Núna undanfarna daga hefur Bónus skiltað með verðið 1.098.- kr. kg. af roðlausum og beinlausum ýsuflökum frá Fiskbúðinni okkar.
Verð sem tekið er á kassa er hins vegar kr. 1.259,- sem gerir mismun upp á kr. 161.- pr. kg.
Ef gefum okkur að allar Bónusbúðir selji aðeins 25 tonn af ýsuflökum á viku, þýðir þessi mismunur á milli þess verðs sem okkur er sagt að varan kosti og þess sem Bónus tekur kr. 209.300.000,-. Bara þessi eina litla vörutegund ! Yfir tvö hundruð milljónir!
Verum vakandi!!!
Óli Sig
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu fiskur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fiskur. Sýna allar færslur
miðvikudagur, 1. febrúar 2012
sunnudagur, 12. desember 2010
Vatnsfiskur

Konan keypti fiskflök um daginn. Þetta voru ýsuflök með 10% íshúðun. Afhverju íshúðun er innifalin veit ég ekki en það ætti þá að vera hægt að fá fiskinn án íshúðunar eða íshúðunina sér, ekki satt?
En þar sem ég er stundum leiðinlega smámunasamur þá ákvað ég að vikta þetta allt sjálfur. Fiskuinn í umbúðum vó 838g en á umbúðunum var hann merktur 836g, límmiðinn gæti verið 2g með prentun, lími og fingraförum.
Ég hellti mestu af vatninu úr pokanum í skál og vó það sér, eftir að hafa tarað út þyngdina á skálinni að sjálfsögðu og þá var vatnið 202g.
Síðan vó ég fiskinn sér 634g í pokanum, með límmiðanum.
Eftir það ákvað ég að þerra fiskinn með húsbréfi og þá fór þyngdin niður í 594g úr upprunalegu 836g sem er ca: 41% ekki 10% eins og miðinn gefur til kynna. Þetta kalla ég vörusvik, það er ekkert annað heiti yfir þetta. Mér þætti gaman að sjá framan í þennan framleiðanda ef honum hefði bara verið greitt fyrir 60% af fisknum eða hann hefði fengið 60% af kvótanum.
Svona eiga menn ekki að gera.
Næst kaupi ég fiskinn en ekki frá þessum framleiðanda.
Kveðja,
Steinþór B. Grímsson
föstudagur, 26. nóvember 2010
Engiferdrykkir og ódýr fiskur
Engifer-drykkir virðast vera nýjasta heilsuæðið á Íslandi. Nokkrar tegundir eru í boði og er mismikill leyndarljómi yfir tegundum. Drykkirnir eru síður en svo gefnir, sá ódýrasti er af tegundinni Zing og fæst í Bónus á 1.698 krónur, 2 l flaska. Aðrar tegundir eru dýrari, enda leyndardómsfyllri. Ekki veit ég hvers vegna þessi verð eru svona há því innihaldslýsingin gefur ekki tilefni til þessa verðlags. Þvert á móti er hráefnið frekar ódýrt. Kíló af engifer kostar 579 krónur í Bónus, kíló af lime er á 459 kr, kíló af hrásykri á 596 kr og 50 grömm af myntublöðum á 398 krónur. Vatnið kemur svo úr krananum.
Jafnvel mestu eldhúsklaufar eins og ég geta náð upp leikni við að búa til sína eigin engiferdrykki. Ekki þori ég þó að lofa jafn miklum árangri af svona heimagerðum drykkjum og dýru drykkirnir lofa. Það eru fá meinin sem leyndardómsfyllstu engifer-drykkirnir lofa ekki að bæta.
Netið er stútfullt af uppskriftum um engiferdrykki. Magn hráefna fer eftir því hversu sterkan drykk maður vill gera og verður maður að leyfa sér smá tilraunastarfssemi í byrjun. Svona sirka býr maður til sinn eigin drykk:
Engiferrót er söxuð smátt
Sjóðandi vatni helt yfir og þetta kramið svolítið með mortéli til þess að ná bragðinu úr engiferinu.
Limesafa og krömdum myntulaufum bætt í eftir smekk.
