mánudagur, 18. janúar 2010

Aðvörun vegna "Virðisaukandi þjónusta" tónlist.is hjá Símanum

Ég tók eftir einum lið á síðasta símreikningi mínum merktur Virðisaukandi þjónusta tónlist.is upp á 2.196 kr.
Fékk samband við þjónustuver hjá tónlist.is (sem er bara opið á milli 9 og 11 alla virka daga). Þar var mér sagt að ég væri í áskrift á streymi á lögum hjá þeim gegnum Símann. Þetta er þjónusta sem ég hef aldrei notað, en það rifjaðist reyndar upp fyrir mér að Síminn var með einhverjar auglýsingar í sumar um frítt niðurhal á lögum sem ég mundi eftir að hafa kíkt á einu sinni. Þar sem í ljós kom að þetta var hreint ekki frítt niðurhal, heldur bara aðgangur að lögum sem hægt er að hlusta á ef maður er tengdur á netinu gengum aðgangsorð og vesen, þá hafði ég engan áhuga á þessu þar sem ég kaupi þá frekar þau íslensku lög sem ég vil hlusta á.
En það sem svíður mest er að hafa verið blekktur til að borga fyrir eitthvað í marga mánuði sem ég vissi ekki af fyrr en ég tók eftir þessu af rælni á reikningsyfirliti. Er líklega búinn að borga 12-14 þúsund á þessu tímabili þar sem byrjað var að rukka 549 kr. á viku frá því í ágúst 2009. Það er örugglega fullt af fólki þarna úti sem veit ekki af því að það er að borga þarna aukakostnað fyrir ekki neitt. Samkvæmt þjónustufulltrúa tónlist.is var í smáa letrinu talað um að segja þurfti upp þessari "ókeypis" þjónustu fyrir ágúst 2009(auglýsingaherferð Símans var í júni.)
Auðvitað játa ég á mig aulaskap fyrir að hafa ekki tekið eftir þessu fyrr, en mér finnst samt óþolandi að geta ekki treyst því að það sé ekki sífellt verið að lauma inn á mann aukakostnaði bara ef maður er ekki sífellt að vakta kostnaðarliði sína.
Með kveðju, Alvar

21 comments:

 1. Lenti í þessu sama veseni í byrjun júní mánaðar. Keypti mér 1000 króna inneign sem kláraðist áður en ég fór útúr vodafone versluninni þar sem kaupin fóru fram.

  Ég spurðist fyrir hjá vodafone af hverju inneignin mín hefði klárast svona fljótt. Jú þú ert með áskrift hjá tónlist.is. Hefur skráð þig í janúar á þessu ári.

  HA?

  Já svo segir tölvan.

  Ef mér reiknaðist rétt þá hafði ég greitt 7 sinnum 549 krónur eða um 3.600 krónur fyrir eitthvað sem var ekki gert með mínu samþykki eða eitthvað sem ég pantaði ekki sjálfur.

  Það tók mikla fyrirhöfn að fá þetta fellt niður. Skal það tekið fram að þeir hjá D3 voru mjög óliðlegir við mig og vildu ekkert fyrir mig gera. Það var ekki fyrr en ég hafði samband við lögfræðing sem ég þekki sem hafði í framhaldinu samband við D3 að ég fékk endurgreiðslu og afsökunarbeiðni í pósti.

  Semsagt, aldrei að taka svona "gervi-reikningnum" eða "of smátt letur til að taka eftir" með þegjandi hljóði.

  Þannig græða fyrirtækin á þér.

  SvaraEyða
 2. Þetta kemur skýrt fram á tonlist.is, ég hef allavega alltaf sagt upp á réttum tíma og finnst gaman að fá svona fría áskrift..

  SvaraEyða
 3. Það er ekki við fyrirtækin að sakast ef þið lesið ekki skilmálana!

  SvaraEyða
 4. Hver verslar við svona skítafyrirtæki(tónlist.is) sem skilar greiðslum til tónlistarmann seint og illa og spyr oft hvorki kóng né prest hvort að plötur þeirra megi vera til sölu á síðunni. Tónlistarmenn fá kannski greitt fyrir plötur og lög en þegar kemur að áskriftum sem er langstærsti hluti tekna síðunnar þá barasta tekur ár og öld fyrir þessa kalla að reikna þetta út. Man að um árið var verið að greiða fyrir 2-3 ár á einu bretti og ekki vel að tónlistarmönnum fannst.

  SvaraEyða
 5. Skítapleis greinilega.

  SvaraEyða
 6. þú þurftir að krossa í glugga til að staðfesta að þú hafir kynnt þér skylmálana! þetta er þér að kenna.

