Eftirfarandi er lýsing á viðskiptum mínum við viðgerðaþjónustuna Litsýn, Síðumúla 35, eins og ég þekki þau réttust.
Fjórða ágúst síðast liðinn fór ég með myndavélina mína í viðgerð á áðurnefndan stað. Áður hafði mér verið tjáð að það fyrirtæki sem seldi og sinnti þjónustu við þessa tegund véla væri ekki lengur til og Litsýn hefði tekið að sér þjónstu við fyrrum viðskiptavini þess og væri það eina fyrirtækið sem það gerði svo ekki voru valkostir um þjónustuaðilla aðrir.
Þar sem myndavélin er í ódýrari kanntinum var ég ekki viss um að svaraði kosnaði að gera við hana og tjáði þeim sem við henni tók þessar vangaveltur mínar, auk þess sem ég sagði honum að ég væri afar vantrúuð á að vélin væri biluð. Hún væri nýleg, lítið sem ekkert notuð og mun líklegra að um handvöm mína og kunnáttuleysi væri að ræða, en að hún þarfnaðist viðgerðar. Þá spurði ég manninn hvort hann væri til í að sýna mér hvernig rafhlaðan væri losuð úr vélinni, því þar sem bilunin lýsti sér í að hún hafnaði því að vera hlaðin, gæti þá hugsast að rafhlaðan væri laus ???
Viðkomandi sagði mér að hafa engar áhyggjur af þessu, þetta yrði allt athugað og ef vandamálið reyndist ekki meira en laus rafhlaða yrði ég að sjálfsögðu ekki látin borga fyrir að setja hana aftur í. Ekki veitti ég athygli spjaldi við kassann sem á stóð að lámarks gjald fyrir skoðun á hlut væru 3000 kr. og þaðan af síður var mér bent á það af afgreiðslumanni þegar við áttum fyrrnefnt samtal. Að lokum var mér sagt að koma eftir tvo daga, þá yrði vélin tilbúin.
Ég leyfði þremur dögum að líða, svona til að vera nokkuð viss um að þurfa ekki að fara fýluferð. Þá var mér tjáð að vélin væri á biðlista og það færi að koma að henni.
Mér væri óhætt að koma eftir nokkra daga, þá yrði hún örugglega tilbúin.
...Og vika leið og aftur fór ég til að athuga með vélina. Þá var mér sagt að viðgerðamaðurinn væri kominn í frí og óvíst hvenær hann væri væntanlegur aftur til vinnu, en þó von til þess að fríið yrði ekki mjög langt.
Nú horfði ég fram á nokkrar óvissuferðir til viðbótar á verkstæðið og fylltist nokkurri örvæntingu um hvernig ég gæti vitað hvenær rétti tíminn til að athuga með viðgerðina rynni upp. Afgreiðslumaðurinn sem ég talaði við í þetta skiptið, stakk upp á að mér yrðu sent SMS-skilaboð þegar vélin væri tilbúin og enn áréttaði ég að ég fengi að taka ákvörðun um hvort gert yrði við vélina ef sýnilegt yrði að bilunin gæti reynst dýr og líkt og hinn fullvissaði þessi afgreiðslumaðurinn mig um, að haft yrði samband við mig ef stefndi í dýra viðgerð, en í þetta skiptið rak ég augun í spjald við kassann þar sem á stóð að það eitt að afhenda eigur sínar í hendur þessara manna og gefa þeim tækifæri á að handfjalla þær hversu lítið sem það kynni að verða, mundi kosta viðkomandi 3000 kr.
Dagarnir liðu og ekkert kom SMS-ið Nú var ég ákveðin í að sækja vélina í hverning ástandi sem hún kynni að vera....biluð eða viðgerð.
Maður sem ég hafði hitt í síðustu heimsókn minni á verkstæðið kom með vélina og þau skilaboð með frá viðgerðamanninum, en þau mátti einnig lesa á verkbeiðni : BATTERÍ HLAÐIÐ !!! ...og fyrir ómakið vildi hann fá 3000 kr. !!! ...sem kannski er skiljanlegt þar sem það hafði tekið tæpar þrjár vikur að hlaða rafhlöðuna og að auki þurfti að bíða eftir að sérfræðingur í rafhleðslum kæmi úr fríi til að vinna verkið..
Ég spurði afgreiðslumanninn hvernig viðgerðamaðurinn hefði komist að rótum vandans og svarið var : HANN HEFUR TRÚLEGA TEKIÐ BATTERÍIÐ ÚR OG SETT ÞAÐ AFTUR Í !!! ...og fyrir það vildi hann nú fá greiddar 3000 kr. sem hann og fékk.
Það kæmi mér ekki á óvart þó viðskiptahættir þeirra sem reka fyrirtækið Litsýn séu með öllu löglegir, en eingin skal rugla svo í dómgreind minni að ég sjái ekki hversu siðlausir þeir eru. Ég ætla ekki Litsýnar-mönnum að sjá að sér og leiðrétta misgjörðir sínar gagnvart mér, en ég vænti stuðnings frá ykkur hinum sem þennan póst fáið að kanna trúverðugleika þessarar sögu minnar og það með hvort viðskiptaaðillum er stætt á slíkri framkomu.
Viðskipti gærdagsins skildu mig eftir í svipuðu ástandi og eitt sinn þegar brotist var inn á heimili mitt, s.s. eins og ég hefði orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi og ráni um hábjartan dag. Það er von mín að sem flestir sniðgangi samskipti og komist hjá viðskiptum við hugsanlega löglega en með öllu siðblinda og siðlausa þjófa, sem ég tel umrædda menn vera.
Dagmar Guðrún Gunnarsdóttir