sunnudagur, 24. janúar 2010

Harmsaga með Símann

Hér er harmasaga mín varðandi samskipti við Símann:
Vill bara eindregið vara við sölumönnum símans og þar með símanum sem fyrirtæki.
Þegar þeir hringdu fyrst, þá var mér sagt : Hvernig væri að fá sér Sjónvarp gegnum ADSL símans ? Kostar ekkert og verður alveg ókeypis.
"Já" hugsaði ég af hverju ekki. Tökum það. Nokkrir mánuðir liðu og allt í einu fær maður reikning upp á næstum 1000 kr. Hvað er þetta ?
Maður fær svar :
"Frá og með 1. mars kemur leigugjald á routerinn 350 kr. Það kemur einnig 600 kr mánaðargjald fyrir grunnpakkann á Sjónvarpi Símans".
Þá var það sem átti að vera ókeypis komið í næstum 1000 kr á mánuði. Þá er hringt aftur. Heyrðu vilt ekki spara þér þennan 1000 kall
og fá skjá 1 ókeypis í desember og svo kostar hann 2200kr á mánuði og við fellum niður restina. S.s. heildargreiðsla 2200kr á mánuði.
Maður lætur enn einu sinni plata sig og segir já (já ég veit ég er vitlaus). Hvað fær maður í reikning næstu mánaðarmót eftir frían desember.
Ekki nema litlar 6050 kr. (fyrir utan 1300 kr fyrir leigt efni). Hvaða svör fær maður svo þegar maður spyr ?
Já þú ert með áskriftina "SkjárEinn" og "SKJÁRHEIMUR - Toppur 2". Það kostar bara þetta, já við getum ekkert gert í þessu í dag.
Ertu ekki til í að hringja seinna og já þú verður sjálfur að skila draslinu til okkar ef þú vilt hætta alveg í áskrift.
Ég hafði aldrei samþykkt neitt annað en að fá bara skjá einn og núna á ég að borga 6050 kr fyrir 1 mánuð.

Kveðja
Ari Bjarnason

11 ummæli:

  1. Eru þeir ekki að tala um frá og með 1.Mars 2009 ? Ég fékk úrskurð frá lögfræðingi Póst og Fjarskiptastofnun í fyrra þar sem sagt er að Símanum sé skylt að láta vita af verðskrárbreytingu áskrifta og grunngjalda með mánaðarfyrirvara SKRIFLEGA og að þeir sem væru á binditíma mættu segja áskriftinni upp STRAX og ÁN þess að Síminn gæti krafist nokkurra skaðabóta því þetta væri UPPSÖGN Á SAMNINGI AF ÞEIRRA HÁLFU!!!!!!!!

    SvaraEyða
  2. Ég sé ekki alveg hvert vandamálið er nema að einhver Skjárheimur - Toppur 2 dúkkar upp sem hlýtur að vera hægt að fá leiðréttann hjá Símanum ef þú kannast ekki við að hafa pantað hann.

    Verðskrárbreytingar eru tíðar hjá símafélögunum á þessu landi og nær aldrei koma þær neytandanum til góða. Það þýðir víst lítið að kvarta undan þeim. Öll símafélögin rukka þetta leigugjald á routerinn.

    SvaraEyða
  3. Ég hef það nú fyrir reglu að þegar að símafélög og aðrir hringja í mig með tilboð sem að eru of góð til að vera sönn, og það er staðhæft um að eithvað sé ókeypis, þá tek ég samtalið upp á síman minn. Lendi í svona rugli með Hive símafyrirtækið. síðan fékk ég einhverja reikninga upp á 7000kall, hótanir um lögfræðinga. Þeir héldu sér nú alveg saman þegar að ég sendi þeim afrit af samtali mínu við sölumann frá þeim. Ég hefði nú átt að fara með það eithvað lengra, bara nennti því ekki.

    SvaraEyða
  4. Þetta mál er mjög einfalt. Síminn vinnur einfaldlega á þennan hátt.

    Gefa eitthvað í smá tíma og svo verður viðkomandi sjálfur að segja upp. Þeir vita að það verða nógu margir sem gleyma að segja upp svona þjónustu, svo rukka þeir morðfjár í "misskilningskatt" fyrir eitthvað sem kostar þá (nánast) ekkert og margir nota ekki.

    Dæmi um þetta er nátturlega Virðisaukandi Tónlist.is pósturinn á þessari síðu.
    Og þessi 2 mál sem viðkomandi nefnir fyrst ókeypis Sjónvarp ADSL og svo kostar það. Svo ókeypis Skjár einn en svo bæta við í smá letrinu hluti eins og Topp 2.

    Annað sem Síminn gerir augljóslega (sjá t.d. tónlist.is málið) er að kommenta á svona mál eins og Hr.Nafnlaus 2 sem er mjög líklega að vinna hjá símanum.

