Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu skór. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu skór. Sýna allar færslur
mánudagur, 18. júní 2012
Auglýsingablekking Hagkaupsverslananna
Hagkaup auglýsir "Tax Free" daga þar sem virðisaukaskattur er felldur niður af ÖLLUM fatnaði. Svo að ég skunda með fjölskylduna að versla skó fyrir sumarið. Fundum öll þessa fínu skó og meira segja eitt strigaskópar á tilboði, kr. 3.990.- í staðkr. 5.990.-
Glöð og ánægð með skóval okkar höldum við að afgreiðslukassa, en þar bíða okkar tvöföld vonbrigði. Tilboðið átti ekki vð alla strigaskóna í þessari hillu (sem að voru allir á sama verðinu), nei bara eitt vörunúmer, en þessi ákveðna vörutegund tók sem svaraði um einum fimmta af hilluplássinu.
Nú jæja, það verður þá að hafa það, virðisaukaskatturinn reiknast þó af. En NEI, í huga stjórnenda Hagkaups verslana telst skófatnaður EKKI FATNAÐUR !!! Er þetta í lagi ? Maður spyr sig. Ég er mjög ósátt með að hafa verið blekkt með þessum villandi auglýsingum. Ég gat ekki hugsað mér að hætta við þessi skókaup, þar sem börnin mín voru svo alsæl og glöð með flottu skóna sína, og lét því þetta yfir mig ganga heldur en að takast á við vonbrigði og grát barnanna minna vegna ástæðu þess að ég vildi hætta við kaupin. Hagkaup á að sjá sóma sinn í að taka fram í auglýsingum sínum, ef að eitthvað er undanskilið frá almennu hugtaki, samanber skófatnaður sé ekki hluti af fatnaði. Þetta er álíka fáránlegt eins og að auglýsa afslátt af matvöru, en undanskilja frosinn mat. Ég get allavega ekki fundið rökstuðning fyrir því að skór séu ekki hluti af fatnaði fólks. Í mínum huga, og þeirra sem ég þekki, falla skókaup undir það að fata sig upp. Ég verð nú að segja að ég sé ekki marga ganga um skólausa á götum úti. Það er nú frekar að maður sjái fólk spóka sig léttklætt að ofan en að það gangi um berfætt í bænum.
Eins þegar tilboð er auglýst á ákveðnum stað, (eins og tilboðsmiðinn á hillurekkanum) en á ekki við allar vörur á þeim stað, á að afmarka það með sér standi (eða körfu) svo að það leiki ekki vafi á því hvað er verið að selja á þessu sér tilboði. Í mínum huga er þetta klárlega auglýsingablekking.
Anna Rudolfsdóttir
sunnudagur, 8. apríl 2012
Skóbúðin Focus
Ég ákvað að kaupa skópar handa kærustunni minni í afmælisgjöf og fór með henni í Smáralindina þar sem að við enduðum í skóbúðinni Focus. Þar sá hún leðurskó sem að henni leist vel á þannig að ég keypti þá handa henni.
Skórnir kostuðu 16.995 kr og voru víst alvöru leður og henni þótti þeir mjög flottir. Allavega þá förum við úr búðinni og yfir í aðra búð þar sem að við hittum vinkonu okkar og kærastan mín tekur skóna úr kassanum til að sýna henni, nema hvað að þá skoðum við þá betur og kemur í ljós að þeir eru gallaðir (byrjað að rakna upp einn saumurinn á öðrum skónum) þannig að við förum yfir í Focus aftur og látum vita af þessu og fengum annað par. Við vorum aðeins of fljót á okkur að skoða þá ekki líka gaumgæfilega vegna þess að þegar að við vorum komin út í bíl og lögð af stað heim þá sáum við að þeir voru líka gallaðir (bæði rennilásinn á öðrum skónum búinn að rakna upp og lausir saumar á báðum skónum) en þá var klukkan orðin of margt þannig að við þurftum að skila þeim næsta laugardag (páskafrí þarna inn á milli og allt lokað). Allt í lagi, við förum næsta laugardag í búðina og látum vita að þetta sé annað skóparið sem að við fáum sem að er gallað þannig að við viljum helst bara fá endurgreiðslu (fyrst að þetta er frágangurinn á skónum þarna þá kærum við okkur ekki um að eyða tæplega 17 þús kalli þarna í vöru sem að er gölluð) en okkur er neitað um endurgreiðslu. Eftir smá þræting og að hafa fengið svörin "ég sem ekki reglurnar" og "ég get sent þá til skósmiðs en þá koma þeir ekki aftur fyrr en einhvern tímann í næstu viku" frá starfskonunni (auk þess bauð hún okkur að fá aftur gallaða parið sem að við skiluðum fyrst, sem gefur að skilja að þá séu þeir að setja aftur gallaðar vörur í sölu) þá gátum við fengið inneignarnótu frá NTC búðunum (Companys, Deres, EVA, Focus, Gallerí Sautján, GS skór, Karakter, Kultur, Kultur menn, smash, Sparkz, Urban), fyrst að það var eina mögulega lausnin þarna þá urðum við að sætta okkur við það þó svo að fyrir mitt leyti þá vil ég ekki versla við þetta batterí fyrst að þeir neita endurgreiðslu þrátt fyrir að maður sé með kassakvittun, posastrimil og að hafa fengið í tvígang gallaða vöru. Allavega þá er það á hreinu að ég versla ekki aftur við Focus þegar að ég kaupi skó handa kærustunni.
Dabbi V
Skórnir kostuðu 16.995 kr og voru víst alvöru leður og henni þótti þeir mjög flottir. Allavega þá förum við úr búðinni og yfir í aðra búð þar sem að við hittum vinkonu okkar og kærastan mín tekur skóna úr kassanum til að sýna henni, nema hvað að þá skoðum við þá betur og kemur í ljós að þeir eru gallaðir (byrjað að rakna upp einn saumurinn á öðrum skónum) þannig að við förum yfir í Focus aftur og látum vita af þessu og fengum annað par. Við vorum aðeins of fljót á okkur að skoða þá ekki líka gaumgæfilega vegna þess að þegar að við vorum komin út í bíl og lögð af stað heim þá sáum við að þeir voru líka gallaðir (bæði rennilásinn á öðrum skónum búinn að rakna upp og lausir saumar á báðum skónum) en þá var klukkan orðin of margt þannig að við þurftum að skila þeim næsta laugardag (páskafrí þarna inn á milli og allt lokað). Allt í lagi, við förum næsta laugardag í búðina og látum vita að þetta sé annað skóparið sem að við fáum sem að er gallað þannig að við viljum helst bara fá endurgreiðslu (fyrst að þetta er frágangurinn á skónum þarna þá kærum við okkur ekki um að eyða tæplega 17 þús kalli þarna í vöru sem að er gölluð) en okkur er neitað um endurgreiðslu. Eftir smá þræting og að hafa fengið svörin "ég sem ekki reglurnar" og "ég get sent þá til skósmiðs en þá koma þeir ekki aftur fyrr en einhvern tímann í næstu viku" frá starfskonunni (auk þess bauð hún okkur að fá aftur gallaða parið sem að við skiluðum fyrst, sem gefur að skilja að þá séu þeir að setja aftur gallaðar vörur í sölu) þá gátum við fengið inneignarnótu frá NTC búðunum (Companys, Deres, EVA, Focus, Gallerí Sautján, GS skór, Karakter, Kultur, Kultur menn, smash, Sparkz, Urban), fyrst að það var eina mögulega lausnin þarna þá urðum við að sætta okkur við það þó svo að fyrir mitt leyti þá vil ég ekki versla við þetta batterí fyrst að þeir neita endurgreiðslu þrátt fyrir að maður sé með kassakvittun, posastrimil og að hafa fengið í tvígang gallaða vöru. Allavega þá er það á hreinu að ég versla ekki aftur við Focus þegar að ég kaupi skó handa kærustunni.
Dabbi V
þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Súperskór
Súperskór sf er í eigu ósköp venjulegs fjöslkyldufólks sem ákvað einn daginn að gera eitthvað annað og meira en að sitja heima í eldhúsi og kvarta undan verðlaginu á Íslandi. Fyrirtækið rekur netverslunina www.superskor.is þar sem boðið er upp á skófatnað á betri verðum en en boðið er upp á í verslunum á landinu. Síðan er skemmtilega upp sett og auðvelt er að panta vöruna þar sem bæði er hægt að greiða með kreditkorti og millifærslu á reikning verslunar. Boðið er upp á fría heimsendingu hvert á land sem er og fara skórnir í póst um leið og greiðsla berst til seljanda.
Í augnablikinu er aðallega boðið upp á skó fyrir börn og unglinga en stefnt er á aukaúrvalið jafnt og þétt og taka inn skó fyrir herra og dömur fljótlega. Ef farið er inn á síðuna sést að allir barna og unglingaskór kosta minna en 5000 kr.
