föstudagur, 28. maí 2010

Ísfrík óánægt með ísbúðina Ísland

Ég hef mjög gaman af því að fara og kaupa mér ís. Gamanið kárnaði þó
fljótt þegar ég fór í nýju ísbúðina í Suðurveri, Ísland og keypti mér
kúluís. 2 kúlur af séríslenskum skyrís frá Holtseli kosta tæpar 800 kr! Og
það kemur hvergi skýrt fram að sá ís sé mun dýrari en kúluísinn frá
Kjörís.
Rándýr ís og til að bæta gráu ofan í svart var þjónustan þarna algjör
hörmung.
Held mig núna við Ísbúð Vesturbæjar, sem er með sanngjarnt verð og alltaf
afbragðs þjónustu.
Með bestu kveðju,
Ísfrík

25 ummæli:

  1. Já sæll 800 kall fyrir 2 kúlur, það er náttúrulega bara galið.
    Ég á ísbúð sjálfur og búinn að vera í þessum
    bransa í 20 ár.
    Við lögum okkar ítalska ís sjálf og þessi ís hefur
    alltaf verið dýrari í framleiðslu heldur en sá hefðbundni.
    Hjá okkur í Íssel Smáratorgi Kópavogi kosta 2 vel útilátnar kúlur 430kr.

    Bestu kveðjur.

    Íssel Smáratorgi.

    SvaraEyða
  2. Sæl/sæll kæra ísfrík.

    Ég vil byrja á að þakka þér fyrir að hafa komið og heimsótt okkur í ísland. Vonandi hefur ísinn verið bragðgóður þótt dýr sé. Við erum með sérmerkt verðið á kúluís frá Holtseli og kúluís frá Kjörís. Við erum einnig með spjald ofaná kistunni þar sem við reynum að útskýra verðmuninn. Leiðinlegt ef það hefur farið fram hjá þér. Hvortveggja mjög góðir ísar að mínu mati en gerólíkir og eiga það eitt sameiginlegt að vera unnir úr mjólk og vera frosnir. Framleiðsluferli á Holtselsís er allt annað og hráefnið er það einnig. Til gamans má geta að ég fór síðast í verðsamanburð á venjulegum vélarís ís í brauði, bragðarefur, shake) í dag og gat ekki betur séð en þar værum við ódýrust og höfum verið um nokkurt skeið! Fólki er svo í sjálfvald sett hvort ísinn það velur.

    Hvað þjónustuna varðar langar mig að fá frekari útskýringar hjá þér í hverju hörmuleg þjónusta fólst. Einnig myndi ég vilja fá tímasetningu á komu þinni þannig til að ég geti fundi út hver var á vakt og farið yfir hlutina með þeirri manneskju. Öðruvísi getum við ekki bætt okkur. Við reynum að afgreiða alla fljótt og vel, en tökum glöð við ábendingum um hvað betur mætti fara – við erum jú öll að læra.

    Bestu kveðjur
    Hlédís Sveinsdóttir
    íslandi

    SvaraEyða
  3. til hamingju íssel með verðið.............(þú getur ekki sagt að eitthvað sé galið ef þú veist ekki söguna á bak við það)

    en ísland, getur þú sagt mér af hverju ís frá holtseli sé dýrari en annar ís?
    (hef ekki komið í búðina ennþá, svo ég hef ekki getið lesið á spjaldið sem á að útskýra verðmuninn)

    kv. matreiðslumaður

    SvaraEyða
  4. sæll matreiðslumaður.

    Jú ég get alveg leyft mér að segja það
    vegna þess að ég veit alveg upp á hár hver
    hráefniskostnaðurinn er pr. líter og annar
    kostnaður sem fylgir framleiðslunni. Ég geng frá því að menn séu þá ekki að reikna
    sér 10.000 kall á tímann:)
    þú getur fengið ansi marga tveggja kúlu ísa
    út hverjum lítra.
    Þannig að ég stend við það að 800kr finnst mér vera galið verð.


    Bestur kveðjur.

    SvaraEyða
  5. Mér er nákvæmlega sama hvort 800kr sé sanngjarnt eður ei. Mér er nákvæmlega sama hvernig umgjörð ísbúðarinnar Ísland er. Mér er líka nánast alveg sama hvernig framkoma starfsfólksins er.

