Sýnir færslur með efnisorðinu söfn. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu söfn. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 12. ágúst 2009

Safnaokur

Á ferðum mínum um landið í sumar hafa nokkur söfn verið heimsótt.
Þar á meðal stórglæsilegt Víkingasafn Í Reykjanesbæ. Þar er selt inn á 1.500 krónur. Ég reiddi fram 7.500 krónur fyrir mig og mitt fólk.
Þar af voru 2 menntaskólanemar og 2 háskólanemar sem fá engan afslátt ólíkt því sem gerist í öðrum löndum.
Mér fannst þetta hreint okur, ekki síst í ljósi þess að ég tel mig hafa heyrt að þetta safn hafi fengið einhverja þá hæstu styrki af almannafé sem um getur.
Draugasetrið á Stokkseyri selur líka inn á 1.500 krónur sem mér persónulega finnst okur inná jafn lélegt safn.
Nágranninn á Veiðisafninu seldi hinsvegar inn á 1000 krónur á sitt safn.
Það safn er stórkostlega vel heppnað, og ég held að eigandinn hafi sett þetta á laggirnar án opinberra styrkja.
Ég mæli með að fólk missi ekki af Veiðisafninu, það er upplifun fyrir alla.
Þessi verð eru fyrir fullorðins aðgang.
Ingibjörg