laugardagur, 9. janúar 2010

Sjónhverfingar í Elko

Ég var staddur í Elko 30 Des. og var að skoða dvd spilara, rak þá augun samskonar dvd spilara og mamma mín hafði keypt í byrjun Des. Þá kostaði spilarinn kr. 7990. Þegar ég var í búðinni kostaði hann 30 Des. kr. 9990. Sami dvd spilari var síðan á útsölu eftir áramót með 20% afslætti á 7990. Þetta tel ég vera dæmi um sjóhverfingar, þarna er verið að hækka vöruna til að geta veitt háan afslátt.
Kveðja,
Ívar

4 ummæli:

 1. Ég bendi á dæmið með tilboðsmálningu hjá BYKO. Ég veit ekki nákvæmlega hverjar reglurnar eru en það þarf að selja vöru á ákveðnu verði í ákveðinn tíma áður en það má setja hana á tilboð/afslátt. Það var síðan vara í BYKO man nú ekki hvað það var sem var selt á fullri álagningu í einhverjar 2-3 vikur og svo á tilbði í meira en ár þar á eftir. Svona viðskiptahættir eru ólöglegir og alveg með ólíkindum að hið steingelda samkeppniseftirlit hafi ekki gert neitt í þessu að ráði. Irobot ryksugan fór t.d. strax á tilboð hjá BYKO án þess að hafa nokkurntíman verði seld á verðinu fyrir. Mér finnst þögning frá samkeppniseftirliti vera hrópandi. HALLÓ SAMKEPNISEFTIRLIT ERTU ÞARNA Á LÍFI.

  SvaraEyða
 2. Ég sé ekki vandamálið hérna .. spilarinn er á tilboði í byrjun janúar og byrjun desember og fullu verði þar á milli...

  SvaraEyða
 3. Það skiptir öllu máli hversu langt leið á milli. Vara þarf að vera á fullu verði í ákveðinn tíma(man ekki hvort það voru 2,3 eða 4 vikur) áður en það má setja hana á tilboð og tilboðið má bara vara í ákveðinn tíma.

  Þetta er gert svo það sé ekki hægt að hafa vöru á fullu verði(hærra en ef menn ætla sér eðlilegan hagnað) í stuttan tíma og svo á tilboði(eðlilegt verð m.v. sanngjarnan hagnað) í langan tíma jafnvel mánuði eða ár þar á eftir. Annars er verið að rugla neytendur svo mikið að erfitt er fyrir nokkurn mann að hafa eðlilega neytendavitund.

  SvaraEyða
 4. En við vitum ekkert hve lengi varan er á hvaða verði hérna, bara að hún er á tilboði í byrjun desember og byrjun janúar en fullu verði milli jóla og nýárs, vitum ekkert hvað þessi tilboð giltu lengi...

  SvaraEyða