fimmtudagur, 14. janúar 2010

Keypti rakvélablöð á Ebay

Eins og við vitum sem notum raksköfur þá er verðið ekki bara okur heldur komið út úr öllu korti. Ég skellti mér því á Ebay og keypti 56 blöð og eina sköfu (með blaði) Gillete Mach 3 og þetta kostaði með sendingarkosnaði 11.169 og tollur var 3.398 semsagt 14.567.ef við deilum þessum 56 blöðum í þessa upphæð og sleppum sköfunni þá kostar blaðið 260 og þá kostar hylki með 4 blöðum 1040 eða tæplega þrisvar sinnum minna heldur en út í búð á Íslandi. Þegar okrið er orðið svona mikið hér verður maður að bjarga sér ekki satt?
Róbert

7 ummæli:

  1. Gott að vita af þessu. Ég er annars fyrir nokkru farinn út í það að kaupa "einnota" rakvélar. Þær eru á góðu verði og svoleiðis græja endist vikum saman.

    SvaraEyða
  2. Ég vill benda á með þetta að það þarf að vara sig mjög mikið þ.s. mikið er um eftirlíkingar frá kína í Gillette á eBay. Einnig tókstu ekki fram hverskyns Mach3 þetta var. Ef þetta voru bara Mach3 (ekki turbo/power) þá kosta 4blöð um 1200kr í Bónus (keypti síðast fyrir um 10 dögum). Það er ekki fyrr en farið er í Fusion, Power oþh sem verðið springur upp. En þar fyrir utan hef ég mikið spáð í þessu sjálfur. Góð síða til að spá í eftirlíkingum er hér: http://fakeblades.wordpress.com/.

    SvaraEyða
  3. Það þyrfti bara að innleiða það sem tísku að vera loðinn, hvort sem það eru konur eða karlar, þá sparast ábyggilega gríðarlegar fjárhæðir í raksköfukostnað. :D

    SvaraEyða
  4. Ég tek Gillette match3 power blaðið mitt og eftir 3-4 skipti tek ég það og brýni það 20 sinnum í hvora átt á gallabuxum og ég er búinn að nota sama blaðið núna síðan í Júní(annan hvern dag að meðaltali) og það er bara eins og nýtt í dag. Auglýsingin þar sem þú kaupir fleiri blöð á lægra verði og þarft ekki að hafa áhyggjur af að kaupa alltaf nýtt blað og skiptir bara þegar alovera röndin er farin er algjört bull og bara sölutrix. Svo nota ég rakbursta og Nivea rakkrem sem kostar um 200 kr túpan. Set smá í burstan og vatn saman við og læt kremið freyða og dugir túpan í um 6 mánuði ef ekki lengur.

    SvaraEyða
  5. Vil benda mönnum á að í Krónunni fæst ódýrt og gott rakvélakerfi (man ekki nafnið, eitthvað óþekkt merki). Rakvélablöðin (þriggjablaða) kosta bara brot af því sem Gillette kostar. Ég ákvað að leggja Gillette og gefa þessu séns...þetta eru bara fínar sköfur og gefa góðan rakstur.

    SvaraEyða
  6. Matador rakvélar og blöð inna við 1000kr skafa með tveimur blöðum og 4 blaða fylling kostar inna við 800 kr. þetta er þriggjablaða kerfi svipað og Gillette mach3.

    Fínar sköfur.. fást í Krónu verslunum

    SvaraEyða
  7. Ég nota MAN rakvélablöð sem ég keypti´hjá Aldi í Danmörku, þriggja blaða mjög góð og 12 stk. kostuðu ekki nema 35 danskar krónur. Er að verða uppiskroppa með blöð, veit einhver hvort þessi blöð fást hér á landi?

    SvaraEyða