föstudagur, 8. janúar 2010

Dýrt cellofan

Langaði bara að láta vita hversu illilega ég lét taka mig í gær!
Þurfti að pakka brúðkaupsgjöf í snarheitum, fólkið á leið úr landi og
kom við í Blómabúðinni Burknanum í Hafnarfirði að fá pakkað inn í
cello og smá borða með.
Yfirleitt spyr ég nú áður hvað kostar að fá cellu og smá borða áður
en hafist er handa en núna var ég á svo mikilli hraðferð að ég
gleymdi því.
Fékk cello utan um 2 lopapeysur og ögn af svörtum venjulegum borða á
upp á punt og þegar átti að borga jú 900 krónur.
Ég hef oft fengið svipaða þjónustu, m.a. í Garðheimum, Blómabúð í
Mjóddinni og fleiri stöðum og held ég hafi í það mesta borgað 300
krónur en þá var líka pakkað og skreytt meira.
Ég átti ekki til orð, 5 mínútur, 2 metrar af borða og aðrir af cello
í það mesta, 900 krónur takk fyrir.
Ég passa mig allavega á að gleyma aldrei að spyrja aftur um verðið
fyrirfram eða fer og fjárfesti bara sjálf í cello og borða!
Fer allavega aldrei aftur í þessa okurbúllu þarna í Hafnarfirðinum.
Kveðja, Una

Engin ummæli:

Skrifa ummæli