sunnudagur, 3. janúar 2010

Tölvutek beitir Hagkaupsaðferðinni, hækkar álagningu dagana fyrir jól

Ég vil deila biturri reynslu minni af að versla jólagjöf í tölvubúðinni Tölvutek í Borgartúni.
Ég fór í helstu tölvubúðirnar fyrir jólin að leita að svokölluðum
sjónvarpsflakkara, ég endaði á að velja mér Western Digital
sjónvarpsviðmótsgræju og Lacie 1TB flakkara (svona laus harður diskur), í
verslunninni Tölvutek og kostaði þetta saman 49.990 kr. Þegar ég ætlaði að
fjárfesta í þessari gjöf og í verslunina var komið var mér sagt að þetta
væri ekki til en myndi koma daginn eftir en einnig var mér bent á að
daginn eftir kæmi glæný rosagræja sem væri miklu, miklu betri en það væri
tæki frá Lacie sem sameinaði þetta tvennt, flakkari sem hægt væri að
tengja í sjónvarp og mjög stílhreinn, flottur og spilaði allar gerðir
skráa. Ég var samt ekki sannfærð en bað um að bæði það sem ég hafði ætlað
að kaupa og ein svona ofurgræja yrði tekin frá fyrir mig og ég ætlaði að
ákveða mig daginn eftir (ofurgræjan kostaði 10þús meira en það sem ég
hafði valið). Daginn eftir þá endanlega sannfærir sölumaður Tölvuteks mig
um að ofurgræjan sé svo flott og svo miklu betri kaup og ég beit á agnið
og keypti græjuna á 59.990 kr og gaf kærastanum í jólagjöf. Þetta var
21.desember.
29.desember, mánudaginn eftir jól, er ofurgræjan - þessi rosaflotta, nýja,
besta græja, komin á útsölu á 49.990 kr. Þeir lækkuðu verðið á þessari
rosagræju sem var nýkomin til landsins um tíuþúsund á viku...
Ég hringdi í verslunina til að vera alveg viss um að um sömu græju var að
ræða og var það staðfest við mig.
Það segir mér eitt: að Tölvutek lagði óeðlilega á vörur sínar fyrir jólin.
Hvernig geta þeir öðruvísi leyft sér að selja sínar nýjustu og flottustu
vörur sem fara í sölu viku fyrr á svo miklu lægra verði svo skömmu síðar?
Ég endaði með að versla jólagjafir þarna fyrir yfir 80.þús kr.
Ég mun beina mínum viðskiptum annað næstu jól en ekki láta Tölvutek plata
mig aftur með þessari Hagkaupsaðferð sinni.
G.L.

7 ummæli:

  1. Ég hélt að vara þyrfti að vera í sölu í a.m.k. 2 vikur áður en hún færi á tilboð. Minnir að svo hafi verið með hina svokölluðu "tilboðs" mállingu hjá BYKO sem var seld á einhverju verði í 2-3 vikur og svo bara alltaf á tilboði þar á eftir í 2 ár eða svo. Og úr því ég er farinn að tala um BYKO þá er það nú bara ekkert víst að SV merkt vara(var tilboð áður en heitir núna sérverð mátti ekki kalla þetta tilboð) hafi verið seld með fullri álagningu áður en hún fór á Sérverð. Irobot ryksugan fór t.d. á tilboð strax án þess að hafa verið seld á fullu verði í fullnægjandi langan tíma. Það er bara ekkert hægt að selja vöru á ákveðnu verði í smá tíma og hafa síðan vöruna á tilboði í marga mánuði eða ár á eftir. Alveg ofboðslega undarlegt að þessu hafi aldrei verið fylgt eftir af hinu steingelda samkeppnisráði.

    SvaraEyða
  2. Það þarf miklu beittara eftirlit en nú er viðhaft. Ég fór og skoðaði sjónvörp í Heimilistækjum og lyfti upp miðunum með "útsöluverðinu". Það var vægt sagt áhugavert...bæði á þeim miða og þeim sem var undir var "fullt verð" og tilboðsverð.
    Ekki veit ég hvað á að gera til þess að sýna verslunum að við sættum okkur ekki við svona - nema hætta að versla. Það gæti orðið þrautin þyngri að fá fólk almennt til þess. Líka finnst mér athyglisvert eftir að hafa heimsótt bæði Ameríku og Evrópu í haust hvað alar vörur eru ódýrari í báðum heimsálfum en hér - þar sem við heyrum alltaf að þetta sé genginu að kenna!

    SvaraEyða
  3. Reyndar er það svo í sumum tilvikum er það smæð markaðarins sem ræður för. Við kaupum kannski tvo kassa af einhverju en úti eru keyptir tveir gámar. T.d. er það búið að vera ódýrara að panta t.d. 5 eða fleiri pakka með 10 blöðum fyrir klarinett. Pakkinn kostar nú um tæpr 5000 kr hér en úti í Bandaríkjunum fæst hann á um 3000kr sem munar mjög miklu fyrir þann sem notar um 7-8 pakka á ári.

    SvaraEyða
  4. Fyndið að kalla þetta Hagkaupsaðferðina, því það gera þetta allir. Hagkaup voru bara svo óheppnir að vera "böstaðir" við það ;)

    SvaraEyða
  5. Það gera þetta ekki ''Allir'' en jú stóru fyrirtækin með sínar keðjur í eigu hlutafélaga sem eiga allskonar annan rekstur og verslanir gera þetta miskunarlaust. En hver sjálfstæð búð rekin af eigendum og starfsfólki held ég að vinni almennt mun heiðarlegra heldur en þessir aðilar.
    Þetta er náttúrulega samt siðlaust, ég veit ekki hvað það gerðist oft í fyrra að ég sá verslanir hækka vöru sem höfðu samt klárlega verið til hjá þeim í töluverðan tíma um 20-30% og stuttu seinna auglísa tilboð á þeirri vöru.

    SvaraEyða
  6. Þetta eru líka reyndar fyrirtækin úti. Eins og t.d. diesel selur íslenskum fyrirtækjum föt á margfalt hærra verð en þeir selja t.d. öðrum löndum þar sem kaupendur mundu aldrei sætta sig við að eyða yfir 20 þús kr í gallabuxur sem kostuðu svona 2500kr í framreyðslu og sendingakostnað stykkið...Þetta er einfaldlega bara ísland, fólk talar og talar um að breyta hlutunum en engin gerir neitt í því.

    SvaraEyða
  7. Ok, ofurgræjan fór tilboð milli jóla og nýárs, hvað er vandamálið. Ég hef kjúklingabringur í matinn á miðvikudegi, svo kemur tilboðsbæklingur frá Bónus á fimmtudegi og þær komnar á afslátt, ég fer samt ekki á Okursíðuna og grenja yfir því, ég var bara óheppinn að varan sem ég keypti fór á tilboð skömmu seinna...

    SvaraEyða