sunnudagur, 24. janúar 2010

Dýr ís í Álfheimum

Ég fór í Ísbúðina í Álfheimum um daginn og ætlaði að kaupa mér bragðaref. Ég leit yfir verðspjaldið og sá þá að lítill bragðarefur kostaði 755 kr!!! Ég átti ekki til aukatekið orð og ákvað að fá mér frekar ís í boxi. Ég fékk mér lítinn ís í boxi með heitri karamellusósu og mars. Ég rétti stúlkunni kortið og fékk ísinn. Hann var frekar lítill og svona 6 marsbitar ofan í. Hún sýndi mér afritið og þar stóð 655 kr. takk fyrir...!! Mér finnst þetta svo ógeðslega mikið okur!! Ég vinn á stað sem selur sömu tegund af ís, miklu stærri og með meira nammi og sósu á 500 kr. og fólk er að kvarta yfir því.. Ég fer a.m.k. ekki aftur í Álfheima að fá mér ís.
Kv. Sif

4 ummæli:

  1. já þetta er dálítið dýrt

    SvaraEyða
  2. Íssel smáranum = 350kr segi það og skrifa.

    SvaraEyða
  3. Já og svo má líka nefna að bragðarefur í einni af vinsælustu ísbúðum bæjarins, Vesturbæjarísbúð kostar 600 kr. sem er mun sanngjarnara verð.

    SvaraEyða
  4. Elska þessa íbúð samt, mjög góð þjónustu og mikill ís sem maður fær, ólíkt þessari nýju búð Ísland piff...

    SvaraEyða