  SvaraEyða
 7. ég var líka með svona fríáskrift og ég þurfti að merkja við að ég hefði kynnt mér skilmála, þar kemur þetta skýrt fram með að maður þurfi að seigja þessu upp eftir frítímabilið.
  Mjög skýrt.
  Þitt vandamál ef þú samþykir skilmála án þess að lesa þá.
  Ég fékk reyndar líka tölvupóst og sms þegar frítímabilinu var að ljúka til að minna mig á það svo ég sagði þessu upp (hægt var að velja þessa áminningu þegar ég skráði mig upphaflega
  - svo ég ekki hversvegna þú blandar Símanum í þetta þar sem málið snýst um tónlist.is..

  Þu last ekki skilmála - sem þú samþyktir og þú fylgist ekki með eigin reikingum í marga mánuði og kvartar svo á netinu eins og agalegt fórnarlamb?

  SvaraEyða
 8. Ég lenti í þessu líka.. fattaði það reyndar eftir 3 mánuði. Varð brjáluð en auðvitað liggur vandamálið hjá mér, ég las ekki skilmálana!

  SvaraEyða
 9. svona viðskiptahættir fæla mann frá þessu fyrirtæki. þó maður eigi sjálfur sök þá eru viðhorf til tonlist.is mjög neikvæð eftir svona reynslu.

  SvaraEyða
 10. Jepp... í rauninni er svolítið verið að "plata" mann. Mér dettur ekki í hug að gera þetta aftur og þurfa svo að fylgjast nákvæmlega með því hvenær maður þarf að segja þessu upp!

  SvaraEyða
 11. Ég skráði mig fyrir þessu tilboði Símans og tónlist.is í sumar og notaði lítið sem ekkert. Svo þegar tilboðið var að renna út kom tölvupóstur og sms í símann minn sem lét mig vita að ég væri að fara að borga fyrir þetta ef ég myndi ekki afskrá mig úr áskriftinni á vef tonlist.is

  Það gerði ég og hef ekki fengið krónu í rukkun.

  Hér er klassíst dæmi um notanda sem ekki las skilmála og hefur ekki fylgst með því sem hann skráði sig fyrir. Tónlist.is eða Síminn geta ekki átt sök á þessu. Týpiskt að kvarta fyrst opinberlega og skottast svo heim til sín.

  SvaraEyða
 12. jújú það er svo sem rétt að maður á strangt til tekið ábyrgðina ef maður samþykkir skilmálana en mér finnst svona viðskiptaháttir samt siðlausir því það er vísvitandi verið að leiða fólk í gildru. Ég reyni að versla ekki við svona fyrirtæki. Yfirleitt gildir það að ef eitthvað er "too good to be true" að þá hangir eitthvað a´spýtunni sem ekki er farið hátt með.

  SvaraEyða
 13. Ég lenti líka í þessu og tonlist.is sendi mér ALDREI neitt tölvupóst eða sms um að ég þyrfti að segja upp "FRÍ" áskrift. Ég var að uppgötva þetta of hef undanfarið ár borgað þeim 18000 fyrir þjónustu sem ég hef ALDREI notað. Fyrir utan það að ég er tónlistarmaður og tonlist.is er að selja tónlistina mína án nokkurs umboðs og hefur aldrei sent nein uppgjör. Auk þess hef ég starfsmenn tonlist.is grunaða um að eiga þátt í sumum af "commentunum" hér fyrir ofan. Ég meina hver hælir smáaletrinu án þess að hafa skrifað það? hver mærir svona asnalegt fyrirkomulag?

  Ég legg til að nú verði einfaldlega að gera eitthvað í málunum. tonlist.is byrjaði sem ríkisrekin gagnagrunnur um íslenska tónlist sem var síðan óskiljanlega selt sem fyrirtæki á gjörsamlega ólöglegan hátt.
  NIÐUR MEÐ TONLIST.IS!!!!!

  SvaraEyða
 14. Ég skráði mig í svona frían mánuð hjá tónlist.is sem Síminn auglýsti grimmt síðasta sumar, en þegar ég ætlaði að fara inn á tónlist.is og hlusta á lög VIRKAÐI ÞAÐ EKKI og ég fékk ekki eitt einasta lag frítt. Þannig að ég reiknaði aldrei með að nein áskrift hefði virkjast, þar sem innskráningin virkaði ekki.

  Símareikningarnir mínir eru greiddir af greiðsluþjónustu og ég er því ekkert að skoða þá. Hef aldrei fengið neina tilkynningu frá tónlist.is um að ég væri þar í áskrift eða ég þyrfti að segja henni upp.

  Skoða þetta svo eftir að hafa lesið þennan pistil hér og þá hef ég verið að borga 2-3 þúsund krónur á mánuði í einhverja þjónustu sem ég hef aldrei fengið. Einn mánuðinn var m.a.s. 2.096 krónur fyrir tónlist.is og 1.689 fyrir virðisaukandi þjónusu D3 - sem sagt samtals nærri fjögur þúsund krónur fyrir eitthvað sem ég hef aldrei fengið.

  Þetta getur ekki verið löglegt. Ég er með gsm, heimasíma og ADSL sjónvarp hjá Símanum. Ef þeir leiðrétta þetta ekki hætti ég einfaldlega með öll viðskipti við Símann.

