Ég keypti í dag smá hylki af tonnataki í N1. Hilluverð kr. 579, en nýtt verð kr. 751. Það er 30% hækkun. Spurði hverju þetta sætti, og var bent á tilkynningu á veggnum, sem nú er að finna í flestum búðum, um að hilluverð og raunverð stemmi ekki vegna breytinga á VSK á sumum vörum úr 24,5% í 25,5%. En þessi breyting á VSK ætti aðeins að valda 1,255 / 1,245 = 0,8% hækkun! Hér er hækkunin 38-föld á við það.
Ef verslunareigendur nýta sér almennt þennan möguleika til verðhækkana er varla von á góðu varðandi verðbólguna. Ætli Steingrímur hafi hugsað út í þetta? Fróðlegt væri að sjá könnun á þessu.
Kv,
Davíð