    SvaraEyða
  5. Ég ætla ekki að taka upp hanskan fyrir málflutning hr.2. en það er alveg gjörsamlega ólíðandi að geta ekki tjáð sig hérna án þess að það sé verið að væna fólk um að vinna hjá aðila tengdum okurdæminu. Lenti í þessu sjálfur hér um daginn. Má t.d. ekki mæla með neinu fyrirtæki í staðinn fyrir annað sem manni finnst lélegt án þess að maður sé sjálfkrafa kominn á launaskrá hjá viðkomandi fyrirtæki. Þetta er nafnlaust og ekkert hægt að fullyrða í þeim efnum. Þið sigtið síðan bara út það sem þið takið mark á.

    SvaraEyða
  6. Ég vinn ekki hjá Símanum og ég vinn ekki hjá félagi tengdu Símanum. Ég vinn á skrifstofu Tollstjóra ef það hjálpar þér eitthvað.

    Ég var einfaldlega að koma mínum athugasemdum á framfæri. Mér finnst þessi síða stundum snúsat um að agnúast út í fyrirtækjum sem hafa gert lítið af sér, þó að ég ætli ekki að taka upp hanskann fyrir Símann. Við megum ekki gleyma því að neytandinn er líka stundum vandamálið.

    Það rýrir innihald þessarar síðu ef að allt kemst hér inn ósíað og menn geta varla tjáð sig um viðkomandi mál nema að þeir séu flokkaðir sem starfsmenn þess fyrirtækis sem kvartað er um eða öfugt.

    Ég benti einfaldlega á að þetta router gjald tíðkast hjá öllum símafélögum og að menn geta fengið hluti leiðrétta hjá símafélögunum ef að mistök hafa átt sér stað. Það er að minnsta kosti mín reynsla.

    Góðar stundir.

    nafnlaus #2

    SvaraEyða
  7. Einfalt mál að það er alltaf eithvað vesen með símann. Tækni kallarnir þeirra kunna ekki neitt og það er minni en engin hjálp að tala við þá; fólkið í reikningunum eru ætíð með leiðindi og vesen og gera ekkert fyrir mann.

    Þetta með ráterana - þegar þetta kom fyrst, þá átti það að heita að þú fengir routerinn gefins gegn 6 mánað byndissamning. Eru þeir ekki farnir að láta það fólk sem tók þessum byndissamningum fyrir nokkrum árum borga leigugjald ?

    SvaraEyða
  8. Fyrirtæki sem auglýsir 4-5 sinnum á klukkutíma til að minna mann á hitt og þetta m.a að hengja sig ekki í smáatriði og að maður geti verið í stærsta gsm-samfélagi á íslandi það hlýtur að vera eitthvað að rekstrinum á þeim bæ.

    Svo þegar nánar er gáð þ.e þegar "smáa letrið" er skoðað er RÁNdýrt að versla við þá.

    Fyrirtæki sem er með sama verðið, ekkert vesen, ekkert kjaftæði, engar pirrandi auglýsingar, fyrirtæki sem lætur mann vera, er með skýra og góða vefsíðu, ég versla frekar þar en við okurbúlluna símann!

    Takk fyrir mig

    P.S Skíthælarnir hjá vodafone fá sama stimpil eftir risastórt klúður sem kostaði mig 14.000 krónur og VAR ALGJÖRLEGA ÞEIM AÐ KENNA en þeir neituðu að laga það.

    P.S.S Ég er að tala um NOVA.
    Tal auglýsir líka of mikið. Maður á ekki að versla hjá fyrirtækjum sem þurfa að auglýsa grimmt til að ná í kúnna.

    SvaraEyða
  9. Sælir allir

    Það sem mér finnst leiðinlegt við þetta allt saman er það að maður getur ekki treyst á að neinn díll haldi hjá sölumönnum. Það er alltaf sagt "Þetta kostar x mikið á mánuði". Viðkomandi samþykkir og svo í næsta mánuði kostar þetta 5 sinnum meira. Ef manni líkar ekki við þetta þá verður maður að eyða klukkutíma í að hringja í fyrirtækið og afpanta. Svo verður viðkomandi að fara sjálfur með draslið sem fyrirtækið kom með (eins og í dæminu hérna fyrir ofan). Og svo segir fyrirtækið "Ha ? Við vissum ekkert að við myndum hækka þetta, óheppinn!".

    SvaraEyða
  10. Ætlaði að fara borga fyrir skjá 1 en var komin 2 daga fram yfir á gjaldaga, en sá að þeir höfðu verið svo vinalegir að hækka upp i 2688 eða um 22%. Snarlega hætti við að borga því þetta eru okurvextir, ætla ekki að halda áfram með skjá 1 ef þetta eru þeirrar viðskiptahættir.

    SvaraEyða
  11. Þegar símafyrirtækin hringja í mig til að bjóða mér betri díl þá segi ég bara að ég sé hjá Tal. Eins og gaurinn sem hringdi frá Símanum um daginn sagði, "ég get bara ekki boðið betur en Tal"

    SvaraEyða