  SvaraEyða
 15. Ég lenti í þessu sama og síðasti ræðumaður. Taldi mig vera að borga fyrir einn mánuð en fékk að borga fleiri. Er búinn að vera að borga fyrir eitthvað sem ég hef ekkert notað. Það hljóta að vera lög yfir svona starfssemi. Eitt er víst að ég skal láta þetta berast og ég vara fólk eindregið við að versla við Tonlist.is.

  SvaraEyða
 16. Sama hér - ég þurfti að kaupa eitt lag fyrir gjörning sem ég var að gera og þurfti að greiða 600 krónur fyrir það lag. Fékk síðan email um það að ég væri orðin "notandi" hjá tónlist.is en hvergi kom fram að slíkt þýddi í raun og veru áskrift og kostaði um 2000 kr á mánuði. Komst að þessu þegar ég skoðaði vísa-reikninginn minn en þá hafði þetta eina lag kostað um 12-14 þúsund krónur!!! Ég hafði samband og þeir buðust til að endurgreiða 3 mánuði eða 6000 kr. Það er samt drullufúlt að vera plataður á þennan hátt og ég er nokkuð viss um að þetta er ólöglegt.

  Þeir hljóta að vera að græða slatta á öllu þessu fólki sem er í "áskrift" hjá þeim án þess að vita það.

  SvaraEyða
 17. Ég tók einmitt eftir þessu hjá mér núna og er búin að vera í þessari "áskrift" síðan í nóv 2009, ég einmitt þurfti að kaupa eitt lag hjá þeim og síðan bara tók ég eftir þessu nú. Fékk aldrei sms eða email frá þeim varðandi eitt eða neitt. Óþolandi þó svo að eflaust sé þetta allt löglegt hjá þeim þá finnst mér þetta vera verulega siðlaust.....og svolítið loðið allt saman. Allavega veldur þetta því að ég kem ekki til með að kaupa oftar tónlist hjá þeim þar sem maður gæti "óvart" skráð sig fyrir einhverri áskrift.....og hananú.

  SvaraEyða
 18. Ég hvet á þann starfsmann tónlist.is sem er að skrifa og "VERJA" fyrirtækið til að hætta því ... ég hef ALDREI verið í áskrift á tónlist.is né hlustað á eitt einasta lag hjá þeim ... hvað þá keypt... auk þess er ég hjá Nova og fékk ekki kreditkort fyrren í fyrra... tilboðið sem þið talið um er árið 2009.. ég byrjaði að fá þessar rukkanir núna 1x í mánuði í febrúar á þessu ári.. Ég mun fara með málið lengra í gegnum neytendastofu... þetta er SKANDALL !

  Og eitt enn... ÞETTA ER KANNSKI EKKI REFSIVERT en þetta er svo sannarlega SIÐLAUST .Hvað ætlum við að þegja lengi og láta taka okkur í rassgatið ??? Margt smátt gerir eitt stórt þegar þeir eru að rukka mann um 600-700 kr á mánuði

  SvaraEyða
 19. Þegar ég segi kannski ekki Refsivert þá á ég við ykkur sem fóruð í áskrift... en hvað mig snertir sem ALDREI fór í áskrift þá er þetta Refsivert

  og ég er örugglega ekki sá eini sem hef lent í þessu

  SvaraEyða
 20. Neytendastofa úrskurðaði þann 5. júlí sl. að D3 miðlar ehf., rekstraraðili tónlist.is, hefði brotið gegn 5.gr og 9 gr. laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005, "með því að greina neytendum ekki frá því með nægilega skýrum hætti að segja þurfi upp prufuáskrift að vefnum tónlist.is óski þeir ekki eftir því að gerast áskrifendur að vefnum."

  Jafnframt braut D3 miðlar, sem er dótturfyrirtæki Senu, gegn ákvæðum 5.gr laga nr. 46/200 um hússölu- og fjarsölusamninga, og gegn 10. gr. laga nr. 57/2005, "með því að tilgreina ekki samhliða skráningu í prufuáskrift í hvaða áskriftarleið neytandinn muni fara að prufuáskriftartímabili loknu og verð hennar."

  SvaraEyða
 21. Með ákvörðuninni, sem er nr. 28/2011 og er aðgengileg á vef Neytendastofu, er þeim fyrirmælum beint til D3 miðla að þeir breyti skráningarferli sínu á vefnum, og að þeir TILKYNNI neytendum með SMS-skilaboðum eða skilaboðum í tölvupósti, þegar áskriftartímabili fer að ljúka og að segja þurfi áskriftinni upp, sé ekki óskað eftir endurnýjun samnings.

  Neytendastofa hefur ekki lagaheimild til þess að úrskurða í einkaréttarlegum málum, og því getur hún því miður ekki sagt D3 að endurgreiða þeim fjölmörgu, sem fyrirtækið sveik peninga út úr með ólöglegum viðskiptaháttum. Til þess þarf væntanlega lögsókn.

  SvaraEyða