Sýnir færslur með efnisorðinu Tölvutek. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Tölvutek. Sýna allar færslur

sunnudagur, 3. janúar 2010

Tölvutek beitir Hagkaupsaðferðinni, hækkar álagningu dagana fyrir jól

Ég vil deila biturri reynslu minni af að versla jólagjöf í tölvubúðinni Tölvutek í Borgartúni.
Ég fór í helstu tölvubúðirnar fyrir jólin að leita að svokölluðum
sjónvarpsflakkara, ég endaði á að velja mér Western Digital
sjónvarpsviðmótsgræju og Lacie 1TB flakkara (svona laus harður diskur), í
verslunninni Tölvutek og kostaði þetta saman 49.990 kr. Þegar ég ætlaði að
fjárfesta í þessari gjöf og í verslunina var komið var mér sagt að þetta
væri ekki til en myndi koma daginn eftir en einnig var mér bent á að
daginn eftir kæmi glæný rosagræja sem væri miklu, miklu betri en það væri
tæki frá Lacie sem sameinaði þetta tvennt, flakkari sem hægt væri að
tengja í sjónvarp og mjög stílhreinn, flottur og spilaði allar gerðir
skráa. Ég var samt ekki sannfærð en bað um að bæði það sem ég hafði ætlað
að kaupa og ein svona ofurgræja yrði tekin frá fyrir mig og ég ætlaði að
ákveða mig daginn eftir (ofurgræjan kostaði 10þús meira en það sem ég
hafði valið). Daginn eftir þá endanlega sannfærir sölumaður Tölvuteks mig
um að ofurgræjan sé svo flott og svo miklu betri kaup og ég beit á agnið
og keypti græjuna á 59.990 kr og gaf kærastanum í jólagjöf. Þetta var
21.desember.
29.desember, mánudaginn eftir jól, er ofurgræjan - þessi rosaflotta, nýja,
besta græja, komin á útsölu á 49.990 kr. Þeir lækkuðu verðið á þessari
rosagræju sem var nýkomin til landsins um tíuþúsund á viku...
Ég hringdi í verslunina til að vera alveg viss um að um sömu græju var að
ræða og var það staðfest við mig.
Það segir mér eitt: að Tölvutek lagði óeðlilega á vörur sínar fyrir jólin.
Hvernig geta þeir öðruvísi leyft sér að selja sínar nýjustu og flottustu
vörur sem fara í sölu viku fyrr á svo miklu lægra verði svo skömmu síðar?
Ég endaði með að versla jólagjafir þarna fyrir yfir 80.þús kr.
Ég mun beina mínum viðskiptum annað næstu jól en ekki láta Tölvutek plata
mig aftur með þessari Hagkaupsaðferð sinni.
G.L.