju Íslands. Ég er ekkert að segja að fólk eigi að hætta að fara á þessa staði en ég er að benda á að fólk ætti að fara í rólegheitum á kaffihús,setjast niður og njóta þess en ef það þarf að flýta sér svona mikið eru hér tvær góðar leiðir sem ég benti á. Reyndar er ég sammála að uppáhelling á gamla mátan og heimaespressóvél er mikið betra en Aeropress en hinsvegar er Aeropress margfallt betra en kaffi úr 99% af uppáhellingarvélum og frekar erfitt að klúðra kaffiuppáhellingunni í græjunni eins og margir gera sem kynna sér ekki réttar aðferðir við uppáhellingu í espressóvél eða á gamla mátan.

    SvaraEyða
  5. Aeropress er ótrúlega kjánalegt og flókið fyrir ekki neitt.Hvet nafnlausan bara til að fá sér neskaffi á skrifstofunni. Hann hlýtur að ráða við það.

    SvaraEyða
  6. Neskaffi gef ég fólki bara ef mér líkar mjög illa við það.

    SvaraEyða
  7. Herra nafnlaus #5 og sérlega grumpy og neikvæður. Ég vil benda þér á það að það er sér keppni í því að hella uppá með þessari græju á heimsmeistara barþjóna ár hvert. Þannig að eitthvað er hægt að fá út úr henni. Dett nú helst í hug að þú hafir ekki hugmynd um hvað gott kaffi er því klárlega er neskaffi ekki á blaði í þeim flokki.

    SvaraEyða
  8. Auðvitað er ekki keppt í notkun á Aeropress á heimsmeistaramótum. Það geta allir kynnt sér. Á aeropress og neskaffilögun er bitamunur en ekki fjár en kosturinn við Neskaffi er að þeir eru ekki að búa til kjána ritúal fyrir ekki neitt eins og Aeropress gerir. Aeropress er bara svona naglasúpa.

    SvaraEyða
  9. Varðandi Aeropress Miðað við Wikipedia, þá er engan vegin nægur hiti á vatninu til að gera gott kaffi. Ætti að vera um 92-96 gráður.

    Ég er sammála því að dropinn er orðinn ansi dýr. Mér er líka til efs að þessi verðlagning sé kaffishúsunum til hagsbóta til lengri tíma litið.

    SvaraEyða
  10. Ég er ekki 100% viss hvort það sé hluti af kaffibarþjónakeppninni en heimsmeistarakeppninn í Aeropress er alltaf haldin á sama tíma og á sama stað og Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna.

    Tekið af síðu keppninnar :"The 2011 WAC's will be held between the 2nd and 5th of June in Bogota to coincide with the WBC."

    http://worldaeropresschampionship.wordpress.com/

    Þannig að vinsamlegast kynna ykkur hlutina áður en gasprað er svona út í loftið.

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus #2: Snilldarcomment!

    SvaraEyða
  12. Nafnlaus fulltrúi Aeropress nefndi að kaffið þætti svo gott og græjan svo mögnuð að það væri keppt í kaffilögun á henni á '' heimsmeistara barþjóna''. Tók því þannig að um væri að ræða www.worldbaristachampionship.com( heimsmeistaramót kaffibarþjóna )og að keppt væri þar í að setja saman og taka í sundur Aeropress naglasúpuna.Það er ekki rétt og því eru þetta bara staðreyndir málsins.
    Að Aeropress haldi mót um bestu kaffilögunina úr Aeropressi er bara hið besta mál fyrir þá sem vilja taka þátt í því. Gevalia skólinn gerir það sama og sennilega nescafé líka.
    Þú getur alveg verið öruggur um að EKKI er keppt í Aeropresslögun a vegum WBC.Com.

    SvaraEyða
  13. Hvað telur þú vera gott kaffi ?

    SvaraEyða
  14. Þið eruð nú meiri tuðdollurnar. Er ekki hægt að tala um það sem þessi síða snýst um og halda sig við það?

    Mér persónulega finnst 500 kall fyrir kaffibolla vera heldur í dýrari kantinum. Þó það sé með smá dreitil af sýrópi útí.

    SvaraEyða
  15. Aeropress er það asnalegasta dót sem ég hef nokkurntíman sjáð (Lilo & Stich)

    SvaraEyða
  16. Ef kaffið er ódýrt þá væri mikið af sírópi út í. Sýróp er svo ódýrt.

    SvaraEyða