sunnudagur, 17. janúar 2010

Ekki sniðugt að kaupa bagðefni í Soda Stream

Ég var í Byko í dag og sá þar Soda Stream tæki til sölu og á eitt slíkt
gamalt og gott. Ég og konan erum að ganga fram hjá rekkanum með
herlegheitunum í búðinni og rekumst þá á blandefnið fyrir græjuna. Og hvað,
það kostar tólfhundrað kall e-ð sem dugar í 12 lítra. Ok við pældum ekkert
meira í því fyrr en út í bíl. Keyptum ekki neitt. Þá förum við að hugsa.
Hundrað kall líterinn plús gosið og þú gerir þetta sjálfur vááá. Ég kaupi
svo kók zero 2 lítra í dag eftir þetta í bónus á 175 bokkuna. Það mætti þá
benda Byko á að selja bara kók zero því þá væri það bara ódýrara. Ég ætla
síðan ekki að tala um það sem ég sá að ætti að hækka út af þessu blessaða
prósenti í vsk því það var svo fjarri að það var djók. Voru 2 miðar á vöru
og bara búið að laga annan.
Kveðja,
Einar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli