Fyrir skömmu leigði ég mynd á skjábíó. Þegar ég samþykkti leigu þá var samþykkið fyrir 550 krónur.
Ég fékk greiðsluseðil í morgun vegna myndarinnar sem leigði á skjábíó fyrir 550. En auðvita er reikningurinn´fyrir 800 krónur eins og ykkur er fullkunnugt því við kostnaður við innheimtu á 550 kr er 250 kr eða rétt um 45% af upphaflegum reikningi.
Magnað.
Maður spyr sig þeirrar einföldu spurningar hversvegna þetta er slíkur sérreikningur þegar ég greiði nú þegar á öðrum reikning aðra þjónustu símans og hvers vegna þetta bættist ekki á þann reikning í stað þess að hækka umsamið gjald um 45%?
Þannig að spurningin er af hverju fæ ég sér reikning með tilheyrandi kostnaði og af hverju þetta lagðist ekki á hinn reikninginn sem ég greiðin hvort sem er?
Ef það er viðtekinn venja að bæta 45% innheimtukostnaði á leigu á myndum þá legg ég líka til að það komi fram við leigu að kostnaður verði 550 + 250 innheimta. Það væri góður viðskiptaháttur.
Virðingarfyllst,
G. Jökull