laugardagur, 28. ágúst 2010

3D er RUGL!!

Fór í bíó áðan, Háskólabíó, á Aulinn ég, með 3ja ára og 6 ára krakkana mína. Það kostar 1400 kall á mann - enginn barnafsláttur á þrívíddarmyndir! Vanalegt barnaverð er annars 650 kr. Ertu ekki að djóka í mér hérna? Ég gekk auðvitað út en fattaði að ég var búinn að lofa krökkunum að fara í bíó, svo ég snéri sneyptur við og 4200 kall fór í þessa geðveiki!
Háskólabíó er með einhverja aðra 3d tækni en önnur bíó - öðruvísi gleraugu - og ég man ekki eftir að hafa þurft að borga svona okurverð fyrir krakkana á 3d myndir annars staðar.
Svo er þrívídd bara rugl, miklu verri myndgæði í þessu og maður er hálfpartinn kominn með hausverk þegar maður fer út. Þetta er bjánaleg þróun og virðist ekki vera gert til annars en að vera afsökun fyrir bíómiðaokri. Og er auðvitað svar Hollywood við dánlódi líka. Sæmileg mynd svo sem annars.
Dr. Gunni

13 ummæli:

  1. Sammála, finnst þessi þrívíddartækni leiðinleg og óþörf þróun.

    SvaraEyða
  2. Þetta er ógeðslega þreytt! Það er bara verið að reyna að hala inn á helv.. gleraugunum og þessari geðveiku þrívídd!!!! Það er kannski svona eitt eða tvö atriði sem að þessi tækni fær að njóta sín í hverri mynd, talandi um að mjólka kúnna.. eða kúnnana!

    SvaraEyða
  3. Keyptir þú gleraugun ??? og þurftir svo að skila þeim við útganginn, ég var á myndinni í gær, reyndar í boði bylgjunar, það var "dyravörður" að sjá til þess að fólk skilaði gleraugunum, ég borgaði ekki fyrir þau, og mótmælti þess vegna ekki, en varð hugsað um þá sem greiddu fyrir sín og skiluðu þeim svo endurgjaldslaust

    SvaraEyða
  4. Þetta er nú ekki í fyrsta skiftið sem Dr Gunni nöldrar en kaupir samt :) meðan það er svo er ekki nokkur ástæða til að lækka verð því miður :( Kveðja NN.

    SvaraEyða
  5. Hann segir að hann hafi gengið út, en eins og allir foreldrar vita reynir maður eftir fremsta megni að standa við gefin loforð, barnana vegna.
    Víti til varnaðar fyrir aðra foreldra áður en þau æða af stað á þessa okurmynd .

    SvaraEyða
  6. 3D rétt eins og super HD er komið til að vera. En það verður bundið við stóra sýningarsali lengi framan af, tæknin er dýr. Það er svo neytenda að velja og hafna. Okur í þessum tegundum sala verða neytendur einir að stöðva. Enginn annar gerir það.

    SvaraEyða
  7. Þetta er RÁN.
    Hef ekki farið á 3D myndir þar þannig að ég hef ekki lent í slíku okri.
    Önnur ábending sem ég get nefnt við Háskólabíóið þar sem ég hef farið nokkrum sinnum í sumar. Þegar ég hef greitt með peningum í sjoppunni er ekki stimplað í kassa! Það finnst mér einnig rán!

    SvaraEyða
  8. Ég einmitt þoli ekki svona 3D myndir, en síðustu jól komst ég í það að sjá Avatar í IMAX bíói í BNA og fékk þar alvöru gleraugu - og þetta er einfaldlega ekki sami hluturinn...

    Ég get ekki farið aftur í 3D bíó hér eima eftir þá reynslu

    SvaraEyða
  9. Hverjum er ekki sama þó það sé ekki stimplað í kassan skiptir það einhverju

    SvaraEyða
  10. Ekki stimplað í kassa = skattsvik?
    Nógu dýrt heyrist mér annað í þessu bíó-i vera

    SvaraEyða
  11. Öll verð í sjoppunni er með VSK og bíóin eiga að skila honum en ekki stela. Ég ætla að biðja um nótu næst í sjoppunni !!

    SvaraEyða
  12. Þoli ekki 3D.
    Allar myndir eru bara gráar og litlausar, svo tekur maður ekkert eftir þessari þrívídd.

    SvaraEyða
  13. Fór á Pirenha 3D ... var komin með hausverk af þessu 3D sem algjört crap... myndin var dimm og stundum var allt töfalt og svo kostaði þetta 4.500 kr fyrir okkur þrjú!

    Ég skemmti mér betur í non-3D... miklu bjartara tjaldið, skarpir litir og geng út úr bíó með engan hausverk og meiri pening...

    SvaraEyða