    Það er bara eitt í þessu: Ég er ekki að fara að kaupa kúluís á 400 kall kúlan sama þótt um besta ís í heimi væri að ræða. Á meðan eftirspurn er eftir þessari vöru á þessu verði að þá verður hún seld á þessu verði. Sé hinsvegar ekki eftirspurn eftir þessari vöru á þessu verði þá verður hún klárlega ekki seld á því verði eða hreinlega ekki seld yfir höfuð.

    SvaraEyða
  6. Sæll kæri matreiðslumaður.

    Já ég skal gera mitt besta til að útskýra það, eða í öllu falli að telja til nokkur atriði. 1) Heimalagaður sveitaís er blandaður í 6-9 litra upplausn s.s. hver lögn. Ég held ég sé ekki að ljúga að þér að hjá stóru framleiðendunum sé lögnin 500 lítrar. Hver liter af sveitaís er því dýrari í framleiðslu. 2) Mismiklu lofti er hleypt í ísa, allt eftir þykkt þeirra. Sveitaísinn er meira en 80% massi og í sama þyngdarflokk og Ben & Jerrys og Haggendäs. Venjulegur kúluís er með mun meira lofti í sér og ef við tökum t.d. bónusís þá minnist ég þess að hann bráðnar meðan maður nær í skeið og verður vondur ef hann ef frystur aftur. Sveitaísinn þolir að bráðna og vera frystur aftur án þess að verða vondur. Massinn í sveitaís er s.s. mun meiri. 3) Holtsel notar frumhráefni í það sem hann getur, þau nota t.d. jarðarber frá Silfurtúni (öðrum íslenskum bónda), íslenskan bjór, íslensk bláber (eins lengi fram eftir vetri og hægt er), banana, wiskí, suðusúkkulaði og fl. Þau nota eins lítið og þau geta af tilbúnum bragðefnum eða litarefnum. Hráefnið sem þau nota í ísinn er dýrara og sumir myndi segja betra. 4) Ég veit ekki hvort ég á að taka inn flutninginn? En í öllu falli hvet ég ykkur til að kíkja heim á þá bæi sem eru að framleiða heimagerðan ís ef þið eruð á ferðinni. Nánari upplýsingar má finna á http://beintfrabyli.is/is/byli/index/search/?q=%EDs
    Endilega ef það er eitthvað fleira, eða einhverju ósvarað hafðu þá samband. Síminn er 8921780 og email er hlediss(hjá)gmail.com Ég skal líka kíkja hér aftur.

    Bestu kveðjur
    Hlédís
    íslandi

    SvaraEyða
  7. Þetta skiptir engu máli. Spurningin er:Hver í ósköpunum er að fara að tíma að kaupa kúluís á 400 kall kúlan ?

    SvaraEyða
  8. Þeim sem langar til þess! Það er ekki okur ef verðið og álagningin eru með eðlilegum hætti eins og hér hefur verið útskýrt. Fyrir flestum eru 800 krónur fyrir tvær kúlur af heimalöguðum ís of mikið og þá stendur þeim til boða verksmiðjuís sem er líka ágætur en mun ódýrari.

    Ég trúi ekki að markmið okursíðunnar sé að berjast gegn úrvali.

    SvaraEyða
  9. Kæra Hlédís

    Til lukku með mjög flotta og skemmtilega ísbúð.

    Ég hef farið í Ísland tvisvar, núna síðast fimmtudagskvöldið 27. maí.

    Eins og ég sagði í skilaboðunum hérna á Okursíðunni þá var mér mjög brugðið yfir verðinu á Holtselsísnum og svo ekki mjög hrifin af þjónustunni.


    Stúlkan sem afgreiddi mig var með tyggjó (sem venjulega er nú ekki stórmál) en hún tuggði það af þvílíkum fítonskrafti að það hafði truflandi áhrif á mig. Hún virtist vera að flýta sér töluvert, missti ísbrauðið mitt ofan í box af öðrum ís og rétti mér það svo. Svo bað ég um smakk og fékk það í litla skeið. Svo bað ég um smakk af öðrum ís og þá tók hún svörtu ískúluskeiðina, setti í hana ís og gaf mér úr henni í mína skeið. Sem mér fannst mjög undarlegt, en leit svo á að það styttist í lokun og þetta færi beinleiðis í þvott (en svo veit ég ekki hvort að hún hafi líka verið að gera þetta við þá viðskiptavini sem komu á undan mér....)

