miðvikudagur, 14. júlí 2010

Kvartað á netinu

Daginn,
Ég vildi benda á viðbót í skotvopnabúr neytenda. Vefsvæðið Kvörtun hefur verið sett upp til að auðvelda neytendum að láta heyra í sér!

Okursíðan Dr. Gunna er frábær staður til að láta heyra í sér varðandi verð og kaupmátt.

Kvörtunarsíðan er fyrir þjónustutengd málefni sem falla ekki undir athugasemdir vegna verðs.

Nú geta neytendur látið heyra í sér á einum vettvangi ef þeir hafa lent í slæmri reynslu hjá fyrirtæki, til að láta aðra vita og koma skilaboðum áleiðis til fyrirtækja sem oft á tíðum eru ekki að auðvelda neytendum að koma þeim á framfæri.

Íslenskir neytendur eru að átta sig á því að þeir hafa gífurlegt vald og er kvortun.wordpress.com eitt vopnið í þeirri baráttu.

kveðja,
Kvartarinn

3 ummæli:

  1. Væri þá ekki í lagi að opna líka síðu fyrir hreint út sagt skelfilegar reynslur sem starfsfólk í þjónustu lendir í? Það er alltof mikið af fólki hérna á Íslandi sem er að tapa sér úr tilætlunarsemi og frekju - svo ekki sé nú minnst á dónaskap! Samt er ætlast til þess að fólk í þjónustustörfum brosi allan hringinn eins og hálvitar og bugti sig og beygji. Það er víst nóg af væli á síðum á borð við Barnaland þar sem fólk kvartar og kveinar yfir að hafa "lent" í hinu og þessu þegar kemur að þjónustu. Og það sama á við hérna um Okursíðuna. Get ekki séð að þörf sé á enn einum vettvangnum fyrir viðskiptavini að kvarta og kveina - en það væri kannski ekki vitlaust að opna síðu sem sýnir sjónarmið þeirra sem starfa við þjónustu. Það myndi kannski aðeins jafna út og sýna að hlutirnir eru oft ekki eins svartir/hvítir og fólk heldur.

    Ég tek fram að ég starfa ekki við þjónustu, en hef oft orðið vitni af þvílíkri frekju og dónasskap í viðskiptavinum. Og mörg dæmin sem hafa komið fram hérna á síðunni hafa verið afskaplega fyndin, svo ekki sé meira sagt - fólk kvartandi yir slæmri þjónustu, en kemur upp sinn eiginn dónaskap og frekju í leiðinni.

    Vissulega eru svo tilfelli þar sem þjónusta fyrirtækja er hreinlega léleg, án þess að það komi framkomu viðskiptavinar neitt við. Vonandi verður þessi nýja síða þá vettvangur fyrir slíkar kvartanir - sem raunverulega eiga rétt á sér!

    SvaraEyða
  2. Einhverja sambærilega þessari?
    http://notalwaysright.com/ (Bandarísk/alþjóðleg)

    SvaraEyða
  3. Mæli með þessari síðu ef þið viljið lesa fyndin (stundum hryllileg) samskipti við þjónustufólks við viðskiptavini!

    http://clientsfromhell.net/

    SvaraEyða