Síðan hefur fengið góðar viðtökur og hafa þeir sem verslað hafa við Súperskó sf verið ánægðir með vöruna og þjónustuna. Margir halda kannski að ekki sé hægt að versla skó á netinu vegna mismunandi stærða og annara vandkvæða en það er ekki svo. Á síðunni má finna upplýsingar um þá skó sem þykja vera í smærri stærðum en gengur og gerist og einnig má þar finna tölur sem sýna innanmál í millimetrum. Ef skórnir passa ekki þegar þeir eru komnir til kaupanda er boðið upp á senda þá til baka og fá rétt númer sent í staðinn. Sendingarkostnaður vegna skipta á skóm fellur reyndar á kaupanda en engu að síður þægileg lausn.
Kristján
Í augnablikinu er aðallega boðið upp á skó fyrir börn og unglinga en stefnt er á aukaúrvalið jafnt og þétt og taka inn skó fyrir herra og dömur fljótlega. Ef farið er inn á síðuna sést að allir barna og unglingaskór kosta minna en 5000 kr.
Síðan hefur fengið góðar viðtökur og hafa þeir sem verslað hafa við Súperskó sf verið ánægðir með vöruna og þjónustuna. Margir halda kannski að ekki sé hægt að versla skó á netinu vegna mismunandi stærða og annara vandkvæða en það er ekki svo. Á síðunni má finna upplýsingar um þá skó sem þykja vera í smærri stærðum en gengur og gerist og einnig má þar finna tölur sem sýna innanmál í millimetrum. Ef skórnir passa ekki þegar þeir eru komnir til kaupanda er boðið upp á senda þá til baka og fá rétt númer sent í staðinn. Sendingarkostnaður vegna skipta á skóm fellur reyndar á kaupanda en engu að síður þægileg lausn.
Kristján
sunnudagur, 12. desember 2010
Óheiðarlegir viðskiptahættir í Toppskórinn Outlet
Í Fréttablaðinu í gær var heilsíðuauglýsing frá Toppskóm - Outlet sem hljóðaði upp á 50% afslátt af öllum vörum í búðinni. Ég var stödd í umræddri búð fyrir viku síðan og vissi nákvæmlega verð á Ecco inniskóm sem ég var að skoða. Um var að ræða tvennskonar pör sem kostuðu 11.995 kr. Þegar ég hugsaði mér að nýta mér þetta góða auglýsta tilboð í dag var búið að hækka alla skóna í 14.995 kr. Ég spurði stúlkuna hvernig stæði á þessu og hún tjáði mér að það gæti að það hefði ruglast eitthvað verðið og pör í kassa. Hún var s.s að gefa það til kynna að ég hlyti að hafa tekið vitlaust eftir. Hún fór fram og spurði einhverja konu og kom til baka og sagði að þetta væru rétt verð en það gæti verið að verð og pör hefðu ruglast. En þetta svar var svo loðið og tilbúið að ég var ekki tilbúin að kaupa það. Ég sagði að ég væri ekki ánægð með þessi vinnubrögð ef þetta væri rétt hjá mér og sagðist ekki ætla að láta hafa mig að fífli og gekk út og sagðist ekki versla hérMaðurinn minn var með mér og hann vissi einnig rétta verðið á skónum. Mér finnst rétt að fólk viti af þessu að þetta var svo sannarlega ekki um 50% lækkun á vörunum þar sem búið var að hækka vöruna um allt að 30% og "gefa" svo 50% afslátt. Fólk verður að vera á verði.
Kær kveðja,
Gunnhildur Grétarsdóttir
Kær kveðja,
Gunnhildur Grétarsdóttir
laugardagur, 29. ágúst 2009
Fáránlega dýr innflutningur
Ég er ekki vanur að kvarta og átti mig á því að fámennið og
fjarlægðin gerir margar innfluttar vörur eitthvað dýrari hér heima en
erlendis en núna brá mér.
Fyrir viku var ég staddur í London og keypti þar Nike Pegasus+ 26
hlaupaskó. Þeir kostuðu í Niketown á Oxford Street (sem er ekki ódýrasta
verslunin), 66,55 pund eða um 14.000 krónur.
Ég var síðan í Útilíf áðan og þar var sami skórinn í hillu á rúmar
27.000 krónur! (Í netverslun Nike kostar skórinn síðan um 11.000kr)
Þetta finnst mér okur.
Kv. Árni
fjarlægðin gerir margar innfluttar vörur eitthvað dýrari hér heima en
erlendis en núna brá mér.
Fyrir viku var ég staddur í London og keypti þar Nike Pegasus+ 26
hlaupaskó. Þeir kostuðu í Niketown á Oxford Street (sem er ekki ódýrasta
verslunin), 66,55 pund eða um 14.000 krónur.
