miðvikudagur, 13. janúar 2010

Vöruhækkanir í skjóli VSK breytinga

Ég keypti í dag smá hylki af tonnataki í N1. Hilluverð kr. 579, en nýtt verð kr. 751. Það er 30% hækkun. Spurði hverju þetta sætti, og var bent á tilkynningu á veggnum, sem nú er að finna í flestum búðum, um að hilluverð og raunverð stemmi ekki vegna breytinga á VSK á sumum vörum úr 24,5% í 25,5%. En þessi breyting á VSK ætti aðeins að valda 1,255 / 1,245 = 0,8% hækkun! Hér er hækkunin 38-föld á við það.

Ef verslunareigendur nýta sér almennt þennan möguleika til verðhækkana er varla von á góðu varðandi verðbólguna. Ætli Steingrímur hafi hugsað út í þetta? Fróðlegt væri að sjá könnun á þessu.

Kv,
Davíð

3 ummæli:

  1. Það sé hver viti borinn maður að þetta er meira en 1% hækkun á virðisaukanum. Hefðir átt að spyrja þá hvort þeir héldu að þú værir fífl því þetta væri meira en 1% virðisauka hækkunin sem þeir væru að smyrja ofan á þetta.

    SvaraEyða
  2. Það sem er sorglegast við þetta er að þú "keyptir" þetta ef ég skil textann rétt. Sagðir já takk, get ég fengið meira. Hefur í raun fyrirgert rétti þínum til að skæla hérna! ;-)

    SvaraEyða
  3. Hef svipaða sögu að segja úr Office1 í Skeifunni í dag.
    Ég ætlaði að kaupa þar pakka af teygjum sem átti að kosta 199kr en á kassa kostaði pakkinn 299kr.
    Ástæðan sem mér var gefin var breyting á virðisaukaskatti.

    Ég tjáði sölumanni að virðisaukaskattur hefði átt að hækka vöruna um ca 2 krónur, ekki 100 eða rúm 30%. Ég hætti við kaupin.

    Hinsvegar fór ég og keypti fótboltaskó á dóttur mína í Intersport. Þar hækkuðu 5.000kr skór um 50kr vegna sömu ástæðu og get ég ekki kvartað yfir því.

    SvaraEyða