föstudagur, 26. nóvember 2010

Fúl með Krakkahöllina

Ég var svo fúl um daginn þegar ég fór með börnin mín þrjú í Krakkahöllina á
Korputorgi. Það kostar inn um helgar 1000 kr. og það sem mér finnst ömurlegt að
það er enginn systkina afsláttur. Ég var búin að lofa krökkunum að fara svo ég
gat ekki hætt við og borgaði þá fyrir þau en varð hundfúl.
Vanalega þegar maður fer á svona svipaða staði eins og t.d Ævintýralandið í
Kringlunni er afsl.fyrir systkini.
Svo gátu krakkarnir ekki fengið gefins plastmál til að fá sér vatn að drekka
eftir hamaganginn sem mér finnst frekar lélegt þegar það er búið að borga inn.
En annars er þetta mjög sniðugur staður og krakkar hafa mjög gaman af að hamast
þarna en ég á eftir að hugsa mig um áður en ég lofa að fara þangað aftur.
kv. xxx

6 ummæli:

  1. Þó að það sé sumstaðar sytskinaafsláttur er ekki þar með sagt að það sé allstaðar!

    SvaraEyða
  2. Er þetta okurdæmi ?

    SvaraEyða
  3. Þetta er ekki okurdæmi, þetta er neytendamál. Fínt að fá svona upplýsingar hingað inn . Það getur munað heilmiklu fyrir einstætt foreldi já og hjón líka að fá systkinaafslátt. En að fá ekki glas til að drekka vatn úr er skammarlegt, allavega að láta foreldra vita fyrirfram, svo það geti skilið eftir aur fyrir glasi handa barninu

    SvaraEyða
  4. Svo er náttúrulega enn ódýrara að eignast bara ekki börn ef út í það er farið. Þetta er jú val hjá fólki.

    SvaraEyða
  5. NAFNLAUS NR 4 !!!!! Auðvitað er val að eignast börn, í flestum tilfellum, og sjálfsagt fyrir foreldra að huga að hvar er hægt að spara, þessi kona svíkur ekki gefin loforð við börnin sín þó það kosti skildinginn :)Vona að þú verðir svo lánsamur/sön að velja það að eignast börn einhverntíma.

    SvaraEyða
  6. Æi nei mér finnst voðalega fínt að leika við frændsystkini mín og dekra við en svo þegar kemur að ábyrgð og leiðinda veseni að þá mega foreldrarnir eiga þau.

    SvaraEyða