    Mér finnst líka skipta máli að viðskiptavinur fái bros og "góðan daginn/gott kvöld" en það hef ég fengið í hvorugt skiptið.

    Ég fagna því að þú skulir versla beint við býli og skulir bjóða upp á ágætis úrval af séríslenskum ís, mjög gott framtak.

    Virðingarfyllst,
    Ísfrík

    SvaraEyða
  10. Kæra Hlédís

    Þanning vill nú að ég og fjölskyldan förum stundum í ísleiðangur á sunnudagskvöldum og langar mig til að taka undir hjá Nafnlaus að sú sem afgreiddi okkur var tuggjandi sitt tyggjó á fullu sem er varla við hæfi við þann sem er að afgreiða við afgreiðslu og endaði það með að við hættum við að versla hjá ykkur og fórum annað að kaupa ís þar sem við stóðum fremst í ykkar ísbúð stuttu áður. En auðvitað skil ég vel til að fá gott fólk þarf að borga vel og það er ekki hægt með skvísum sem hafa engann áhuga á sínu starfi og með góðu fólki er rekstarkostnaður hærri. En hjá ykkur er ekki hægt að hækka ísinn né annað svo fólk komi til ykkar. En allanvegna ég og mín fjölskylda komum til með að fara annað framvegis og ef við þurfum að borga meira fyrir ísinn þar eitthverntímann þá er það gert að þjónustufólki sem er brosandi.

    Kv
    OE

    SvaraEyða
  11. Ég fór í þessa ísbúð á dögunum, ég keypti mér reyndar ekki kúluís en ísinn sem ég fékk var ágætur og held ég á svipuðu verði og annarstaðar. Ég sá hinsvegar hvernig verðmerkingin á umræddum ís var háttað; límdur var hvítur, átússaður miði á ljósaskiltið með verðunum. Verðið sem var undir sást mun betur en verðið sem var tússað á. Þetta getur verið nokkuð villandi.

    Ísætan

    SvaraEyða
  12. já róleg á verðinu á þessum kúluís 2 litlar kúlur á 820 kr! mætti þá ekki fylla aðeins í boxin..hefði skilað þessu en vildi ómögulega vera að svekkja litla strákinn minn...

    Svo fannst mér hann heldur ekkert bragðmeiri en gengur og gerist í þessum ískúlubransa
    svo getur maður keypt 500ml box á 900 (ef ég man rétt)

    Kv. Hildur

    SvaraEyða
  13. Takk fyrir þetta ísfrík og OE.

    Ég mun fara í þessi atriði og fl. með starfsfólki mínu. Það tekur tíma að koma öllu í fast form og fá til sín rétta fólkið sem hefur áhuga á starfinu. Ég vona að við fáum tíma til að bæta það sem við getum. Langar samt að taka það fram að við höfum nú líka fengið mjög jákvæð viðbrögð og fólk verið ánægt með bæði vöru, konsept og þjónustu. En það má alltaf gera gera betur og það viljum við vissulega.

    Ísæta, ég er reyndar ekki sammála þér með hvítu miðana. Þetta er bráðabirgðalausn og verðið undir sést nú reyndar ekki. En það er annað mál.

    Hvar þú keyptir 2 kúlur á 820 kr. veit ég ekki. Þær kosta 750 kr. (sveitaísinn) og 440 kr. (kjörísísinn) hjá okkur. Það er að sjálfsögðu ódýrara að kaupa take away ís og þar kostar hálfur liter af sveitaísnum 950 kr. Þar eru engin afföll og minni starfsmannahald. Segir sig sjálft.

    Bestu kveðjur
    Hlédís
    +islandi

    SvaraEyða
  14. Vil hrósa Hlédísi fyrir góð og skilmerkileg svör. Hvort fólki kjósi að versla í búðinni er annað mál enda persónubundið val hvað hver og einn vill borga fyrir sinn ís. Hún hefur fengið ábendingu um óánægju og virðist ætla að taka á því. Það mættu fleiri verslunareigendur taka það til sín.

    SvaraEyða
  15. Ísbúð vesturbæjar er ein mesta okurbúlla norðan Alpafjalla. En endilega farðu og verslaði ísinn þinn þar.

    SvaraEyða
  16. 800kr fyrir tvær ískúlur er grín. Þvílík græðgi og okur! Þetta sveitalið þarf klárlega að taka sig saman í andlitinu sem fyrst og átta sig á því að við erum að tala um ís.

