föstudagur, 8. janúar 2010

Slökkvið ljósin!

Eitt sem taka mætti vekja athygli á er óhófleg rafmagnseyðsla fyrirtækja. Ég ók í gærkvöld fram hjá Glitni í Laugarnesinu og þar var húsið greinilega mikið til mannlaust en ljós í hverjum einasta glugga (skrifstofu). Það má vera að rafmagn á Íslandi sé ódýrt en á meðan ég borga rafmagnið hjá þeim, vil ég endilega að það verði haldið námskeið í að kenna að slökkva ljós...víðast hvar er þetta einn takki við útgang (hurð) á viðkomandi skrifstofu og ætti ekki að taka nema svona viku að kenna að ýta á hann.
Annar aðili sem truflar mig oft er golffélagið í Grafarholti. Þar á bæ (minnumst þess að golfíþróttin fær ansi mikla styrki) eru flóðljós í gangi meira og minna allt árið, allan sólarhringinn. Þetta kostar væntanlega eitthvað og aftur – það erum við sem borgum. Svona nokkuð þarf að skoða og passa uppá.
Og á meðan ég er að tuða: bankarnir eru enn að eyða milljörðum í rugl. Núna hafa þeir bara breytt um nafn og starfsemin heitir skilanefnd…kaupþing eitt og sér er með um milljarð í launagreiðslur til sinna mjög svo vellaunuðu starfsmanna í þessari nefnd og ég á von á þvi á að hinir bankarnir séu það líka.

7 ummæli:

  1. Golf flóðljósin í grafarholti. þér að segja er þetta fyrirtæki sem er að selja golfbolta og fólk vill sjá þá þegar það er að puðra þeim út í loftið í myrkrinu.

    SvaraEyða
  2. ég kannast vel við einn sem er í skilanefnd kaupþings og hann er "bara" með 25.000-á klst.
    takk fyrir!

    SvaraEyða
  3. það er að sjalfsögðu ekki kveikt á flóðljósunum "meira og minna allt árið, allan sólarhringinn". Svona ummæli dæma sig bara sjálf og eyðileggja þessa færslu.

    SvaraEyða
  4. Þetta tuð er frekar lélegt, í raun og veru ætti að vera sparnaður fyrir skattgreiðendur ef einkafyrirtæki (sem Glitnir er að mestu leiti og að ég tel þetta golffyrirtæki líka) nota mikið rafmagn. Peningurinn fer til orkuveitunar sem er í eigu skattborgara (mestu leiti í eigu reykjavíkurborgar). Þetta rafmagn er til og ef þar er ekki notað geymist það ekki.

    SvaraEyða
  5. Eg hélt endilega að fyrirtækin hefðu kveikt ljósin yfir leitt á nóttunni svo auðveldara sé að sjá inn ef þjófa ber á hönd. Einnig held ég að fæst fyrir tæki hafi myndavéla kerfi með nætursjónaukum eða hitamyndum.

    SvaraEyða
  6. Kannski var skúringarkonan að verki,,,, bara þar sem þú gast ekki séð til hennar þar sem þú stóðst úti og njósnaðir

    SvaraEyða
  7. Það er nú bara fáranlegt að hið obinbera sé yfirhöguð að styrkja golf. Fólk sem hefur áhuga a golf ætti bara sjálft að bera kostnaðinn.

    SvaraEyða