Hrásykri bætt í eftir smekk (eða bara sleppt).
Vilji maður fá auka hjálp í baráttunni við kvef kremur maður smátt saxaðan chilli-pipar (og hvítlauk) með engiferinu.
Kælt (eða drukkið heitt eins og te).
En nú að öðru. Nýlega gerði ég könnun á fiskverði á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi af því fékk ég bréf frá Fiskbúðinni okkar sem framleiðir ferskan fisk fyrir Bónus. Þeim finnst þeir alltaf lenda útundan í verðkönnunum en segjast þó hafa lagt sig fram um að framleiða ódýran og góðan fisk. Kílóverð á roð og beinlausum ýsuflökum í Bónus er 998 kr., en algengt verð í fiskbúðum er á bilinu 1500-1900 kr. Svipaða sögu má segja um fiskibollur (699 kr. – 10% afsláttur við kassa (sama verð frá árinu 1999)) og ýsuréttirnir kosta 998 kr. kg. Bónus virðist því vera með lægstu verðin á ferskum fiski, eins og svo mörgu öðru.
Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 26.11.10)
Jafnvel mestu eldhúsklaufar eins og ég geta náð upp leikni við að búa til sína eigin engiferdrykki. Ekki þori ég þó að lofa jafn miklum árangri af svona heimagerðum drykkjum og dýru drykkirnir lofa. Það eru fá meinin sem leyndardómsfyllstu engifer-drykkirnir lofa ekki að bæta.
Netið er stútfullt af uppskriftum um engiferdrykki. Magn hráefna fer eftir því hversu sterkan drykk maður vill gera og verður maður að leyfa sér smá tilraunastarfssemi í byrjun. Svona sirka býr maður til sinn eigin drykk:
Engiferrót er söxuð smátt
Sjóðandi vatni helt yfir og þetta kramið svolítið með mortéli til þess að ná bragðinu úr engiferinu.
Limesafa og krömdum myntulaufum bætt í eftir smekk.
Hrásykri bætt í eftir smekk (eða bara sleppt).
Vilji maður fá auka hjálp í baráttunni við kvef kremur maður smátt saxaðan chilli-pipar (og hvítlauk) með engiferinu.
Kælt (eða drukkið heitt eins og te).
En nú að öðru. Nýlega gerði ég könnun á fiskverði á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi af því fékk ég bréf frá Fiskbúðinni okkar sem framleiðir ferskan fisk fyrir Bónus. Þeim finnst þeir alltaf lenda útundan í verðkönnunum en segjast þó hafa lagt sig fram um að framleiða ódýran og góðan fisk. Kílóverð á roð og beinlausum ýsuflökum í Bónus er 998 kr., en algengt verð í fiskbúðum er á bilinu 1500-1900 kr. Svipaða sögu má segja um fiskibollur (699 kr. – 10% afsláttur við kassa (sama verð frá árinu 1999)) og ýsuréttirnir kosta 998 kr. kg. Bónus virðist því vera með lægstu verðin á ferskum fiski, eins og svo mörgu öðru.
Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 26.11.10)
þriðjudagur, 16. nóvember 2010
Ódýr ferskur fiskur í Bónus
Ég var að skoða verðkönnunina sem þú gerðir á fiski í fiskbúðunum og tveimur verslunum.
Málið er að fyrirtækið mitt framleiðir ferskan fisk fyrir Bónus og finnst mér við því miður alltaf lenda útundan í verðkönnunum.
Við höfum lagt okkur fram um að framleiða ódýran og góðan fisk.
Verð á Ýsuflökum er td út úr Bónus á 998 kr kg en mjög algengt verð út úr fiskbúð er á bilinu 1700-1990 kr kg (roð og beinlaust).
Fiskibollurnar okkar kosta út úr Bónus 699 -10% afsláttur við kassa(sama verð frá árinu 1999)en algengt verð út úr fiskbúð er 1100-1500 kr kg.
Ýsuréttirnir okkar kosta 998 kr kg út úr Bónus en algengt verð út úr fiskbúð er 1200-1700 kr kg.
Þannig að fólk getur sparað mikla peninga með því að versla fiskinn sinn í Bónus.
