Hringdi í Applebúðina og spurðist fyrir um Ipod shuffle hleðslu og sync snúru þar sem ég hafði týnt minni. Þeir selja snúruna á 5.990 kr! Mér svelgdist nú bara á og varð að hringja aftur 10 mín. seinna til að fá þetta staðfest að þetta hafi örugglega ekki verið eitthvað rugl.
Þess má geta að samskonar snúra kostar $4.45 (558 kr) á Amazon.com
Ég spurði einnig um heyrnartól í Ipoddinn og bað bara um eitthvað samskonar og hafði fyllt með honum, þ.e. svona basic lítil. Verðið hjá Apple 6.490 kr. en heyrnartól eins og fylgdu með Ipodnum kosta $1.76 (221 kr.) á Amazon.com.
Amazon selur bæði nýtt og notað, en þessar vörur sem ég tékkaði á eru nýjar ekki notaðar.
kv.
Þorsteinn
Þetta nær auðvitað engri átt - enda kaupi ég allt svona á netinu! Ég er allur af vilja gerður til að styðja við bakið á innlenndum fyrirtækjum, en ekki þegar þetta eru verðin!!!
SvaraEyðasvo kostar hleðslutæki fyrir apple tölvu milli 15 og 20 þúsund...
SvaraEyðaþað er eitthvað af apple vörum á buy.is veit þó ekki hvort þeir séu með svona fylgihluti. Ég hef þó heyrt að sá sem rekur þá verslun sé mjög viljugur til að panta hluti og það taki ekki nema nokkra daga.
SvaraEyðaMér finnst Apple búðin yfirleitt hryllingur og Bjarni Áka vera reka þetta mjög illa EN eins og svo oft áður á þessari síðu sem er annars ágæt, þá er verið að bera hérna saman epli og appelsínur. Þú getur ekki borið saman official snúru frá Apple sem kostar 149 danskar krónur í danmörku eða um 3500 íslenskar krónur (svo á eftir að reikna skatt hér heima og sendingarkostnað) og svo eitthvað kínverskt knock off frá Amazon.
SvaraEyðaÞað er ekki verið að bera saman epli og appelsínur, heldur official snúru frá Apple sem seld er í Apple búðinni og official snúru frá Apple sem seld er í Amazon. Munurinn er enginn, kynna þér þetta betur kæri vin.
SvaraEyðaPff. Ég keypti mér snúru í Tiger á eitthvað klink og hún virkar bara mjög vel. Hefur auk þess þann kost að með fylgir kló, svo hægt er að hlaða ipodinn bæði í gegnum tölvuna eða stinga beint í samband í vegg. Man ekki hvað hún kostaði, en það var mun minna eð 6.000 kall.
SvaraEyðaþað er ekkert mál með Apple - þú skoðar allt þar og þegar þÚ ert tilbúin að kaupa þá pantaðu bara af Amazon og sparar minnst 30 $ ef ekki meira.
SvaraEyðahttp://www.amazon.com/Charge-Cable-Apple-Shuffle-Generation/dp/B002AHHZAY/ref=sr_1_2?ie=UTF8&s=electronics&qid=1263984625&sr=1-2
SvaraEyðaÞetta er hlekkurinn sem er gefinn upp og þetta er *ekki* frá Apple!