sunnudagur, 17. janúar 2010

Blekkingar á útsölum

Nú þegar kreppan er í algleymingi er ekkert selt í verslunum nema að það sé á afslætti eða þá "ennþá á gamla verðinu". T.d. eru búðirnar Herragarðurinn og Bossbúðin (sem eru sama félag) búnar að keyra á 20% afslætti í mest allt haust. Þetta er auðvitað enginn afsláttur heldur hafa bara allar vörur í búðunum verið verkmerktar 25% of hátt. Flík sem þú borgar 800 kr fyrir er verkmerkt á 1000 kr. Þetta er kjánaskapur sem allir sjá vonandi í gegn um.
Hinsvegar versna málin þegar kemur af útsölum. Þegar nýársútsölunar byrjuðu þá var auglýstur 40% afsláttur og nú er hann kominn í 50%. Þetta er auðvitað bara blekking vegna þess að afslátturinn er miðaður við verðmiðann. Á 40% afslætti kostar því flíkin sem var seld á 800 kr fyrir Jól 600 kr á útsölu. Jú, það stendur 1000 kr á verðmiðanum en í reynd er þessi útsala bara 25% (600/800 = 0.75) þar sem flíkin var líklega aldrei seld á 1000 kr. Sama gildir um 50% útsölu - nú kostar sama 800 kr flík 500 kr sem er 37.5% afsláttur.
Björn

2 ummæli:

  1. Svo eru einnig dæmi þess að verðin hafa verið hækkuð rétt fyrir jól!

    Ég keypti peysu fyrir 7500 kr. í jólagjöf handa manninum mínum og skv. afgreiðslumanninum var þetta NÝ VARA en undir 7500 kr. verðmiðanum var annað verð 6500 kr. ...það var því greinilega nýbúið að hækka verðið á þessari nýju vöru um 1000 kr. ...maður veltir fyrir sér á hvaða grundvelli sú hækkun var gerð!

    SvaraEyða