Mig langaði bara vekja athygli þína á þessu og lofa okkur kannski að vera með næst.
Með kveðju,
Finnur Frímann
eigandi Fiskbúðarinnar okkar.
Málið er að fyrirtækið mitt framleiðir ferskan fisk fyrir Bónus og finnst mér við því miður alltaf lenda útundan í verðkönnunum.
Við höfum lagt okkur fram um að framleiða ódýran og góðan fisk.
Verð á Ýsuflökum er td út úr Bónus á 998 kr kg en mjög algengt verð út úr fiskbúð er á bilinu 1700-1990 kr kg (roð og beinlaust).
Fiskibollurnar okkar kosta út úr Bónus 699 -10% afsláttur við kassa(sama verð frá árinu 1999)en algengt verð út úr fiskbúð er 1100-1500 kr kg.
Ýsuréttirnir okkar kosta 998 kr kg út úr Bónus en algengt verð út úr fiskbúð er 1200-1700 kr kg.
Þannig að fólk getur sparað mikla peninga með því að versla fiskinn sinn í Bónus.
Mig langaði bara vekja athygli þína á þessu og lofa okkur kannski að vera með næst.
Með kveðju,
Finnur Frímann
eigandi Fiskbúðarinnar okkar.
mánudagur, 15. nóvember 2010
Hvað kostar fiskurinn?
Á höfuðborgarsvæðinu eru þónokkuð margar fiskbúðir. Úrval er mismikið og framsetning misjöfn. Sumar fiskbúðir eru nútímalegar og gljándi og bjóða upp á framúrsefnulega rétti samhliða hefðbundnari, á meðan aðrar búðir líta út eins og allar fiskbúðir gerðu fyrir 30 árum síðan. Allar búðirnar eiga það þó sameiginlegt að kaupa hráefnið af sama uppboðsmarkaðinum, og það virðist ekki vera stíf verðsamkeppni í fisksölu í Reykjavík. Og þó. Ég athugaði verð á fimm algengum fisktegundum/réttum í átta fiskbúðum og tveim stórverslunum. Þetta eru niðurstöðurnar:

Nokkur verðmunur er á ýsuréttum, plokkfiski og fiskbollum, en það verður að taka með í reikninginn að innihald réttanna er mismunandi eftir búðum. Þessi könnun tekur aðeins mið af verði, ekki gæðum – sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hér væri verið aöð bera saman epli og appelsínur.
Samanburður á verði þorsks og skötusels er markvissari. Mestur er munurinn á skötusel. Tvær verslarnir bjóða kílóverð á undir 2000 krónum og er fiskbúðin í Spönginni með besta verðið. Það er 84% ódýrara en hæsta skötuselskílóverðið sem ég fann. Mun minni munur er á þorskflökum, þar er 25% munur á hæsta og lægsta verðinu.
Að lokum má geta þess að fiskur er hollur og góður – staðreynd sem flestum ætti að vera fullkunnugt um – og Íslendingar ættu að borða fisk að minnsta kosti einu sinni í viku, helst tvisvar (eða oftar!)
Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 12.11.10)

Nokkur verðmunur er á ýsuréttum, plokkfiski og fiskbollum, en það verður að taka með í reikninginn að innihald réttanna er mismunandi eftir búðum. Þessi könnun tekur aðeins mið af verði, ekki gæðum – sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hér væri verið aöð bera saman epli og appelsínur.
Samanburður á verði þorsks og skötusels er markvissari. Mestur er munurinn á skötusel. Tvær verslarnir bjóða kílóverð á undir 2000 krónum og er fiskbúðin í Spönginni með besta verðið. Það er 84% ódýrara en hæsta skötuselskílóverðið sem ég fann. Mun minni munur er á þorskflökum, þar er 25% munur á hæsta og lægsta verðinu.
Að lokum má geta þess að fiskur er hollur og góður – staðreynd sem flestum ætti að vera fullkunnugt um – og Íslendingar ættu að borða fisk að minnsta kosti einu sinni í viku, helst tvisvar (eða oftar!)
Dr. Gunni
(Birtist í Fréttatímanum 12.11.10)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)