laugardagur, 30. janúar 2010

Forðist bílaumboðin!

Um daginn fór peran í loftljósinu í bílnum mínum, Subaru Legacy 2006 (þessi sem kviknar á þegar maður opnar hurðina). Fór í varahlutaverslunina Bílasmiðinn í dag, sem áttu ekki alveg eins peru, en sambærileg pera kostaði 66kr.
Fyrir forvitnis sakir hringdi ég áðan í Ingvar Helgason og kannaði verðið á þessari peru hjá þeim. Hún var ekki nema um 1050% dýrari peran þar, eða um 760kr.
Það eru gömul sannindi að maður á að forðast bílaumboðin eins og heitan eldinn.
kv,
Grétar

2 ummæli:

  1. Er ekki alveg sammála Grétari,hef oft rekið mig á það að sumir hlutir eru ekki alltaf dýrari í bílaumboðunum,vantaði kerti um daginn í bílinn minn sem að er Ford,byrjaði á því að hringja í N1 og stillingu og kostaði stykkið yfir 2000kr hjá þeim,hringdi svo í umboðið og þá kostaði kertið hjá þeim rétt um 1200 kr stk.Þannig að ekki gera bara ráð fyrir því að allt sé dýrara í umboðunum,borgar sig að hringja á alla staði og gera verðkönnun.

    SvaraEyða
  2. Ég hélt að það hefði komið fram margsinnis á þessari síðu að N1 er okurfyrirtæki. Það að umboðið sé ódýrara en N1 eru engar fréttir.

    SvaraEyða