Eitt sem taka mætti vekja athygli á er óhófleg rafmagnseyðsla fyrirtækja. Ég ók í gærkvöld fram hjá Glitni í Laugarnesinu og þar var húsið greinilega mikið til mannlaust en ljós í hverjum einasta glugga (skrifstofu). Það má vera að rafmagn á Íslandi sé ódýrt en á meðan ég borga rafmagnið hjá þeim, vil ég endilega að það verði haldið námskeið í að kenna að slökkva ljós...víðast hvar er þetta einn takki við útgang (hurð) á viðkomandi skrifstofu og ætti ekki að taka nema svona viku að kenna að ýta á hann.
Annar aðili sem truflar mig oft er golffélagið í Grafarholti. Þar á bæ (minnumst þess að golfíþróttin fær ansi mikla styrki) eru flóðljós í gangi meira og minna allt árið, allan sólarhringinn. Þetta kostar væntanlega eitthvað og aftur – það erum við sem borgum. Svona nokkuð þarf að skoða og passa uppá.
Og á meðan ég er að tuða: bankarnir eru enn að eyða milljörðum í rugl. Núna hafa þeir bara breytt um nafn og starfsemin heitir skilanefnd…kaupþing eitt og sér er með um milljarð í launagreiðslur til sinna mjög svo vellaunuðu starfsmanna í þessari nefnd og ég á von á þvi á að hinir bankarnir séu það líka.