þriðjudagur, 9. febrúar 2010

Icelandair - samskipti og þjónusta.

Fyrir nokkrum árum ferðuðumst við hjónin til Amsterdam, ein af okkar mörgu ferðum með Icelandair, sem hefur þann vafasama titil í mínum huga að vera ruslfélag. Þar skortir þjónustulund og viðskiptavinurinn er hans sláturafurð.
Við vorum með bókað sæti. Frá AMS. á 9 AB, innrituðum á þeim sætum, þegar kom að því að fara um borð, þá breyttu starfsmenn félagsins sætaskipan okkar, í ég í 16 b, konan mín í 29 d. Við undum þessu illa, ég kvartaði við yfirflugfreyjuna sem sagðist ekkert geta gert, handskrifað við dyr vélarinnar þessi sætaskipan. Flugfreyjan (Oddný) sagðist ekki geta gert neitt fyrir okkur, og þar við sat.
Ég reyndi að fá tal af þjónustustjóra Icelandair daginn eftir, það starf er ekki til, en boðið upp á að senda kvörtun skriflega, sem ég gerði, með afrit af bréfi og ljósrit af boarding pössum til forstjórans Jón Karls Helgasonar. Engin viðbrögð. Ég gat ekki unað þessu, eyddi miklum tíma í að fá leiðréttingu, málið fór í fjölmiðla, þá vaknaði skepnan. Að málinu kom Bryndís í kvörtunardeild, sagðist ekki geta gert neitt, en sendi okkur gjafamiða á morgunverð (kaffi og rúnstykki) á Nordica Hoteli, það gáfum við syni okkar og hans konu. Afsökunarbeiðni hefur ekki borist enn, og hennar er ekki vænta. Þetta var annað skiptið sem við urðum fyrir verulegum óþægindum sem farþegar þessa félags þ.e. af starfsfólki þess. Þetta hefur ekkert breyst.
Nú í þriðja skiptið er eftirfarandi dæmi:
Ég ráðgerði ferð, 30 april til Amsterdam. Þá var sértilboð hjá Icelandair með sköttum til AMS aðra leið Kr: 15,900,00 semsagt fyrir tvo báðar leiðir. 63,600,00. Með sköttum. Ég hugðist nota gjafabréf American express, fyrir fríferðafélaga og vildarpunkta. Greiða með 38 þús vildarpunktum + gjafabréfi sem er vegna mikilla viðskipta með Amex korti.

Þegar dæmið var gert upp þá leit það svona út: AMEX gjafabréf + 38000 vildarpunktar +42,760 kr. Mismunur er því Kr. 20,840 miðað við að greiða sjálfur og hafa val um á ferðadögum. Semsagt 38000 punktar og gjafabréfið var metið á 20,840 kr. Þetta er fáránlegt reikningsdæmi, sem segir að svokallaðir vildarpunktar og gjafabréf sem er mörgum takmörkuðum háð er afar lítils virði. Kostnaður við Amex kort er mikill, bæði fyrir korthafa og fyrirtækin sem það taka. Mín niðurstaða er að þessir vildarpunktar og háar greiðslur vegna þessa gjafabréfs er ekki notendavænt. Þetta hlýtur að verða að skoðast af neytendastofu, eða þeim aðilum sem um neytendamál fjalla. Svona blekkingardæmi verður að stöðva. Hvað skyldu margir obinberir starfsmenn hafa svona hlunnindi?
Kveðja,
Guðjón Jónsson

3 ummæli:

  1. Sammála. Eitt sinn fyrir ekki svo langa löngu var maður stoltur af Icelandair. Núna heyrir maður ekki annað en óánægjuraddir með þetta félag. Mín reynsla af þeim sl. ár er léleg, finnst ég alltaf lenda í veseni og verða fyrir vonbrigðum. Í þeirra augum er maður ekki viðskiptavinur, maður er bara nafn og kennitala. Það er engin þjónustulyndi.

    Varðandi þessa punkta. Undanfarin ár hefur allt snúist um vildarpunkta. Kortafyrirtækin selja okkur kort sem gefa punkta, sum tvöfalda og önnur meira. Þú færð punkta fyrir að versla bensín, punkta fyrir hitt og þetta. Nú er líklega svo komið að stór hópur Íslendinga á allt of mikið af punktum. Ég reikna með að þeir hafa áttað sig á þessu og held að þetta sé aðalástæðan fyrir því að "skattar og önnur gjöld" hafa hækkað svona rosalega, þ.e að þeir sem vilja losna við punktana sem að búið er að ota að þeim þurfi að borga meira í peningum en áður fyrir fargjöld. Þeir færu örugglega "í alvörunni" á hausinn ef að vildarpunktur væri metinn á það sama í dag og hann var metinn á fyrir 6-7 árum.

    Vildi svo óska þess að hingað kæmi erlent flugfélag til að kenna þeim hjá Icelandair lexíu. Hvernig huga skuli að viðskiptavinum sínum.

    Skora svo á einhvern til að opna facebook síðu þar sem reynslusögum af Icelandair er safnað á einn stað.

    SvaraEyða
  2. Ég hef ferðast með Icelandair að minnsta kosti 1 sinni á ári og stundum oftar og hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum.
    Er mjög flughrædd og hef tekið það fram þegar ég innrita alltaf er reynt að útvega sæti eins framarlega og hægt er.
    Flugfreyjur og flugþjónar boðnir og búnir til að aðstoða
    Icelandari fær hrós frá mér

    SvaraEyða
  3. hættu að fokking grenja.

    SvaraEyða