    Vonandi versla sem fæstir við þessa okrara.

    SvaraEyða
  17. í kring um 800kall fyrir tvær ískúlur? OJBJAKK! Aðeins fávitar borga svona okurverð fyrir ís. Jahérnahér....

    SvaraEyða
  18. Alveg ótrúleg sum svörin hérna, eins og fólk vilji ekki hafa úrval. Ef þér finnst 800 of mikið, og/eða þykist ekki finna muninn, kauptu þá verksmiðjuísinn. Fyrir mitt leiti er sveitaísinn hverrar krónu virði, þótt maður leyfi sér hann kannski ekki oft...

    SvaraEyða
  19. Hvað er kílóverðið ef tvær kúlur kosta 800kr? Þið áttið ykkur á því að við erum að tala um vatn og mjólk með bragðefnum útí...

    Þessir okurprísar á sveitaísnum ná ekki nokkurri átt. Þvílík græðgi!!!

    SvaraEyða
  20. Úrval og okur er sitthvor hluturinn. Hefði haldið að fólk þekkti muninn á því,,,.

    Það er talað um Ben & Jerrys og Haggendäs hér að ofan sem er glórulaus samlíking þar sem þessir tveir ísar eru fluttir inn frá annari heimsálfu.

    Burt með þetta okur!

    SvaraEyða
  21. Mér finnst sveitaísinn æði og kaupi mér stundum eina kúlu til hátíðarbirgða. Sé ekkert eftir peningum, einn besti ís sem ég hef smakkað :)
    Hef bara fengið jákvætt vi mót frá starfsfólki þau 3 skipti sem ég hef farið þangað og vel útilátnar kúlur.
    Óskaplega er fólk dónalegt í svörum sínum hérna.

    Að bera saman sveitaísinn við kjörís kúlu ís þetta er er ekki sambærileg vara þó hvoru tveggja sé ís.
    Svona eins og munurinn á ódýru rauðvíni og dýru rauðvíni. Munur á bragði, vinnslu og áferð er mikill.

    SvaraEyða
  22. Þið þetta fólk sem elskið bónus ís haldið áfram að borða hann og leyfið okkur sem höfum áhuga á að versla við bóndann og borga aðeins meira fyrir það ég veit ekki afhvrju en eitthverja hluta vegna þarf alltaf drulla yfir fólk sem er að bjóða upp á eitthvað meira en 1 ríkis is ég personulega er MJÖG ánægður með að þurfa ekki að keyra norður í eyjafjarðasveit til að geta fengið ís úr holtseli kv.bibbi

    SvaraEyða
  23. Var núna fyrir nokkrum dögum á sveitabæ sem selur svona beint frá bónda. Ekki nó með að ísinn þar hafi verið lélegur og mikið dropabragð og osturinn ekkert spes heldur var ótrúlegt pensilín lykt úr fjósinu og lá við að manni langaði mest að láta heilbrigðisyfirvöld loka pleisinu á staðnum. Ef þetta er beint frá bónda þá segi ég NEI TAKK!!!!!

    Þar fyrir utan hef ég það frá hátt settum einstaklingi í ísbransanum að þetta verð á þessum sveitaís þ.e. kúlan á tæpar 400 kr sé algjörlega út úr kortinu.

    SvaraEyða
  24. Auðvitað er þetta okurverð algjörlega út af kortinu. 400kr fyrir eina ískúlu? Vá!!!!!!

    Bibbi segir "ég personulega er MJÖG ánægður með að þurfa ekki að keyra norður í eyjafjarðasveit til að geta fengið ís úr holtseli kv.bibbi"

    Ertu ekki líka MJÖG feginn bibbi að þurfa ekki að keyra til USA til að kaupa þér Ben & Jerry´s? Gerir þú þér grein fyrir hversu heimskt þetta komment þitt er?

    SvaraEyða
  25. Ég hef mörgum sinnum keypt Holtselsísinn og það er ekki spurning um að þetta er langbesti ísinn sem framleiddur er hér á landi.

    Smakkið t.d lakkrís-ísinn! Ég var með partý í vinnunni og keypti 3 lítra (6 box) af þessum lakkrísís og bauð upp á þurrt freyðivín með. Í stuttu máli þá voru allir sammála um gæði íssins.

    Sumir eru bara tilbúnir í að borga meira fyrir góð gæði, og sumir láta sér bónus ís nægja, punktur.

    SvaraEyða