laugardagur, 30. janúar 2010

Fokdýrt að raka sig!

Ég fékk sjokk þegar ég ætlaði að kaupa blöð í Gillette Mach 3 power fushion bla bla rakvélina mína. 8 blöð á 4000 kall í Bónus! Jæja vinur!
Það finnst örugglega fleirum en mér þetta blóðugt verð svo það er um að gera að nota þessi blöð til hins ítrasta. Þannig geta blöðin enst von úr viti. Hér er sýnt hvernig á að lengja líf blaðanna:

http://www.instructables.com/id/How-to-extend-the-life-of-your-Razor-Blade-keeping

Þetta er súpereinfalt trix, maður nuddar bara blaðinu við gallabuxur! Næs...
Gunni

7 ummæli:

  1. Ég er búinn að nota sama blaðið í 7 mánuði(raka annan hvern dag) og fyrst núna að skipta og það er bara vegna þess að splittið á því sem maður festir við sköfuna brotnaði. Annars hefði ég geta notað blaðið mikið lengur.

    SvaraEyða
  2. Þú hlýtur þá að vera með einhverskonar grasskegg?

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus nr.2 greinilega ekki prófað að brýna blaðið á gallabuxum.

    SvaraEyða
  4. Brilljant. Enuff said.

    SvaraEyða
  5. "Þú hlýtur þá að vera með einhverskonar grasskegg?"

    Alltaf þurfa menn að vera með leiðindi.

    Þetta trix virkar mjög vel. Auk þess ættu allir að vera búnir að læra það að best er raka sig strax eftir sturtu því þá er skeggið mýkra og blaðið verður ekki fyrir skemmdum.

    SvaraEyða
  6. ég keypti um daginn í Krónunni rakvél sem heitir Matador, vélin með tvö blöð kostaði ef ég man rétt inna við þúsund kall og fjögur blöð inna við 800kr. fínt að raka sig með þessum blöðum, svipað og með þriggjablaða Gillet. ódýr og góður kostur.

    SvaraEyða
  7. Ég leysti þetta fyrir nokkrum árum þegar mér (þá)ofbauð orðið verið á þessum sem ég kalla einnotablöðum,fór til ömmu minnar og gróf upp gömlu rakvélina hans (svona sem maður skrúfar og þá opnast hún)og fór að nota hana ég hef aldrei skorið mig á henni og blöðin endast ágætlega og eru ódyr þó þau hafi hækkað um mörg hundruð prósent siðan þá :)

    SvaraEyða