laugardagur, 17. mars 2012

Skyrdrykkir minnka

Eftir að skráargatið var lögfest, minnkaði Mjólkursamsalan boxin fyrir skyrdrykkina um helming en selur boxið á sama verði. Ef þetta er ekki okur veit ég ekki hvað okur er. Það hefur ekki nokkur maður minnst á þetta opinberlega svo ég hafi séð. Við látum bjóða okkur allt út í það óendanlega...
Kveðja,
Bergþóra

5 ummæli:

  1. Ísland í dag, umbúðir minnka en ekki verðið.
    Hér á OS eru mörg dæmin þegar inni, sem betur fer er neytandinn farinn að passa sig.

    Get svo bætt við að ég er farinn að sjá tvær umbúðir af besta namminu, súkkulaðirúsínur frá GÓU. 500 og 430 gr. (minnir mig). Vona svo sannarlega að verðið lækki til jafns og að Góa standi sig.

    SvaraEyða
  2. VERSLANIR KRÓNAN ER MEÐ 400 GR. RUSINUR FRA GOU HAFA VERID MEÐ I 3 ÁR HIÐ MINNSTA. HEFUR EKKERT MEÐ GOU AÐ GERA.
    BUDIR HAGA BONUS HAGKAUP 10 11 ERU EINGÖNGU MEÐ 500 GR. EG GÆTI TRUAÐ AÐ GOA SELDI FRA SER 400GR OG 500GR A SAMA KILOA VERDI.

    EN SAMMALA AÐ ÞÆR ERU GOMSÆTAR

    SvaraEyða
  3. Ömurlegt fyrirtæki.

    SvaraEyða
  4. @nafnlaus2, caps-lock er víst slæmur ósiður á netinu.
    Á meðan þú ert í skammarkróknum máttu lesa þetta yfir
    http://en.wikipedia.org/wiki/Netiquette
    og þetta http://www.urbandictionary.com/define.php?term=caps%20lock%20disease

    Séð báðar pakkningar í Bónus, þekki ekki til í öðrum verslunum.

    SvaraEyða
  5. Ef umbúðirnar minnka, en stykkjaverðið stendur í stað, verður náttúrulega kílóverðið hærra... Þá er verðið þannig séð að hækka

    SvaraEyða