Ég var síðan í Útilíf áðan og þar var sami skórinn í hillu á rúmar
27.000 krónur! (Í netverslun Nike kostar skórinn síðan um 11.000kr)
Þetta finnst mér okur.
Kv. Árni
föstudagur, 28. ágúst 2009
Ódýrt að láta gera við skó hjá Þráni skóara
Ég fór með skó sem ég á til Þráins skóara á Grettisgötunni, því það hafði komið saumspretta á annan þeirra. Ég hefði ekki farið með skóna nema af því þeir voru nýlegir, bjóst við að viðgerð slagaði hátt í verð á nýjum skóm. Mér var sagt að ég gæti komið tveim tímum síðar og sótt skóna, það stóðst. Hélt að ég þyrfti að borga a.m.k. þrjú þúsund fyrir en þess í stað var ég rukkaður um 350 kr.! Það hafði bæði verið saumað og límt, þannig að viðgerðin sást varla. Það borgar sig greinilega að láta gera við skó.
Björn
Björn
Efnisorð:
ekki okur,
skór,
skóviðgerðir,
þjónusta,
Þráinn skóari
fimmtudagur, 13. ágúst 2009
Byko og Gabor
Um daginn var skrifað um það í neytendahorni Fréttablaðsins að gasið væri ódýrt í Byko. Ég gerði mér ferð þangað með tvo 9 kg gaskúta til að fá fyllingu á. Þeir
áttu reyndar bara til á 10 kg kútum og var ekkert mál að taka 9 kg
kútana uppí.
Þegar svo átti að borga var ég rukkaður um rúmlega 17.000 krónur fyrir
áfyllinguna og ég spurði hvort hún hefði ekki tekið hina uppí sagðist
hún hafa gert það.
Þetta fannst mér of dýrt og fór á Select við smáralind keypti áfyllingu
þar og borgaði rétt undir 9000 kr þar.
þannig að þetta "ódýra" gas virðist ekki vera til lengur í Byko.
Annað mál:
Ég fór í Gabor skóverslun í Fákafeni og keypti afmælisgjöf handa konunni
minni skó sem kostuðu 14,990,- Hennar stærð var ekki til enn voru að
koma þannig að ég fékk skó sem voru hálfu nr of stórir eða litlir sem hún mátti skipta þegar hennar stærð kæmi. Hún fer til þeirra og þá voru þeir ekki komnir og þau taka af henni skónna sem ég hafði keypt og segjast hringja í hana þegar
sendingin kemur. Þau gera það þremur dögum síðar og þegar hún sækir þá
er hún rukkuð um kr 5000 í viðbót. Ég efast ekki um að það séu
einhverjar hækkanir í gangi og er sjálfur að vinna í verslun.
Enn svona verslunarmáti hef ég ekki kynnst áður. Ég keypti skóna og tók
þá til að fá þá á þessu verði mér var boðið að fá gjafabréf vildi það
ekki svo verðið myndi haldast.
Með kveðju,
Jóhann Viðarsson
áttu reyndar bara til á 10 kg kútum og var ekkert mál að taka 9 kg
kútana uppí.
Þegar svo átti að borga var ég rukkaður um rúmlega 17.000 krónur fyrir
áfyllinguna og ég spurði hvort hún hefði ekki tekið hina uppí sagðist
hún hafa gert það.
Þetta fannst mér of dýrt og fór á Select við smáralind keypti áfyllingu
þar og borgaði rétt undir 9000 kr þar.
þannig að þetta "ódýra" gas virðist ekki vera til lengur í Byko.
Annað mál:
Ég fór í Gabor skóverslun í Fákafeni og keypti afmælisgjöf handa konunni
minni skó sem kostuðu 14,990,- Hennar stærð var ekki til enn voru að
koma þannig að ég fékk skó sem voru hálfu nr of stórir eða litlir sem hún mátti skipta þegar hennar stærð kæmi. Hún fer til þeirra og þá voru þeir ekki komnir og þau taka af henni skónna sem ég hafði keypt og segjast hringja í hana þegar
sendingin kemur. Þau gera það þremur dögum síðar og þegar hún sækir þá
er hún rukkuð um kr 5000 í viðbót. Ég efast ekki um að það séu
einhverjar hækkanir í gangi og er sjálfur að vinna í verslun.
Enn svona verslunarmáti hef ég ekki kynnst áður. Ég keypti skóna og tók
þá til að fá þá á þessu verði mér var boðið að fá gjafabréf vildi það
ekki svo verðið myndi haldast.
Með kveðju,
Jóhann Viðarsson
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)