Sýnir færslur með efnisorðinu jólagjafir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu jólagjafir. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 28. desember 2010

Græðir Hagkaup á jólagjafaskilum?

Fór og skilaði dóti í Hagkaupum, þann 27. des. s.l. sem barnið mitt
fékk í jólagjöf, sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir
að þegar varan er stimpluð inn í kassann kemur upp að ég eigi að fá
3.990 kr. í inneign. Það vildi svo skemmtilega til að verðmiðinn var
enn á dótakassanum (sem er nú iðulega ekki á gjöfum) en þar stóð 5.990
kr. Ég benti á þetta og þetta var leiðrétt eins og skot.
Fór að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið einstakt tilvik eða
hvort þetta sé auðveld leið til að græða?
Það hefur nú ekki alltaf verið talið kurteisi að spyrja hversu dýrar
gjafirnar eru sem maður fær, en það er kannski ekki óvitlaust?
bestu kveðjur og þakkir
:)
Blær