Sýnir færslur með efnisorðinu útsala. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu útsala. Sýna allar færslur

fimmtudagur, 10. febrúar 2011

Neytendur hafðir að fíflum hjá Jóni og Óskari

Ég sé mig tilneydda til að senda meðfylgjandu upplýsingar varðandi óheiðarlega viðskiptahætti.
Um seinustu helgi, 7. - 9. febrúar, var auglýstur 40% afmælisafsláttur af öllum vörum hjá skartgripaversluninni Jóni og Óskari þar sem þeir áttu 40 ára afmæli. Þar sem ég hafði fengið dýra eyrnalokka frá þeim í jólagjöf og skipt þeim í inneignarnótu þann 15. Janúar 2011 þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Ég hringdi fyrst í verslunina og spurði hvort það mætti nota inneignarnótu á þessum afmælisafsláttardögum.
Svarið var ekkert mál. Ég var því voða ánægð þegar ég fór niður í búðina og ætlaði að versla fyrir nótuna mína sambærilega vöru á góðum afslætti. EN VITI MENN... vörurnar sem ég var búin að vera að skoða voru búnar að hækka á bilinu 34% til 36%.
Mér varð illt. Eyrnalokkarnir sem ég fékk í jólagjöf og skilaði 15. janúar kostuðu 34.200 krónur áður, en voru komnir í 47.000 krónur. Eyrnalokkarnir sem ég ætlaði hins vegar að skipta í voru á 37.200 þann 15. janúar en voru komnir í 50.000 krónur slétt.
Ég lét reyndar afgreiðslustúlkuna vita af þessu og hún hvíslaði að mér að ég fengi eyrnalokkana á gamla verðinu eða eins og þeir kostuðu vikuna áður. Viðskiptavinurinn sem stóð við hliðina á mér spurði hvort þetta væri svona með allt í búðinni en svarið var nei, einungis þetta tiltekna merki.
EN hvað vitum við?????????????
Tekið skal fram að í þessari verslun var fullt út úr dyrum alla helgina þar sem fólk hélt greinilega að það væri að fá 40% afslátt.
Virðingarfyllst,
Guðný Gísladóttir

sunnudagur, 17. janúar 2010

Blekkingar á útsölum

Nú þegar kreppan er í algleymingi er ekkert selt í verslunum nema að það sé á afslætti eða þá "ennþá á gamla verðinu". T.d. eru búðirnar Herragarðurinn og Bossbúðin (sem eru sama félag) búnar að keyra á 20% afslætti í mest allt haust. Þetta er auðvitað enginn afsláttur heldur hafa bara allar vörur í búðunum verið verkmerktar 25% of hátt. Flík sem þú borgar 800 kr fyrir er verkmerkt á 1000 kr. Þetta er kjánaskapur sem allir sjá vonandi í gegn um.
Hinsvegar versna málin þegar kemur af útsölum. Þegar nýársútsölunar byrjuðu þá var auglýstur 40% afsláttur og nú er hann kominn í 50%. Þetta er auðvitað bara blekking vegna þess að afslátturinn er miðaður við verðmiðann. Á 40% afslætti kostar því flíkin sem var seld á 800 kr fyrir Jól 600 kr á útsölu. Jú, það stendur 1000 kr á verðmiðanum en í reynd er þessi útsala bara 25% (600/800 = 0.75) þar sem flíkin var líklega aldrei seld á 1000 kr. Sama gildir um 50% útsölu - nú kostar sama 800 kr flík 500 kr sem er 37.5% afsláttur.
Björn

fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Plat á útsölu

Í útvarpinu var auglýst útsala (50%) í Toppskórinn (outlet) – Vinlandsleið 6. Ég fór þangað og fann gólfskó –mundi reyndar eftir að Eccogólfskór höfðu verið á bilinu frá 14000 – 17000 síðast ég skoðaði (3 vikum fyrr) en mundi ekki eftir hvað þessi kostaði. Merkt verð núna var 22.995 kr. Fór nokkrum dögum seinna í Ecco búðina í Kringluna og þar kostaði samskonar skór um 18.000kr. Toppskórinn, sem auglýsar sig sem outlet, ódýr er sem sagt að stunda það að hækka verðið (um 4000kr) (og hækka afslátt úr 30% í 50%) og kalla þetta úsölu. Vona að það sé hægt að stoppa svona af!!!
Bestu kveðjur – og alls ekki sátt.
Annelise Larsen-Kaasgaar