laugardagur, 10. júlí 2010

Sólning og viðgerð á sprungnu jeppadekki

Ég fann nagla í öðru afturdekkinu hjá mér þannig að ég kom við í Sólningu, losaði dekkið undan rúllaði því inn. Starfsmaðurinn náði í tappa, kippti naglanum út, tróð tappanum í, pumpaði í dekkið. Tók ca 2-3 mínútur. Reikningurinn 2490 kr.
Og svo er sagt að lögfræðingar séu á háu tímakaupi.
Með kveðju,
Magnús Gunnarsson

6 ummæli:

  1. Ertu ekki frekar að borga fyrir sérþekkinguna þarna burtséð frá því hvað hann var lengi að þessu?

    B.

    SvaraEyða
  2. Hefði betur komið við í Fjórhjólalagernum. Eftir stutt gúgl fann ég tappasett á 2480kr.

    http://www.4h.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=flypage.tpl&product_id=66&category_id=19&keyword=tappasett&option=com_virtuemart&Itemid=1

    SvaraEyða
  3. þú ert að borga fyrir lausnina ekki tímann !
    hefðir þú verið sáttari ef hann hefði gefið sér 15- 20 mín í að laga þetta ! spurðir þú fyrirfarm hvað viðgeð myndi kosta ! eftir að hafa greytt vsk af þessari upphæð stendur eftir 1990 kr ca það þykir mér eðlilegt fyrir það að hann hafi losað dekkið af fyrir þig með græjum sem hann á til og gert við dekkið og sett það aftur undir .. en þú er sennilega duglegur að gefa þína vinnu .... ég er ekkert tengur þessu en gremst það að menn vælja út af öllu og merkilegt er að Dr Gunni skuli birta þetta sem okur

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus #3 það er kannski ágætt að lesa allt okur dæmið. Viðkomandi losaði dekkið SJÁLFUR af og rúllaði því inn á verkstæðið og setti það síðan greinilega SJÁLFUR á aftur. Ég hef lent í smá svona smotteríi sem ég hef farið með á þjónustuverkstæðið sem farið hefur verið með bílinn minn frá upphafi eða síðan 1998 og þeir hafa aldrei rukkað mig(bara fyrir varahlut einu sinni) og ég þurft að bíða í mesta lagi 5-10 mín eftir að komast að.

    Þetta dæmi er bara ótrúlegt okur!!!!!!!

    SvaraEyða
  5. Nokkuð viss um að verðið hefði verið það sama ef starfsmaðurinn hefði tekið dekkið undan og sett það aftur upp á. Líklega lágmarksgjald fyrir svona.

    SvaraEyða
  6. tappinn kostar eitthvað, starfsmaðurinn þarf laun og hann þarf að vita hvernig maður setur tappann í.

    þar sem ég núna veit hvernig þeir laga svona ætla ég frekar að láta kunningja gera þetta heldur en 2500kr á verkstæði.

    SvaraEyða